Myndband með jólalagi lykilsönnunargagn í fíkniefnamáli Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2024 08:41 Tvö brota mannsins vörðuðu innflutning fíkniefna til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm Adam Benito Pedie hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot. Hann var ákærður fyrir að standa í innflutningi á fíkniefnum til Íslands í lok síðasta árs og upphafi þessa árs. Þrír af fimm ákæruliðum málsins vörðuðu innflutning fíkniefna. Tveir þeirra vörðuðu atvik þar sem konur fluttu fíkniefni til landsins, sem svokölluð burðardýr, en Adam var sagður hafa komið að skipulagningu, fjármögnun og öflun efnanna. Annars vegar var um að ræða 298 grömm af kókaíni með 67 prósent styrkleika og 616 grömm af ketamíni með 85 prósent styrkleika sem kona faldi innvortis og í fötum þegar hún flaug til landsins um miðjan desember í fyrra, en Adam flaug með henni til landsins. Hins vegar var um að ræða 124 grömm af kókaíni með 86 prósent styrkleika og 231 grömm af ketamíni með 87 prósent styrkleika sem önnur kona flutti innvortis þegar hún flaug til landsins rétt fyrir jól. Báðar konurnar eru sagðar hafa ætlað að afhenda Adam efnin við komuna til landsins, en þær hafa báðar hlotið dóm fyrir sinn þátt í málinu. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Í þriðja ákæruliðnum sem varðaði innflutning fíkniefna var Adam gefið að sök að flytja 861 gramm af ketamíni til landsins í gegnum póstsendingu. Efnin fundust í pósthúsi í janúar á þessu ári í kjölfar þess að Adam hafði vitjað sendingarinnar. Adam var einnig ákærður fyrir að framvísa röngu kennivottorði og fyrir vörslu lítils magns fíkniefna. „It‘s beginning to look a lot like Christmas“ Önnur kvennanna tveggja bar vitni fyrir dómi og sagði Adam hafa fjármagnað og skipulagt ferð hennar með fíkniefnin til Íslands. Adam hins vegar neitaði sök í öllum málunum er vörðuðu fíkniefnainnflutning. Ágreiningur fyrir dómi varðaði meðal annars hvort hann hefði verið með íslenskt símanúmer þegar á innflutningnum stóð, en hann sagði svo ekki vera. Á meðal sönnunargagna málsins var þó myndband af honum með jólalaginu „It‘s beginning to look a lot like Christmas“ á hljóðrásinni, sem var sent úr íslensku símanúmeri þegar hann sagðist ekki vera með slíkt. Myndbandið var tekið út um glugga íbúðar, en speglun þess sem tók það upp sást í glugganum. Fyrir dómi kannaðist maðurinn við sjálfan sig á myndbandinu. En úr símanum sem myndbandið var tekið fór einhver skipulagning innflutningsins fram. Á meðal annarra sönnunargagna málsins var mynd sem Adam sendi annarri konunni af 200 evra kvittun. Dómnum þótti framburður Adams ótrúverðugur og sakfelldi hann. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að hann hefði sýnt af sér einbeittan brotavilja og að hann hefði verið skipuleggjandi innflutningsins. Líkt og áður segir hlýtur Adam þriggja ára fangelsi. Þá er honum gert að greiða 402 þúsund krónur í sakarkostnað, og 3,6 milljónir í lögmannskostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þrír af fimm ákæruliðum málsins vörðuðu innflutning fíkniefna. Tveir þeirra vörðuðu atvik þar sem konur fluttu fíkniefni til landsins, sem svokölluð burðardýr, en Adam var sagður hafa komið að skipulagningu, fjármögnun og öflun efnanna. Annars vegar var um að ræða 298 grömm af kókaíni með 67 prósent styrkleika og 616 grömm af ketamíni með 85 prósent styrkleika sem kona faldi innvortis og í fötum þegar hún flaug til landsins um miðjan desember í fyrra, en Adam flaug með henni til landsins. Hins vegar var um að ræða 124 grömm af kókaíni með 86 prósent styrkleika og 231 grömm af ketamíni með 87 prósent styrkleika sem önnur kona flutti innvortis þegar hún flaug til landsins rétt fyrir jól. Báðar konurnar eru sagðar hafa ætlað að afhenda Adam efnin við komuna til landsins, en þær hafa báðar hlotið dóm fyrir sinn þátt í málinu. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Í þriðja ákæruliðnum sem varðaði innflutning fíkniefna var Adam gefið að sök að flytja 861 gramm af ketamíni til landsins í gegnum póstsendingu. Efnin fundust í pósthúsi í janúar á þessu ári í kjölfar þess að Adam hafði vitjað sendingarinnar. Adam var einnig ákærður fyrir að framvísa röngu kennivottorði og fyrir vörslu lítils magns fíkniefna. „It‘s beginning to look a lot like Christmas“ Önnur kvennanna tveggja bar vitni fyrir dómi og sagði Adam hafa fjármagnað og skipulagt ferð hennar með fíkniefnin til Íslands. Adam hins vegar neitaði sök í öllum málunum er vörðuðu fíkniefnainnflutning. Ágreiningur fyrir dómi varðaði meðal annars hvort hann hefði verið með íslenskt símanúmer þegar á innflutningnum stóð, en hann sagði svo ekki vera. Á meðal sönnunargagna málsins var þó myndband af honum með jólalaginu „It‘s beginning to look a lot like Christmas“ á hljóðrásinni, sem var sent úr íslensku símanúmeri þegar hann sagðist ekki vera með slíkt. Myndbandið var tekið út um glugga íbúðar, en speglun þess sem tók það upp sást í glugganum. Fyrir dómi kannaðist maðurinn við sjálfan sig á myndbandinu. En úr símanum sem myndbandið var tekið fór einhver skipulagning innflutningsins fram. Á meðal annarra sönnunargagna málsins var mynd sem Adam sendi annarri konunni af 200 evra kvittun. Dómnum þótti framburður Adams ótrúverðugur og sakfelldi hann. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að hann hefði sýnt af sér einbeittan brotavilja og að hann hefði verið skipuleggjandi innflutningsins. Líkt og áður segir hlýtur Adam þriggja ára fangelsi. Þá er honum gert að greiða 402 þúsund krónur í sakarkostnað, og 3,6 milljónir í lögmannskostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira