Þakklátir að búa í landi þar sem þeir geta gifst ástinni sinni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. júlí 2024 11:25 Bjarmi Fannar og Bjarni Snæbjörnsson eru ástfangnir upp fyrir haus og gengu í hjónaband á dögunum. Karítas Guðjóns „Í hjörtum okkar ríkir þakklæti fyrir það að búa í landi þar sem við tveir getum gifst manneskjunni sem við elskum,“ segja hinir nýgiftu Bjarni Snæbjörnsson og Bjarmi Fannar. Þeir gengu í hjónaband í Ráðhúsi Reykjavíkur 21. júní síðastliðinn við litla og einlæga athöfn. Bjarni Snæbjörnsson er leikari og leikskáld og er hvað þekktastur fyrir leikritið Góðan daginn faggi sem var sýnt um allt land. Sömuleiðis er hann höfundur bókarinnar Mennska. Bjarmi Fannar starfar sem vöruhönnuður og yfirflugþjónn hjá Icelandair og hafa þeir verið par í nokkur ár. View this post on Instagram A post shared by Bᴊᴀʀᴍɪ (@bjarmii) Ástin blómstrar sannarlega hjá hjónunum sem eru í skýjunum með brúðkaupsdaginn. Á Instagram skrifa þeir: „Föstudaginn 21. júní þurfti að þrífa bílinn, sækja hundapössunarpíuna á Keflavíkurflugvöll (því við vorum á leið til Ítalíu) skúra og græja og gera. Við ákváðum að skjóta því inn í dagsplanið að gifta okkur á viðburði Siðmenntar „Hoppað í hnapphelduna“ í Ráðhúsi Reykjavíkur. Bjarmi hjá @hae.blom bjó til fallega barmskreytingu á jakkana okkar, við skunduðum prúðbúnir í miðbæ Reykjavíkur og áttum dásamlega stund með Ingu Auðbjörgu. Einu vitnin voru tónlistarfólkið, starfsmenn Siðmenntar og endurnar á tjörninni því við vildum gera þetta einir; ekki einu sinni foreldrar okkar fengu að koma þó þau hafi vitað af ráðahagnum því þau þurftu að vera vottar. Þannig fögnuðum við ástinni á fullu tungli, á fyrsta degi í krabbamerkinu og á sama sólarhring og sumarsólstöður. Það var magnað, fallegt, satt, rétt, effortless, einfalt og kærleiksríkt. Fullkomið fyrir okkur. Í hjörtum okkar ríkir þakklæti fyrir að búa í landi þar sem við tveir getum gifst manneskjunni sem við elskum. Gleðilegt sumar elsku öll - lifi ástin.“ Hér má sjá nokkrar myndir frá athöfninni: Inga Auðbjörg gaf þá saman.Karítas Guðjóns Bjarmi hjá Hæ Blóm sá um blómaskreytingarnar.Bjarmi Fannar Mjög falleg brúðkaupsblóm.Bjarmi Fannar Nýgiftir og ástfangnir.Karítas Guðjóns Skálað fyrir ástinni.Karítas Guðjóns Sjálfsmynd eftir brúðkaup.Bjarmi Fannar Á sunnudeginum eftir brúðkaupið skelltu þeir sér svo í brúðkaupsferð til Ítalíu sem var að sögn þeirra algjör draumaferð. Blaðamaður ræddi við Bjarma Fannar. „Það sem átti að vera „venjulegt sumarfrí“ breyttist í óvænta brúðkaupsferð. Við ákváðum ellefu dögum fyrir stóra daginn að gifta okkur og tókum þetta svo einn dag í einu,“ segir Bjarmi kíminn og bætir við: „Við áttum pantað flug til Rómar og vorum bara búnir að bóka þrjár nætur í Róm. Dagarnir á eftir voru svo bara ákveðnir kvöldið fyrir hvern dag. Við ákváðum svo að skella okkur til Sorrento með viðkomu á Amalfi og Positano. “ Þetta hefur sannarlega verið ævintýraleg ferð. Aðspurður hvað standi upp úr segir Bjarmi: „Vegan maturinn, veðrið, blómin og samveran á Ítalíu.“ Hér má sjá myndir frá brúðkaupsferðinni: Mættir til Ítalíu. Vatíkanið heimsótt og Róm skoðuð.Aðsend Pizzur og pasta voru vinsæl hjá hjónunum og segir Bjarmi það hafa verið best í heimi að fá vegan útgáfur af ekta ítalskri matarmenningu.Aðsend Eftir þriggja daga dvöl í Róm héldu þeir suður til Sorrento.Aðsend Bjarni og Bjarmi eru miklir kaffinördar og elska að smakka gott kaffi á ferðalagi.Aðsend Bjarmi Fannar í blóma lífsins.Aðsend Bjarni brosti út að eyrum í brúðkaupsferðinni á Ítalíu.Aðsend Brúðkaup Ástin og lífið Hinsegin Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Sjá meira
Bjarni Snæbjörnsson er leikari og leikskáld og er hvað þekktastur fyrir leikritið Góðan daginn faggi sem var sýnt um allt land. Sömuleiðis er hann höfundur bókarinnar Mennska. Bjarmi Fannar starfar sem vöruhönnuður og yfirflugþjónn hjá Icelandair og hafa þeir verið par í nokkur ár. View this post on Instagram A post shared by Bᴊᴀʀᴍɪ (@bjarmii) Ástin blómstrar sannarlega hjá hjónunum sem eru í skýjunum með brúðkaupsdaginn. Á Instagram skrifa þeir: „Föstudaginn 21. júní þurfti að þrífa bílinn, sækja hundapössunarpíuna á Keflavíkurflugvöll (því við vorum á leið til Ítalíu) skúra og græja og gera. Við ákváðum að skjóta því inn í dagsplanið að gifta okkur á viðburði Siðmenntar „Hoppað í hnapphelduna“ í Ráðhúsi Reykjavíkur. Bjarmi hjá @hae.blom bjó til fallega barmskreytingu á jakkana okkar, við skunduðum prúðbúnir í miðbæ Reykjavíkur og áttum dásamlega stund með Ingu Auðbjörgu. Einu vitnin voru tónlistarfólkið, starfsmenn Siðmenntar og endurnar á tjörninni því við vildum gera þetta einir; ekki einu sinni foreldrar okkar fengu að koma þó þau hafi vitað af ráðahagnum því þau þurftu að vera vottar. Þannig fögnuðum við ástinni á fullu tungli, á fyrsta degi í krabbamerkinu og á sama sólarhring og sumarsólstöður. Það var magnað, fallegt, satt, rétt, effortless, einfalt og kærleiksríkt. Fullkomið fyrir okkur. Í hjörtum okkar ríkir þakklæti fyrir að búa í landi þar sem við tveir getum gifst manneskjunni sem við elskum. Gleðilegt sumar elsku öll - lifi ástin.“ Hér má sjá nokkrar myndir frá athöfninni: Inga Auðbjörg gaf þá saman.Karítas Guðjóns Bjarmi hjá Hæ Blóm sá um blómaskreytingarnar.Bjarmi Fannar Mjög falleg brúðkaupsblóm.Bjarmi Fannar Nýgiftir og ástfangnir.Karítas Guðjóns Skálað fyrir ástinni.Karítas Guðjóns Sjálfsmynd eftir brúðkaup.Bjarmi Fannar Á sunnudeginum eftir brúðkaupið skelltu þeir sér svo í brúðkaupsferð til Ítalíu sem var að sögn þeirra algjör draumaferð. Blaðamaður ræddi við Bjarma Fannar. „Það sem átti að vera „venjulegt sumarfrí“ breyttist í óvænta brúðkaupsferð. Við ákváðum ellefu dögum fyrir stóra daginn að gifta okkur og tókum þetta svo einn dag í einu,“ segir Bjarmi kíminn og bætir við: „Við áttum pantað flug til Rómar og vorum bara búnir að bóka þrjár nætur í Róm. Dagarnir á eftir voru svo bara ákveðnir kvöldið fyrir hvern dag. Við ákváðum svo að skella okkur til Sorrento með viðkomu á Amalfi og Positano. “ Þetta hefur sannarlega verið ævintýraleg ferð. Aðspurður hvað standi upp úr segir Bjarmi: „Vegan maturinn, veðrið, blómin og samveran á Ítalíu.“ Hér má sjá myndir frá brúðkaupsferðinni: Mættir til Ítalíu. Vatíkanið heimsótt og Róm skoðuð.Aðsend Pizzur og pasta voru vinsæl hjá hjónunum og segir Bjarmi það hafa verið best í heimi að fá vegan útgáfur af ekta ítalskri matarmenningu.Aðsend Eftir þriggja daga dvöl í Róm héldu þeir suður til Sorrento.Aðsend Bjarni og Bjarmi eru miklir kaffinördar og elska að smakka gott kaffi á ferðalagi.Aðsend Bjarmi Fannar í blóma lífsins.Aðsend Bjarni brosti út að eyrum í brúðkaupsferðinni á Ítalíu.Aðsend
Brúðkaup Ástin og lífið Hinsegin Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”