Luke Shaw loksins leikfær: Síðustu fjórir mánuðir erfiðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 12:01 Luke Shaw fagnar sigri enska landsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Getty/Matt McNulty Luke Shaw er búinn að ná sér af meiðslunum og gæti því byrjað inn á í enska landsliðinu í undanúrslitaleik Evrópumótsins annað kvöld. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, valdi Shaw í EM-hópinn þrátt fyrir að hann var meiddur. Shaw er eini vinstri bakvörðurinn í hópnum en hafði ekkert tekið þátt í mótinu þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Sviss í átta liða úrslitunum. „Síðustu fjórir mánuðir hafa verið erfiðir. Í fyrstu var talið að ég yrði mun fljótari að koma til baka en raunin varð önnur. Ég lenti í bakslagi hvað eftir annað,“ sagði Shaw á blaðamannafundi í gær. „Þegar hópurinn var valinn þá var búist við því að ég myndi ná öðrum eða þriðja leik í mótinu en því miður gekk það ekki upp og endurkomunni seinkaði,“ sagði Shaw. "I went through quite a few setbacks, hopefully I can get some more minutes in next game" 💬England left back Luke Shaw says he's fit and ready to play against Netherlands 🇳🇱🏴 pic.twitter.com/mYjcNF5vI6— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2024 „Ég er hérna núna og það var mjög gott að komast aftur inn á völlinn í síðasta leik. Ég var farinn að iða í skinninu að fá að spila,“ sagði Shaw sem gæti byrjað inn í leiknum á móti Hollandi annað kvöld. „Það stóðu allir með mér, ekki bara Gareth og Steve [Holland, aðstoðarþjálfari Englands] heldur einnig læknaliðið líka. Ég á þeim mikið að þakka,“ sagði Shaw. Hann efast ekki um getu sína að spila allan leikinn á morgun. „Auðvitað tel ég mig vera tilbúinn í níutíu mínútur. Ég er klár og tilbúinn í slaginn,“ sagði Shaw. Shaw kom inn á völlinn á 78. mínútu á móti Sviss og spilaði rúmar 42 mínútur því leikurinn var framlengdur. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, valdi Shaw í EM-hópinn þrátt fyrir að hann var meiddur. Shaw er eini vinstri bakvörðurinn í hópnum en hafði ekkert tekið þátt í mótinu þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Sviss í átta liða úrslitunum. „Síðustu fjórir mánuðir hafa verið erfiðir. Í fyrstu var talið að ég yrði mun fljótari að koma til baka en raunin varð önnur. Ég lenti í bakslagi hvað eftir annað,“ sagði Shaw á blaðamannafundi í gær. „Þegar hópurinn var valinn þá var búist við því að ég myndi ná öðrum eða þriðja leik í mótinu en því miður gekk það ekki upp og endurkomunni seinkaði,“ sagði Shaw. "I went through quite a few setbacks, hopefully I can get some more minutes in next game" 💬England left back Luke Shaw says he's fit and ready to play against Netherlands 🇳🇱🏴 pic.twitter.com/mYjcNF5vI6— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2024 „Ég er hérna núna og það var mjög gott að komast aftur inn á völlinn í síðasta leik. Ég var farinn að iða í skinninu að fá að spila,“ sagði Shaw sem gæti byrjað inn í leiknum á móti Hollandi annað kvöld. „Það stóðu allir með mér, ekki bara Gareth og Steve [Holland, aðstoðarþjálfari Englands] heldur einnig læknaliðið líka. Ég á þeim mikið að þakka,“ sagði Shaw. Hann efast ekki um getu sína að spila allan leikinn á morgun. „Auðvitað tel ég mig vera tilbúinn í níutíu mínútur. Ég er klár og tilbúinn í slaginn,“ sagði Shaw. Shaw kom inn á völlinn á 78. mínútu á móti Sviss og spilaði rúmar 42 mínútur því leikurinn var framlengdur.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira