Myndskeið af flugi loftbelgs yfir Rangárvöllum í morgun Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2024 14:29 Loftbelgurinn á flugi norðan við byggðina á Hellu snemma í morgun. Sveinbjörn Darri Matthíasson Fyrsta loftbelgsflugið yfir Rangárvöllum í morgun stóð yfir í um eina og hálfa klukkustund og tókst að óskum. Ljósmyndir og myndskeið úr flugferðinni frá Flugmálafélagi Íslands fylgja þessari frétt. Eftir að búið var að fylla loftbelginn af heitu lofti tókst hann á loft frá flugvellinum á Hellu upp úr klukkan sex. Fjórir menn voru um borð í körfunni, tveir þýskir loftbelgsflugmenn og tveir farþegar, þeir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, og Ágúst Guðmundsson, fulltrúi í framkvæmdastjórn Alþjóðaflugmálafélagsins. Í fyrstu stýrði hægur andvari úr suðaustri flugi belgsins til norðvesturs frá Helluflugvelli norður með þorpinu í átt að Ytri-Rangá. Yfir ánni tók við hægur andvari úr suðvestri sem stýrði belgnum til norðausturs upp með ánni. Þegar hann nálgaðist Árbæjarfoss ákváðu flugmennirnir að lækka flugið svo loftbelgsfarar gætu notið þess að svífa lágt yfir fossinum. Loftbelgsfarar komnir um borð í körfuna.Sveinbjörn Darri Matthíasson Loftbelgurinn sveif síðan áfram til norðausturs upp með vesturbakka Ytri-Rangár. Á leiðinni vakti hann forvitni hrossastóðs. Hrossin voru í fyrstu róleg en fældust þegar kveikt var upp í gasbrennara loftbelgsins með tilheyrandi hávaða en tóku belginn svo aftur í sátt. Belgurinn tók flugið af Helluflugvellli upp úr klukkan sex í morgun.Sveinbjörn Darri Matthíasson Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá að loftbelgsmenn flugu einnig upp í skýjahæð. Þeir voru raunar ofar skýjum um tíma en þó með sýn til jarðar í gegnum skýjaglufur. Loftbelgurinn gægist yfir hæðina fjær. Þar handan er hann að svífa lágt yfir Ytri-Rangá.Sveinbjörn Darri Matthíasson Upp úr klukkan hálf átta var honum lent í landi Heklusels í Landi, um tólf kílómetra norðaustan Hellu en um tvo kílómetra vestan Ytri-Rangár. Næsta flug loftbelgsins er fyrirhugað um klukkan 18:30 í kvöld. Stefnt er að því að það verði sýnt í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Belgurinn á flugi lágt yfir sveitum Rangárvallasýslu í morgun.Sveinbjörn Darri Matthíasson Eins og fram kom á Vísi í morgun er áformað að loftbelgurinn fljúgi yfir Suðurlandi næstu daga, eftir því sem veður leyfir. Hann er kominn til landsins frá Þýskalandi í tengslum við flughátíðina Allt sem flýgur sem fram fer á flugvellinum á Helluflugvelli um næstu helgi. Loftbelgurinn lentur í landi Heklusels.Matthías Sveinbjörnsson Flugmálafélag Íslands stendur fyrir komu loftbelgsins í samvinnu við Icelandair, bílaleiguna Hertz og Hótel Rangá. Loftbelgurinn kemur frá H2 Ballooning sem þýskir atvinnumenn á sviði loftbelgjaflugs reka með Dominik Haggeney sem aðalflugmann. Forvitnir hestar fylgdust með loftbelgsmönnum pakka belgnum saman eftir lendingu.Matthías Sveinbjörnsson Samhliða stendur yfir Íslandsmót í flugi. Flugkeppnin hefst í dag, þriðjudag, og stendur fram á fimmtudag, en keppt er í nokkrum mismunandi þrautum. Ljósmyndirnar og myndskeiðin sem hér fylgja tóku þeir Matthías Sveinbjörnsson og Sveinbjörn Darri Matthíasson. Fréttir af flugi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loftbelgur á flugi yfir Suðurlandi í morgun Stærðarinnar loftbelgur er þessa stundina á flugi yfir Rangárvöllum. Byrjað var eldsnemma í morgun að blása hann upp á Helluflugvelli. Sást hann taka flugið upp úr klukkan sex og hefur hann svifið yfir nágrenni Hellu og Ytri-Rangá síðustu klukkustund. 9. júlí 2024 06:54 Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Sjá meira
Eftir að búið var að fylla loftbelginn af heitu lofti tókst hann á loft frá flugvellinum á Hellu upp úr klukkan sex. Fjórir menn voru um borð í körfunni, tveir þýskir loftbelgsflugmenn og tveir farþegar, þeir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, og Ágúst Guðmundsson, fulltrúi í framkvæmdastjórn Alþjóðaflugmálafélagsins. Í fyrstu stýrði hægur andvari úr suðaustri flugi belgsins til norðvesturs frá Helluflugvelli norður með þorpinu í átt að Ytri-Rangá. Yfir ánni tók við hægur andvari úr suðvestri sem stýrði belgnum til norðausturs upp með ánni. Þegar hann nálgaðist Árbæjarfoss ákváðu flugmennirnir að lækka flugið svo loftbelgsfarar gætu notið þess að svífa lágt yfir fossinum. Loftbelgsfarar komnir um borð í körfuna.Sveinbjörn Darri Matthíasson Loftbelgurinn sveif síðan áfram til norðausturs upp með vesturbakka Ytri-Rangár. Á leiðinni vakti hann forvitni hrossastóðs. Hrossin voru í fyrstu róleg en fældust þegar kveikt var upp í gasbrennara loftbelgsins með tilheyrandi hávaða en tóku belginn svo aftur í sátt. Belgurinn tók flugið af Helluflugvellli upp úr klukkan sex í morgun.Sveinbjörn Darri Matthíasson Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá að loftbelgsmenn flugu einnig upp í skýjahæð. Þeir voru raunar ofar skýjum um tíma en þó með sýn til jarðar í gegnum skýjaglufur. Loftbelgurinn gægist yfir hæðina fjær. Þar handan er hann að svífa lágt yfir Ytri-Rangá.Sveinbjörn Darri Matthíasson Upp úr klukkan hálf átta var honum lent í landi Heklusels í Landi, um tólf kílómetra norðaustan Hellu en um tvo kílómetra vestan Ytri-Rangár. Næsta flug loftbelgsins er fyrirhugað um klukkan 18:30 í kvöld. Stefnt er að því að það verði sýnt í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Belgurinn á flugi lágt yfir sveitum Rangárvallasýslu í morgun.Sveinbjörn Darri Matthíasson Eins og fram kom á Vísi í morgun er áformað að loftbelgurinn fljúgi yfir Suðurlandi næstu daga, eftir því sem veður leyfir. Hann er kominn til landsins frá Þýskalandi í tengslum við flughátíðina Allt sem flýgur sem fram fer á flugvellinum á Helluflugvelli um næstu helgi. Loftbelgurinn lentur í landi Heklusels.Matthías Sveinbjörnsson Flugmálafélag Íslands stendur fyrir komu loftbelgsins í samvinnu við Icelandair, bílaleiguna Hertz og Hótel Rangá. Loftbelgurinn kemur frá H2 Ballooning sem þýskir atvinnumenn á sviði loftbelgjaflugs reka með Dominik Haggeney sem aðalflugmann. Forvitnir hestar fylgdust með loftbelgsmönnum pakka belgnum saman eftir lendingu.Matthías Sveinbjörnsson Samhliða stendur yfir Íslandsmót í flugi. Flugkeppnin hefst í dag, þriðjudag, og stendur fram á fimmtudag, en keppt er í nokkrum mismunandi þrautum. Ljósmyndirnar og myndskeiðin sem hér fylgja tóku þeir Matthías Sveinbjörnsson og Sveinbjörn Darri Matthíasson.
Fréttir af flugi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loftbelgur á flugi yfir Suðurlandi í morgun Stærðarinnar loftbelgur er þessa stundina á flugi yfir Rangárvöllum. Byrjað var eldsnemma í morgun að blása hann upp á Helluflugvelli. Sást hann taka flugið upp úr klukkan sex og hefur hann svifið yfir nágrenni Hellu og Ytri-Rangá síðustu klukkustund. 9. júlí 2024 06:54 Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Sjá meira
Loftbelgur á flugi yfir Suðurlandi í morgun Stærðarinnar loftbelgur er þessa stundina á flugi yfir Rangárvöllum. Byrjað var eldsnemma í morgun að blása hann upp á Helluflugvelli. Sást hann taka flugið upp úr klukkan sex og hefur hann svifið yfir nágrenni Hellu og Ytri-Rangá síðustu klukkustund. 9. júlí 2024 06:54
Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30