Íslenski boltinn

Jason Daði seldur til Grims­by

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jason Daði Svanþórsson í sínum síðasta leik fyrir Breiðablik. Hann tapaðist, 1-0, gegn FH.
Jason Daði Svanþórsson í sínum síðasta leik fyrir Breiðablik. Hann tapaðist, 1-0, gegn FH. vísir/diego

Breiðablik hefur selt Jason Daða Svanþórsson til enska D-deildarliðsins Grimbsy Town.

Jason kom til Breiðabliks frá Aftureldingu fyrir tímabilið 2021. Hann lék alls 82 deildarleiki með Blikum og skoraði 26 mörk. Fimm þeirra komu í Bestu deildinni í sumar.

Jason varð Íslandsmeistari með Breiðabliki 2022 og hjálpaði liðinu svo að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra.

Hinn 24 ára Jason hefur leikið fimm leiki fyrir íslenska A-landsliðið.

Grimbsy endaði í 21. sæti af 24 liðum í ensku D-deildinni á síðasta tímabili. Jason verður fyrsti Íslendingurinn til að spila fyrir Grimsby.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×