Messi skoraði þegar Argentínumenn fóru í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 06:31 Lionel Messi fagnar marki sinu í undanúrslitaleiknum á móti Kanada í nótt. Getty/Robin Alam Heimsmeistarar Argentínu eru komnir í þriðja úrslitaleikinn í röð á stórmóti eftir 2-0 sigur á Kanada í undanúrslitaleik Suðurameríkukeppninnar í nótt. Argentína mætir annað hvort Úrúgvæ eða Kólumbíu í úrslitaleiknum sem fer fram á Flórída á sunnudaginn. Argentína vann HM í Katar 2022 og síðustu Copa América árið 2021 en það voru fyrstu titlarnir í langan tíma. Þetta voru líka fyrstu tveir titlarnir hjá Lionel Messi í þessum keppnum. Nú gæti sigurgangan haldið áfram. Messi and Argentina are just one more win away from adding another trophy to the cabinet 🏆 pic.twitter.com/xFH4H4clNq— ESPN FC (@ESPNFC) July 10, 2024 Messi var að glíma við meiðsli aftan í læri í aðdraganda leiksins en allt leit vel út hjá honum í leiknum. Manchester City maðurinn Julián Álvarez skoraði fyrra markið á 22. mínútu eftir stoðsendingu frá Rodrigo De Paul. Messi skoraði seinna markið á 51. mínútu eftir að hafa stýrt skoti Chelsea mannsins Enzo Fernández í markið. Þetta var fjórtánda mark Messi í sögu Copa América og 28. markið í síðustu 25 landsleikjum hjá hinum 37 ára gamla Messi. Messi komst líka upp í annað sætið yfir markahæstu landsliðsleikmenn allra tíma og upp fyrir Íranan Ali Daei. Ronaldo er efstur með 130 landsliðsmörk en Messi er nú kominn með 109. Argentína getur unnið Suðurameríkukeppnina í sextánda sinn en Messi og félagar hafa spilað sex af síðustu átta úrslitaleikjum keppninnar. Með því að vinna þrjú stórmót í röð myndi Argentínumenn jafna afrek Spánverja frá 2öö8 til 2012 sem unnu þá þrjú mót í röð eða EM 2008, HM 2010 og EM 2012. ✅ 2007✅ 2015✅ 2016✅ 2019✅ 2021✅ 2024Leo Messi has scored in 𝐒𝐈𝐗 Copa Américas 🇦🇷 pic.twitter.com/ld0GOHtlFv— B/R Football (@brfootball) July 10, 2024 Copa América Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Sjá meira
Argentína mætir annað hvort Úrúgvæ eða Kólumbíu í úrslitaleiknum sem fer fram á Flórída á sunnudaginn. Argentína vann HM í Katar 2022 og síðustu Copa América árið 2021 en það voru fyrstu titlarnir í langan tíma. Þetta voru líka fyrstu tveir titlarnir hjá Lionel Messi í þessum keppnum. Nú gæti sigurgangan haldið áfram. Messi and Argentina are just one more win away from adding another trophy to the cabinet 🏆 pic.twitter.com/xFH4H4clNq— ESPN FC (@ESPNFC) July 10, 2024 Messi var að glíma við meiðsli aftan í læri í aðdraganda leiksins en allt leit vel út hjá honum í leiknum. Manchester City maðurinn Julián Álvarez skoraði fyrra markið á 22. mínútu eftir stoðsendingu frá Rodrigo De Paul. Messi skoraði seinna markið á 51. mínútu eftir að hafa stýrt skoti Chelsea mannsins Enzo Fernández í markið. Þetta var fjórtánda mark Messi í sögu Copa América og 28. markið í síðustu 25 landsleikjum hjá hinum 37 ára gamla Messi. Messi komst líka upp í annað sætið yfir markahæstu landsliðsleikmenn allra tíma og upp fyrir Íranan Ali Daei. Ronaldo er efstur með 130 landsliðsmörk en Messi er nú kominn með 109. Argentína getur unnið Suðurameríkukeppnina í sextánda sinn en Messi og félagar hafa spilað sex af síðustu átta úrslitaleikjum keppninnar. Með því að vinna þrjú stórmót í röð myndi Argentínumenn jafna afrek Spánverja frá 2öö8 til 2012 sem unnu þá þrjú mót í röð eða EM 2008, HM 2010 og EM 2012. ✅ 2007✅ 2015✅ 2016✅ 2019✅ 2021✅ 2024Leo Messi has scored in 𝐒𝐈𝐗 Copa Américas 🇦🇷 pic.twitter.com/ld0GOHtlFv— B/R Football (@brfootball) July 10, 2024
Copa América Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Sjá meira