Kanónur með listræna þrennu á Flateyri Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. júlí 2024 10:01 Hrafnhildur Arnardóttir/Shoplifter og Hrafnkell Sigurðsson verða með sýningaropnun á Flateyri um helgina. Vísir/Vilhelm Menningarlífið iðar á Vestfjörðum en þrír þekktir myndlistarmenn opna sýningar á verkum sínum á Flateyri næstkomandi laugardag og eru sýningarnar opnar öllum. Listamennirnir eru Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter, Hrafnkell Sigurðsson og Kristján Björn Þórðarson. Hrafnhildur eða Shoplifter hefur sýnt um allan heim og verið með einkasýningar á ýmsum stórum söfnum. Hún hefur löngum verið starfrækt í New York og unnið náið með stórstjörnunni Björk Guðmundsdóttur. Hún opnar sýningu sína Gátt/Portal í galleríinu Undir brúnni klukkan 16:00 á laugardag. „Undir brúnni er líklega eitt minnsta gallerí landsins og staðsett, eins og nafnið bendir til, utandyra undir gamalli steyptri brú á Sólbakka, rétt innan við Flateyri. Brúin var reist 1930 og um hana var eina akstursleiðin til Flateyrar og frá, þar til 1983 þegar hún var aflögð,“segir í fréttatilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að hugmyndin að þessu óvenjulega galleríi komi frá myndlistarmanninum Finni Arnari. „Finnur Arnar setti einmitt upp fyrstu sýninguna undir brúnni sumarið 2022 sem bar nafnið Now / Then. Þema gallerísins er að sýna eitt verk undir brúnni árlega, að sumarlagi, og sá háttur er hafður á að listamaður hvers árs velji þann næsta. Finnur Arnar tilnefndi Hrafnkel Sigurðsson sem setti upp verk sitt Innhverfingar / Inversions undir brúnni sumarið 2023 en Hrafnkell var einmitt valinn Myndlistarmaður ársins 2023. Sú innsetning myndar grunninn að þeim verkum sem Hrafnkell sýnir í gömlu slökkvistöðinni á Flateyri í ár. Hrafnkell valdi svo Hrafnhildi Arnardóttur til að sýna undir brúnni þetta sumarið.“ Verk Hrafnkels frá því í fyrra Undir brúnni.Aðsend Kristján Björn Þórðarson opnar síðan innsetningu sína Endurlit / Reminiscence í Takinum á Sólbakka klukkan 16:30 á laugardag og klukkan 17:00 opnar Hrafnkell Sigurðsson sýninguna Innhverfingar / Inversions í gömlu slökkvistöðinni á Brimnesvegi. Tankurinn þar sem Kristján Björn mun sýna.Aðsend Sýning Hrafnkels verður opin til og með 21. júlí, sýning Kristjáns Björns verður opin til og með 6. ágúst og sýning Shoplifter undir brúnni mun standa út sumarið. Hrafnhildur og Hrafnkell voru viðmælendur í Vísisþættinum Kúnst síðastliðið haust en þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Sýningar á Íslandi Myndlist Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Hrafnhildur eða Shoplifter hefur sýnt um allan heim og verið með einkasýningar á ýmsum stórum söfnum. Hún hefur löngum verið starfrækt í New York og unnið náið með stórstjörnunni Björk Guðmundsdóttur. Hún opnar sýningu sína Gátt/Portal í galleríinu Undir brúnni klukkan 16:00 á laugardag. „Undir brúnni er líklega eitt minnsta gallerí landsins og staðsett, eins og nafnið bendir til, utandyra undir gamalli steyptri brú á Sólbakka, rétt innan við Flateyri. Brúin var reist 1930 og um hana var eina akstursleiðin til Flateyrar og frá, þar til 1983 þegar hún var aflögð,“segir í fréttatilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að hugmyndin að þessu óvenjulega galleríi komi frá myndlistarmanninum Finni Arnari. „Finnur Arnar setti einmitt upp fyrstu sýninguna undir brúnni sumarið 2022 sem bar nafnið Now / Then. Þema gallerísins er að sýna eitt verk undir brúnni árlega, að sumarlagi, og sá háttur er hafður á að listamaður hvers árs velji þann næsta. Finnur Arnar tilnefndi Hrafnkel Sigurðsson sem setti upp verk sitt Innhverfingar / Inversions undir brúnni sumarið 2023 en Hrafnkell var einmitt valinn Myndlistarmaður ársins 2023. Sú innsetning myndar grunninn að þeim verkum sem Hrafnkell sýnir í gömlu slökkvistöðinni á Flateyri í ár. Hrafnkell valdi svo Hrafnhildi Arnardóttur til að sýna undir brúnni þetta sumarið.“ Verk Hrafnkels frá því í fyrra Undir brúnni.Aðsend Kristján Björn Þórðarson opnar síðan innsetningu sína Endurlit / Reminiscence í Takinum á Sólbakka klukkan 16:30 á laugardag og klukkan 17:00 opnar Hrafnkell Sigurðsson sýninguna Innhverfingar / Inversions í gömlu slökkvistöðinni á Brimnesvegi. Tankurinn þar sem Kristján Björn mun sýna.Aðsend Sýning Hrafnkels verður opin til og með 21. júlí, sýning Kristjáns Björns verður opin til og með 6. ágúst og sýning Shoplifter undir brúnni mun standa út sumarið. Hrafnhildur og Hrafnkell voru viðmælendur í Vísisþættinum Kúnst síðastliðið haust en þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:
Sýningar á Íslandi Myndlist Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira