Kanónur með listræna þrennu á Flateyri Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. júlí 2024 10:01 Hrafnhildur Arnardóttir/Shoplifter og Hrafnkell Sigurðsson verða með sýningaropnun á Flateyri um helgina. Vísir/Vilhelm Menningarlífið iðar á Vestfjörðum en þrír þekktir myndlistarmenn opna sýningar á verkum sínum á Flateyri næstkomandi laugardag og eru sýningarnar opnar öllum. Listamennirnir eru Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter, Hrafnkell Sigurðsson og Kristján Björn Þórðarson. Hrafnhildur eða Shoplifter hefur sýnt um allan heim og verið með einkasýningar á ýmsum stórum söfnum. Hún hefur löngum verið starfrækt í New York og unnið náið með stórstjörnunni Björk Guðmundsdóttur. Hún opnar sýningu sína Gátt/Portal í galleríinu Undir brúnni klukkan 16:00 á laugardag. „Undir brúnni er líklega eitt minnsta gallerí landsins og staðsett, eins og nafnið bendir til, utandyra undir gamalli steyptri brú á Sólbakka, rétt innan við Flateyri. Brúin var reist 1930 og um hana var eina akstursleiðin til Flateyrar og frá, þar til 1983 þegar hún var aflögð,“segir í fréttatilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að hugmyndin að þessu óvenjulega galleríi komi frá myndlistarmanninum Finni Arnari. „Finnur Arnar setti einmitt upp fyrstu sýninguna undir brúnni sumarið 2022 sem bar nafnið Now / Then. Þema gallerísins er að sýna eitt verk undir brúnni árlega, að sumarlagi, og sá háttur er hafður á að listamaður hvers árs velji þann næsta. Finnur Arnar tilnefndi Hrafnkel Sigurðsson sem setti upp verk sitt Innhverfingar / Inversions undir brúnni sumarið 2023 en Hrafnkell var einmitt valinn Myndlistarmaður ársins 2023. Sú innsetning myndar grunninn að þeim verkum sem Hrafnkell sýnir í gömlu slökkvistöðinni á Flateyri í ár. Hrafnkell valdi svo Hrafnhildi Arnardóttur til að sýna undir brúnni þetta sumarið.“ Verk Hrafnkels frá því í fyrra Undir brúnni.Aðsend Kristján Björn Þórðarson opnar síðan innsetningu sína Endurlit / Reminiscence í Takinum á Sólbakka klukkan 16:30 á laugardag og klukkan 17:00 opnar Hrafnkell Sigurðsson sýninguna Innhverfingar / Inversions í gömlu slökkvistöðinni á Brimnesvegi. Tankurinn þar sem Kristján Björn mun sýna.Aðsend Sýning Hrafnkels verður opin til og með 21. júlí, sýning Kristjáns Björns verður opin til og með 6. ágúst og sýning Shoplifter undir brúnni mun standa út sumarið. Hrafnhildur og Hrafnkell voru viðmælendur í Vísisþættinum Kúnst síðastliðið haust en þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Sýningar á Íslandi Myndlist Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Hrafnhildur eða Shoplifter hefur sýnt um allan heim og verið með einkasýningar á ýmsum stórum söfnum. Hún hefur löngum verið starfrækt í New York og unnið náið með stórstjörnunni Björk Guðmundsdóttur. Hún opnar sýningu sína Gátt/Portal í galleríinu Undir brúnni klukkan 16:00 á laugardag. „Undir brúnni er líklega eitt minnsta gallerí landsins og staðsett, eins og nafnið bendir til, utandyra undir gamalli steyptri brú á Sólbakka, rétt innan við Flateyri. Brúin var reist 1930 og um hana var eina akstursleiðin til Flateyrar og frá, þar til 1983 þegar hún var aflögð,“segir í fréttatilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að hugmyndin að þessu óvenjulega galleríi komi frá myndlistarmanninum Finni Arnari. „Finnur Arnar setti einmitt upp fyrstu sýninguna undir brúnni sumarið 2022 sem bar nafnið Now / Then. Þema gallerísins er að sýna eitt verk undir brúnni árlega, að sumarlagi, og sá háttur er hafður á að listamaður hvers árs velji þann næsta. Finnur Arnar tilnefndi Hrafnkel Sigurðsson sem setti upp verk sitt Innhverfingar / Inversions undir brúnni sumarið 2023 en Hrafnkell var einmitt valinn Myndlistarmaður ársins 2023. Sú innsetning myndar grunninn að þeim verkum sem Hrafnkell sýnir í gömlu slökkvistöðinni á Flateyri í ár. Hrafnkell valdi svo Hrafnhildi Arnardóttur til að sýna undir brúnni þetta sumarið.“ Verk Hrafnkels frá því í fyrra Undir brúnni.Aðsend Kristján Björn Þórðarson opnar síðan innsetningu sína Endurlit / Reminiscence í Takinum á Sólbakka klukkan 16:30 á laugardag og klukkan 17:00 opnar Hrafnkell Sigurðsson sýninguna Innhverfingar / Inversions í gömlu slökkvistöðinni á Brimnesvegi. Tankurinn þar sem Kristján Björn mun sýna.Aðsend Sýning Hrafnkels verður opin til og með 21. júlí, sýning Kristjáns Björns verður opin til og með 6. ágúst og sýning Shoplifter undir brúnni mun standa út sumarið. Hrafnhildur og Hrafnkell voru viðmælendur í Vísisþættinum Kúnst síðastliðið haust en þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:
Sýningar á Íslandi Myndlist Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira