Íslendingar styrkja varnir kvenna í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 10. júlí 2024 12:32 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gærkvöldi á fundi sem Blinken boðaði til um konur, frið og öryggi. AP/Stephanie Scarbrough Utanríkisráðherra greindi frá sjötíu og fimm milljón króna framlagi Íslands á leiðtogafundi NATO í gærkvöldi, til að efla búnað kvenna á víglínunni í varnarbaráttu Úkraínu gegn innrás Rússa. Konur gegndu mikilvægu hlutverki í stríðinu og áríðandi að hlusta eftir röddum þeirra á þeirra eigin forsendum. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu er mættur til Washington. Á fundi með fréttamönnum í gær sagði hann Úkraínumenn ekki geta beðið eftir ákvörðunum Bandaríkjanna um framtíðarstuðning fram yfir forsetakosningar í Bandaríkjunum í nóvember.AP/Jose Luis Magana Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddu stöðu og hlutverk kvenna í að tryggja frið og öryggi í heiminum á viðburði sem Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði til á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Washington í gærkvöldi. Hún sagði mikilvægt að nýta krafta kvenna til að efla hagvöxt, hernaðarfælingu og varnir. Í þeim efnum gæti umheimurinn lært mikið af Úkraínumönnum. „Úkraínskar konur eru á víglínunni í þessu stríði og gegna þar vaxandi hlutverki. Framlag þeirra er mikilvægt í vörnum Úkraínu í dag og á morgun og styrkir þrek Úkraínu til að komast af. Þær leiða mannúðaraðstoð, gegna mikilvægum störfum í stjórnsýslunni og rödd þeirra gegnir lykilhlutverki í samfélaginu,"“ sagði Þórdís Kolbrún Það væri mikilvægt að hlusta á konur í Úkraínu og styðja þær á þeirra eigin forsendum. Bjarni Benediktsson í hópi nokkurra leiðtoga NATO ríkja í hefðbundinni "fjölskyldumyndatöku" af leiðtogunum í gærkvöldi.AP/Adrian Wyld „Þess vegna er mér ljúft að greina frá hálfrar milljónar evra (75 milljón króna) framlagi Íslands í CAP-sjóðinn til að greiða fyrir mikilvægan líkamlegan varnarbúnað fyrir konur, einkennisbúninga og skó. Það er mikilvægt að þær hafi aðgang að nauðsynlegum vörnum sem einnig hjálpar til við að nútímavæða úkraínska heraflann,“" sagði utanríkisráðherra í ávarpi sínu þegar hún greindi frá 75 milljón króna framlagi Íslands í styrktarsjóð NATO fyrir Úkraínu. Leiðtogafundinum sem hófst með 75 ára hátíðardagskrá í gærkvöldi, verður framhaldið í dag og á morgun. Í hátíðarávarpi sínu greindi Joe Biden forseti Bandaríkjanna frá 40 milljarða dollara viðbótarframlagi NATO ríkja til að efla varnir Úkraínu. Joe Biden forseti Bandaríkjanna sæmdi Jens Stoltenberg fráfarandi framkvæmdastjóra NATO forsetaorðunni Medal of Freedom í gærkvöldi. Það er æðsta orða sem forseti Bandaríkjanna veitir.AP/Evan Vucci Fyrsti almenni fundur leiðtoganna þar sem framtíðaruppbygging NATO verður rædd hefst klukkan fimm að íslenskum tíma í dag. Á morgun funda leiðtogarnir með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra situr fundi leiðtoganna og Þórdís Kolbrún situr fundi með utanríkis- og varnarmálaráðherrum. NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Biden heitir Úkraínu nýjum loftvarnarkerfum Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í ræðu sinni í tilefni af 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins að Bandaríkin myndu í samstarfi við aðrar bandalagsþjóðir sjá Úkraínumönnum fyrir fimm loftvarnarkerfum. 9. júlí 2024 23:21 Atlantshafsbandalagið heldur upp á 75 ára afmæli Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna koma saman á fundi í Washington. Fundurinn markar 75 ár frá stofnun bandalagsins, auk þess sem hann verður sá síðasti í tíð Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra. 9. júlí 2024 21:02 Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10 Allra augu á Biden og bein útsending úr loftbelg Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 18:19 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu er mættur til Washington. Á fundi með fréttamönnum í gær sagði hann Úkraínumenn ekki geta beðið eftir ákvörðunum Bandaríkjanna um framtíðarstuðning fram yfir forsetakosningar í Bandaríkjunum í nóvember.AP/Jose Luis Magana Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddu stöðu og hlutverk kvenna í að tryggja frið og öryggi í heiminum á viðburði sem Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði til á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Washington í gærkvöldi. Hún sagði mikilvægt að nýta krafta kvenna til að efla hagvöxt, hernaðarfælingu og varnir. Í þeim efnum gæti umheimurinn lært mikið af Úkraínumönnum. „Úkraínskar konur eru á víglínunni í þessu stríði og gegna þar vaxandi hlutverki. Framlag þeirra er mikilvægt í vörnum Úkraínu í dag og á morgun og styrkir þrek Úkraínu til að komast af. Þær leiða mannúðaraðstoð, gegna mikilvægum störfum í stjórnsýslunni og rödd þeirra gegnir lykilhlutverki í samfélaginu,"“ sagði Þórdís Kolbrún Það væri mikilvægt að hlusta á konur í Úkraínu og styðja þær á þeirra eigin forsendum. Bjarni Benediktsson í hópi nokkurra leiðtoga NATO ríkja í hefðbundinni "fjölskyldumyndatöku" af leiðtogunum í gærkvöldi.AP/Adrian Wyld „Þess vegna er mér ljúft að greina frá hálfrar milljónar evra (75 milljón króna) framlagi Íslands í CAP-sjóðinn til að greiða fyrir mikilvægan líkamlegan varnarbúnað fyrir konur, einkennisbúninga og skó. Það er mikilvægt að þær hafi aðgang að nauðsynlegum vörnum sem einnig hjálpar til við að nútímavæða úkraínska heraflann,“" sagði utanríkisráðherra í ávarpi sínu þegar hún greindi frá 75 milljón króna framlagi Íslands í styrktarsjóð NATO fyrir Úkraínu. Leiðtogafundinum sem hófst með 75 ára hátíðardagskrá í gærkvöldi, verður framhaldið í dag og á morgun. Í hátíðarávarpi sínu greindi Joe Biden forseti Bandaríkjanna frá 40 milljarða dollara viðbótarframlagi NATO ríkja til að efla varnir Úkraínu. Joe Biden forseti Bandaríkjanna sæmdi Jens Stoltenberg fráfarandi framkvæmdastjóra NATO forsetaorðunni Medal of Freedom í gærkvöldi. Það er æðsta orða sem forseti Bandaríkjanna veitir.AP/Evan Vucci Fyrsti almenni fundur leiðtoganna þar sem framtíðaruppbygging NATO verður rædd hefst klukkan fimm að íslenskum tíma í dag. Á morgun funda leiðtogarnir með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra situr fundi leiðtoganna og Þórdís Kolbrún situr fundi með utanríkis- og varnarmálaráðherrum.
NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Biden heitir Úkraínu nýjum loftvarnarkerfum Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í ræðu sinni í tilefni af 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins að Bandaríkin myndu í samstarfi við aðrar bandalagsþjóðir sjá Úkraínumönnum fyrir fimm loftvarnarkerfum. 9. júlí 2024 23:21 Atlantshafsbandalagið heldur upp á 75 ára afmæli Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna koma saman á fundi í Washington. Fundurinn markar 75 ár frá stofnun bandalagsins, auk þess sem hann verður sá síðasti í tíð Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra. 9. júlí 2024 21:02 Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10 Allra augu á Biden og bein útsending úr loftbelg Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 18:19 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Biden heitir Úkraínu nýjum loftvarnarkerfum Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í ræðu sinni í tilefni af 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins að Bandaríkin myndu í samstarfi við aðrar bandalagsþjóðir sjá Úkraínumönnum fyrir fimm loftvarnarkerfum. 9. júlí 2024 23:21
Atlantshafsbandalagið heldur upp á 75 ára afmæli Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna koma saman á fundi í Washington. Fundurinn markar 75 ár frá stofnun bandalagsins, auk þess sem hann verður sá síðasti í tíð Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra. 9. júlí 2024 21:02
Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10
Allra augu á Biden og bein útsending úr loftbelg Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 18:19