Verðbréfafyrirtæki fá líklega að greiða hærri kaupauka en bankar
Líklega verður verðbréfafyrirtækjum heimilt að greiða hærri kaupauka en viðskiptabankar þegar reglur vegna EES-samningsins verða leidd í lög hérlendis á næsta ári. Gildandi rammi er sagður óþarflega flókinn og íþyngjandi fyrir flest verðbréfafyrirtæki. Fjármála- og efnahagsráðuneytið bendir á að verðbréfafyrirtæki hafi ekki hliðstætt kerfislægt mikilvægi og lánastofnanir og því séu „ekki viðlíka samfélagslegir hagsmunir“ af því að takmarka áhættutöku þeirra með sama hætti og gildir um starfsemi banka.
Tengdar fréttir
Endurskoða þarf séríslenskar reglur um kaupauka, segir meðeigandi LOGOS
Það er ástæða til þess, að sögn Óttars Pálssonar, lögmanns og meðeiganda hjá LOGOS, að endurskoða núverandi takmarkanir á kaupaukum fjármálafyrirtækja með það fyrir augum að færa gildissvið þeirra og efnisreglur nær því sem þekkist í löndunum í kringum okkur. Séríslenskar takmarkanir á kaupaukum skerða samkeppnishæfni, hækka föst laun bankastarfsmanna verulega og geta jafnvel stuðlað að óæskilegri ákvarðanafælni.