Enski boltinn

Aston Villa losar Coutinho af launa­skrá og lánar til uppeldisfélagsins

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Philippe Coutinho er ekki með í áætlunum Unai Emery og var því lánaður til Brasilíu.
Philippe Coutinho er ekki með í áætlunum Unai Emery og var því lánaður til Brasilíu. Eric Alonso/Getty Images

Aston Villa hefur lánað Philippe Coutinho til uppeldisfélags hans í Brasilíu, Vasco de Gama.

Aston Villa vildi losna við Coutinho af launaskrá en hann er einn af launahærri leikmönnum liðsins með 135.000 pund á viku. Tilraun var gerð til að rifta samningnum en það reyndist Aston Villa óhagstætt og því var hann frekar lánaður út.

Líkt og á síðasta tímabili sem Coutinho eyddi á láni hjá katarska félaginu Al Duhail. Nú snýr hann aftur til uppeldisfélagsins Vasco de Gama en hann fór þaðan sextán ára gamall til Inter Milan.

Coutinho kom til Aston Villa frá Barcelona árið 2022 og átti fínt fyrsta tímabil en hefur ekki fengið sömu tækifæri síðan.

Aston Villa mun á næsta tímabili leika í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í fjögurtíu ár. Félagið vill endurnýja leikmannahópinn fyrir komandi leiktíð og hefur gengið frá samningum við Ross Barkley, Ian Maatsen, Samuel Iling-Junior, Lewis Dobbin og Enzo Barrenechea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×