Mbappé verður númer níu hjá Real Madrid Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júlí 2024 23:31 Evrópumótinu er lokið hjá Kylian Mbappé, hann tekur sér nú stutt sumarfrí áður en hann hefur störf hjá Real Madrid næsta þriðjudag. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Kylian Mbappé mun klæðast treyju númer níu á sínu fyrsta tímabili hjá Real Madrid. Nían hefur verið laus síðan Karim Benzema fór frá félaginu. Það var mikið spáð og spekúlerað hvaða númer Mbappé myndi fá hjá Real Madrid. Hann hefur leikið í treyju númer sjö hjá PSG síðustu ár og númer tíu hjá franska landsliðinu. Þau númer voru bæði upptekin hjá Real Madrid, Vinícius Jr. tók sjöuna eftir að Eden Hazard fór frá félaginu í fyrra, Luka Modric er númer tíu og skrifaði nýlega undir eins árs samningsframlengingu hjá félaginu. Mbappé fylgir á eftir goðsögnum sem hafa klæðst númerinu. Karim Benzema bar níuna í 13 ár og varð næst markahæsti leikmaður í sögu Real Madrid á meðan. Þar á undan var Cristiano Ronaldo númer níu í eitt ár en skipti yfir í sjöuna eftir að Raul fór frá félaginu. Nafni hans frá Brasilíu var einnig númer níu, sem og Alfredo di Stefano. Mbappé mun klæðast níunni í fyrsta sinn á leikmannakynningu Real Madrid þann 16. júlí næstkomandi. 👕🔢 Changes with shirt numbers in the squad.#RealMadrid— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) July 10, 2024 Samhliða þessu tilkynnti Real Madrid fleiri númerabreytingar hjá leikmönnum. Eduardo Camavinga mun taka treyju númer sex eftir að Nacho Illaramendi fór frá félaginu og Federico Valverde tekur áttuna af Toni Kroos. Með þeim á miðjunni verða Aurelien Tchouameni í treyju númer fjórtán og Arda Guler í treyju númer 15. Spænski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Það var mikið spáð og spekúlerað hvaða númer Mbappé myndi fá hjá Real Madrid. Hann hefur leikið í treyju númer sjö hjá PSG síðustu ár og númer tíu hjá franska landsliðinu. Þau númer voru bæði upptekin hjá Real Madrid, Vinícius Jr. tók sjöuna eftir að Eden Hazard fór frá félaginu í fyrra, Luka Modric er númer tíu og skrifaði nýlega undir eins árs samningsframlengingu hjá félaginu. Mbappé fylgir á eftir goðsögnum sem hafa klæðst númerinu. Karim Benzema bar níuna í 13 ár og varð næst markahæsti leikmaður í sögu Real Madrid á meðan. Þar á undan var Cristiano Ronaldo númer níu í eitt ár en skipti yfir í sjöuna eftir að Raul fór frá félaginu. Nafni hans frá Brasilíu var einnig númer níu, sem og Alfredo di Stefano. Mbappé mun klæðast níunni í fyrsta sinn á leikmannakynningu Real Madrid þann 16. júlí næstkomandi. 👕🔢 Changes with shirt numbers in the squad.#RealMadrid— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) July 10, 2024 Samhliða þessu tilkynnti Real Madrid fleiri númerabreytingar hjá leikmönnum. Eduardo Camavinga mun taka treyju númer sex eftir að Nacho Illaramendi fór frá félaginu og Federico Valverde tekur áttuna af Toni Kroos. Með þeim á miðjunni verða Aurelien Tchouameni í treyju númer fjórtán og Arda Guler í treyju númer 15.
Spænski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira