Sætustu karlarnir eru á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júlí 2024 20:04 Freyja Stefanía, sem er nýorðin 100 ára og er elsti íbúi Vestmannaeyjabæjar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Freyja Stefanía í Vestmannaeyjum slær ekki slöku við en hún er elsti íbúi Eyjunnar, 100 ára gömul. Freyja hefur ferðast víða um heiminn en hún segir að Ísland sé alltaf best og þar séu sætustu karlarnir. Freyja gengur teinrétt um gangana í Hraunbúðum, sem er dvalar- og hjúkrunarheimili þar sem fer vel um hana með öðrum heimilisfólki. „Skaparinn hefur gefið mér þetta, ég hef bæði farið vel með mig að ég tel og er hraust að eðli,” segir Freyja. Freyja varð 100 ára fyrir nokkrum dögum, eða 26. júní, sama dag og Guðni forseti en hún fékk einmitt heillaskeyti frá honum, sem er komið upp á vegg í herberginu hennar. Heillaskeytið, sem Freyja fékk frá forseta Íslands þegar hún varð 100 ára 26. júní en það er sami afmælisdagur og Guðna Th. forseta lýðveldisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Freyja hefur ferðast mikið og meðal annars farið til Kína, Japans, Indlands, Balí, Tælands, Havaii og Rússlands svo eitthvað sé nefnt en Ísland er alltaf best segir hún. „Og ég kyssti Íslandi þegar ég kom til baka. Lagðist á hnén á flugvellinum, ég var svo fegin að vera á minni jörð, þó leið mér vel og allt en þetta var skrítin tilfinning, ég bara lagðist á hnén og kyssti jörðina,” segir hún. Er Ísland best í heimi? „Best í heimi já, það ég held og sætastir karlar,” segir Freyja og skellihlær. „Mér finnst mikið gaman að horfa á fallega menn eins og þig,” bætir hún við og hlær enn meira. En ætlar Freyja á þjóðhátíð? „Ég veit það ekki, það fer bara eftir því hvernig ég er svona.” Freyja með fréttamanni en hún er ótrúlega ern og hress orðin aldargömul. Henni líður mjög vel á Hraunbúðum.Aðsend En hvernig finnst Freyju að vera elsti íbúi Vestmannaeyjabæjar ? „Maður reynir þá að vera til fyrirmyndar og ég er þakklát fyrir það sem búið er að vona að ég fari að kveðja. Ég veit ekki hvenær maður er tilbúin,” segir Freyja. En þú lítur rosalega vel út og ert ern og hress. „Já, þakka þér fyrir, það er gott að heyra það. Það var ágætt að hitta þig og fólk er allt gott við mann, yndislegt bara,” segir elsti íbúi Vestmannaeyjarbæjar, Freyja Stefanía. Freyja segir að sætustu karlmenn heimsins séu á Íslandi en hún hefur ferðast til ótal landa í gegnum árin og hefur því góðan samanburð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Freyja gengur teinrétt um gangana í Hraunbúðum, sem er dvalar- og hjúkrunarheimili þar sem fer vel um hana með öðrum heimilisfólki. „Skaparinn hefur gefið mér þetta, ég hef bæði farið vel með mig að ég tel og er hraust að eðli,” segir Freyja. Freyja varð 100 ára fyrir nokkrum dögum, eða 26. júní, sama dag og Guðni forseti en hún fékk einmitt heillaskeyti frá honum, sem er komið upp á vegg í herberginu hennar. Heillaskeytið, sem Freyja fékk frá forseta Íslands þegar hún varð 100 ára 26. júní en það er sami afmælisdagur og Guðna Th. forseta lýðveldisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Freyja hefur ferðast mikið og meðal annars farið til Kína, Japans, Indlands, Balí, Tælands, Havaii og Rússlands svo eitthvað sé nefnt en Ísland er alltaf best segir hún. „Og ég kyssti Íslandi þegar ég kom til baka. Lagðist á hnén á flugvellinum, ég var svo fegin að vera á minni jörð, þó leið mér vel og allt en þetta var skrítin tilfinning, ég bara lagðist á hnén og kyssti jörðina,” segir hún. Er Ísland best í heimi? „Best í heimi já, það ég held og sætastir karlar,” segir Freyja og skellihlær. „Mér finnst mikið gaman að horfa á fallega menn eins og þig,” bætir hún við og hlær enn meira. En ætlar Freyja á þjóðhátíð? „Ég veit það ekki, það fer bara eftir því hvernig ég er svona.” Freyja með fréttamanni en hún er ótrúlega ern og hress orðin aldargömul. Henni líður mjög vel á Hraunbúðum.Aðsend En hvernig finnst Freyju að vera elsti íbúi Vestmannaeyjabæjar ? „Maður reynir þá að vera til fyrirmyndar og ég er þakklát fyrir það sem búið er að vona að ég fari að kveðja. Ég veit ekki hvenær maður er tilbúin,” segir Freyja. En þú lítur rosalega vel út og ert ern og hress. „Já, þakka þér fyrir, það er gott að heyra það. Það var ágætt að hitta þig og fólk er allt gott við mann, yndislegt bara,” segir elsti íbúi Vestmannaeyjarbæjar, Freyja Stefanía. Freyja segir að sætustu karlmenn heimsins séu á Íslandi en hún hefur ferðast til ótal landa í gegnum árin og hefur því góðan samanburð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent