Alexandra vill sjá stelpurnar á Símamótinu fjölmenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 11:00 Alexandra Jóhannsdóttir vill byrja nýtt tímabil á því að koma íslenska landsliðinu á EM í Sviss. Vísir/Einar Alexandra Jóhannsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta eru einum sigri frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu á næsta ári. Íslensku stelpurnar gert tryggt sér EM-sætið með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum á morgun en þær fá líka möguleika á því á móti Pólverjum nokkrum dögum síðar. Alexandra er vön því að spila í allt öðrum aðstæðum á Ítalíu en kvartar ekki mikið yfir íslenska veðrinu. Miklu betra að spila í svona veðri „Þetta er bara geggjað. Mér finnst miklu betra að spila í svona veðri heldur en í einhverjum 35 gráðum. Ég er búin að vera hérna í allt sumar þannig að ég er orðin vön,“ sagði Alexandra í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þetta leggst bara ótrúlega vel í mig. Við þurfum þrjú stig út úr þessum leikjum og við ætlum ekkert annað en að ná í þau á föstudaginn,“ sagði Alexandra. Fyrri leikurinn í þessum glugga er á móti sterku liði Þýskalands sem er þegar búið að vinna riðilinn og tryggja sér sæti á EM. Hafa íslensku stelpurnar trú á því að þær geti náð í þrjú stig á móti þeim? Klippa: „Ég trúi ekki öðru en að stelpurnar á Símamótinu mæti“ „Já ekki spurning. Við förum inn í alla leiki til að ná í þrjú stig og höfum trú á því í öllum leikjum. Það er smá kalt og smá vindur. Þær koma úr einhverjum 27 gráðum í þetta og það nýtist okkur bara vel,“ sagði Alexandra. Vinna þær í einvígum Hvað þurfa íslensku stelpurnar að gera vel til að þess að vinna Þjóðverjana? „Við þurfum fyrst og fremst að vinna þær í einvígum. Þær eru ótrúlega sterkar í öllum einvígum og verjast fyrirgjöfum vel. Þær eru að skora mörk úr fyrirgjöfum en kannski minna úr opnum leik,“ sagði Alexandra. Gott að fara inn í tímabil þannig Hún fór alla leið í bikarúrslitaleik með Fiorentina en tapaði í vítakeppni. „Það var ekki alveg endirinn á tímabilinu sem maður vildi en samt sem áður ekkert slæmt tímabil. Það væri voðalega sætt að byrja næsta tímabil á því að vinna Þýskaland. Það væri gott að fara inn í tímabil þannig,“ sagði Alexandra. Hvaða mætingu vill Alexandra sjá á Laugardalsvöllinn á morgun. „Ég vil sjá fullan völl en það væri gaman að fylla aðra stúkuna. Ég trúi ekki öðru en að stelpurnar á Símamótinu mæti og eigi eftir að hvetja okkur,“ sagði Alexandra. Það má sjá viðtalið hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Íslensku stelpurnar gert tryggt sér EM-sætið með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum á morgun en þær fá líka möguleika á því á móti Pólverjum nokkrum dögum síðar. Alexandra er vön því að spila í allt öðrum aðstæðum á Ítalíu en kvartar ekki mikið yfir íslenska veðrinu. Miklu betra að spila í svona veðri „Þetta er bara geggjað. Mér finnst miklu betra að spila í svona veðri heldur en í einhverjum 35 gráðum. Ég er búin að vera hérna í allt sumar þannig að ég er orðin vön,“ sagði Alexandra í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þetta leggst bara ótrúlega vel í mig. Við þurfum þrjú stig út úr þessum leikjum og við ætlum ekkert annað en að ná í þau á föstudaginn,“ sagði Alexandra. Fyrri leikurinn í þessum glugga er á móti sterku liði Þýskalands sem er þegar búið að vinna riðilinn og tryggja sér sæti á EM. Hafa íslensku stelpurnar trú á því að þær geti náð í þrjú stig á móti þeim? Klippa: „Ég trúi ekki öðru en að stelpurnar á Símamótinu mæti“ „Já ekki spurning. Við förum inn í alla leiki til að ná í þrjú stig og höfum trú á því í öllum leikjum. Það er smá kalt og smá vindur. Þær koma úr einhverjum 27 gráðum í þetta og það nýtist okkur bara vel,“ sagði Alexandra. Vinna þær í einvígum Hvað þurfa íslensku stelpurnar að gera vel til að þess að vinna Þjóðverjana? „Við þurfum fyrst og fremst að vinna þær í einvígum. Þær eru ótrúlega sterkar í öllum einvígum og verjast fyrirgjöfum vel. Þær eru að skora mörk úr fyrirgjöfum en kannski minna úr opnum leik,“ sagði Alexandra. Gott að fara inn í tímabil þannig Hún fór alla leið í bikarúrslitaleik með Fiorentina en tapaði í vítakeppni. „Það var ekki alveg endirinn á tímabilinu sem maður vildi en samt sem áður ekkert slæmt tímabil. Það væri voðalega sætt að byrja næsta tímabil á því að vinna Þýskaland. Það væri gott að fara inn í tímabil þannig,“ sagði Alexandra. Hvaða mætingu vill Alexandra sjá á Laugardalsvöllinn á morgun. „Ég vil sjá fullan völl en það væri gaman að fylla aðra stúkuna. Ég trúi ekki öðru en að stelpurnar á Símamótinu mæti og eigi eftir að hvetja okkur,“ sagði Alexandra. Það má sjá viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira