Darwin Nunez slóst við áhorfendur í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 07:30 Darwin Nunez sést hér kominn upp í stúku eftir leikinn í nótt. EPA-EFE/BRIAN WESTERHOLT Liverpool framherjinn Darwin Nunez var kominn upp í stúku eftir tap Úrúgvæ á móti Kólumbíu í undanúrslitaleik Suðurameríkukeppninnar í nótt. Kólumbía vann leikinn 1-0 og mætir Argentínu í úrslitaleiknum um helgina. Úrúgvæ var manni fleiri allan seinni hálfleikinn en tókst samt ekki að nýta sér það. Leikmenn Úrúgvæ sögðust hafa farið upp í stúku eftir leikinn til að verja fjölskyldur sínar. Þeir töldu að fólki þeirra stæði hætta af stuðningsmönnum Kólumbíu. Úrúgvæarnir kvörtuðu líka yfir lítilli öryggisgæslu en leikurinn var spilaður í Charlotte í Bandaríkjunum. Það lítur þó út fyrir það að Nunez hafi gengið lengst þegar kom að því að slást við kólumbísku stuðningsmennina. Hann sást þar meðal annars kýla einn mann í kólumbískri landsliðstreyju. „Fjölskyldur okkur voru í hættu. Þetta er algjör hörmung. Við urðum að fara upp í stúku til að passa upp á okkar fólk. Það voru lítil börn þarna. Ég sá ekki einn lögreglumann,“ sagði Úrúgvæinn José María Giménez eftir leik. Nunez átti ekki góðan dag inn á vellinum þar sem hann fór illa með fjölda færa í leiknum. Hann gæti líka hafa komið sér í mikil vandræði með æsingi sínum eftir leik. Þetta var ljótur endir á svekkjandi kvöldi fyrir Úrúgvæja en Nunez var algjörlega niðurbrotinn maður í leikslok. Ekki í fyrsta sinn sem slæm færanýting hans fer illa með lið. Liverpool forward Darwin Nunez was involved in an altercation with spectators after Uruguay's defeat to Colombia in the Copa America semi-finals.#BBCFootball pic.twitter.com/XudZiD9mp9— BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2024 Enski boltinn Copa América Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Kólumbía vann leikinn 1-0 og mætir Argentínu í úrslitaleiknum um helgina. Úrúgvæ var manni fleiri allan seinni hálfleikinn en tókst samt ekki að nýta sér það. Leikmenn Úrúgvæ sögðust hafa farið upp í stúku eftir leikinn til að verja fjölskyldur sínar. Þeir töldu að fólki þeirra stæði hætta af stuðningsmönnum Kólumbíu. Úrúgvæarnir kvörtuðu líka yfir lítilli öryggisgæslu en leikurinn var spilaður í Charlotte í Bandaríkjunum. Það lítur þó út fyrir það að Nunez hafi gengið lengst þegar kom að því að slást við kólumbísku stuðningsmennina. Hann sást þar meðal annars kýla einn mann í kólumbískri landsliðstreyju. „Fjölskyldur okkur voru í hættu. Þetta er algjör hörmung. Við urðum að fara upp í stúku til að passa upp á okkar fólk. Það voru lítil börn þarna. Ég sá ekki einn lögreglumann,“ sagði Úrúgvæinn José María Giménez eftir leik. Nunez átti ekki góðan dag inn á vellinum þar sem hann fór illa með fjölda færa í leiknum. Hann gæti líka hafa komið sér í mikil vandræði með æsingi sínum eftir leik. Þetta var ljótur endir á svekkjandi kvöldi fyrir Úrúgvæja en Nunez var algjörlega niðurbrotinn maður í leikslok. Ekki í fyrsta sinn sem slæm færanýting hans fer illa með lið. Liverpool forward Darwin Nunez was involved in an altercation with spectators after Uruguay's defeat to Colombia in the Copa America semi-finals.#BBCFootball pic.twitter.com/XudZiD9mp9— BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2024
Enski boltinn Copa América Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira