Faðir Yamal með aðra sýn á það þegar Messi baðaði soninn hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2024 09:30 Lionel Messi baðar hér Lamine Yamal fyrir rúmum sextán árum síðan. Mikið hefur verið rætt og skrifað um myndirnar af Lionel Messi að baða kornungan Lamine Yamal. Myndirnar komu óvænt fram á sama tíma og þessi sextán ára strákur var að slá í gegn á Evrópumótinu í Þýskalandi. Lamine Yamal hefur verið frábær á EM.Getty/Stu Forster Nú er þessi ungi Spánverji búinn að slá EM-metið yfir yngsta markaskorara sögunnar og strákurinn mun spila úrslitaleik um Evrópumeistaratitilinn á sunnudaginn. Leikurinn fer fram daginn eftir að Yamal heldur upp á sautján ára afmælið sitt. Flestir litu eflaust svo á það að með þessari baðferð hafi Messi lagt sína blessun yfir Yamal og jafnvel fært honum eitthvað af töfrum sínum. Það hljómar líklegt þegar við horfum upp á Lamine Yamal fara á kostum á stærsta sviðinu eins og hann sé bara hreinlega fæddur fyrir þetta hlutverk. Hann hefur þessa töfra sem við þekkjum frá því að horfa á Messi spila. Mounir Nasraoui, faðir hins sextán ára gamla Lamine Yamal, er aftur á móti með allt aðra sýn á þessa sérstöku stund. Hann var spurður út í það hvort Messi hafi þarna blessað son hans. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Eða að Lamine blessaði Leo [Messi]. Ég veit það ekki. Fyrir mér þá er sonur minn bestur í öllu,“ sagði Nasraoui við Mundo Deportivo. Myndatakan var fyrir dagatal Barcelona sem var gert til styrktar góðgerðamála. Þetta var árið 2007 og Messi byrjaður að spila stórt hlutverk í Barcelona liðinu. Hann var aftur á móti ekki orðinn sá yfirburðamaður sem hann varð í framhaldinu. Messi skoraði fyrst yfir þrjátíu mörk á tímabilinu 2008-09 eða eftir að Pep Guardiola tók við Barelona liðinu. Í kjölfarið fékk hann sinn fyrsta Gullhnött, Ballon d'Or, árið 2009. Messi hefur alls fengið Gullhnöttinn átta sinnum á ferlinum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sjá meira
Lamine Yamal hefur verið frábær á EM.Getty/Stu Forster Nú er þessi ungi Spánverji búinn að slá EM-metið yfir yngsta markaskorara sögunnar og strákurinn mun spila úrslitaleik um Evrópumeistaratitilinn á sunnudaginn. Leikurinn fer fram daginn eftir að Yamal heldur upp á sautján ára afmælið sitt. Flestir litu eflaust svo á það að með þessari baðferð hafi Messi lagt sína blessun yfir Yamal og jafnvel fært honum eitthvað af töfrum sínum. Það hljómar líklegt þegar við horfum upp á Lamine Yamal fara á kostum á stærsta sviðinu eins og hann sé bara hreinlega fæddur fyrir þetta hlutverk. Hann hefur þessa töfra sem við þekkjum frá því að horfa á Messi spila. Mounir Nasraoui, faðir hins sextán ára gamla Lamine Yamal, er aftur á móti með allt aðra sýn á þessa sérstöku stund. Hann var spurður út í það hvort Messi hafi þarna blessað son hans. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Eða að Lamine blessaði Leo [Messi]. Ég veit það ekki. Fyrir mér þá er sonur minn bestur í öllu,“ sagði Nasraoui við Mundo Deportivo. Myndatakan var fyrir dagatal Barcelona sem var gert til styrktar góðgerðamála. Þetta var árið 2007 og Messi byrjaður að spila stórt hlutverk í Barcelona liðinu. Hann var aftur á móti ekki orðinn sá yfirburðamaður sem hann varð í framhaldinu. Messi skoraði fyrst yfir þrjátíu mörk á tímabilinu 2008-09 eða eftir að Pep Guardiola tók við Barelona liðinu. Í kjölfarið fékk hann sinn fyrsta Gullhnött, Ballon d'Or, árið 2009. Messi hefur alls fengið Gullhnöttinn átta sinnum á ferlinum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sjá meira