„Ef maður bankar ekki opnar enginn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2024 11:01 Erna Héðinsdóttir hefur dæmt í lyftingum í áratug og er nú komin inn á Ólympíuleikana. vísir/bjarni Íslendingar senda ekki bara íþróttafólk á Ólympíuleikana heldur munu þeir eiga þrjá dómara í París. Meðal þeirra er Erna Héðinsdóttir lyftingadómari sem er á leið á sína fyrstu leika. Ekki mátti miklu muna að litla frænka hennar hefði fylgt henni til Parísar. Erna er að vonum spennt fyrir Ólympíuleikunum sem hefjast tuttugugastaogsjötta þessa mánaðar. „Þetta leggst bara gríðarlega vel í mig. Það er mikil tilhlökkun og mikill heiður að fá að fara sem dómari á Ólympíuleika,“ sagði Erna í samtali við Vísi á dögunum. En hvað þarf til að komast í fremstu röð í dómgæslunni? „Það þarf bara að mæta og dæma. Þetta er ferli. Þú byrjar á að taka landsdómararéttindi hér á Íslandi og þarft að hafa þau í ákveðið mörg ár. Síðan eru tvö stig af alþjóðadómararéttindum. Í rauninni snýst þetta bara um að koma þér á kortið, mæta á mót og standa þig. Maður veit að það er aðeins fylgst með og svo þeir valdir sem er treyst fyrir verkefnunum,“ sagði Erna. Auk Ernu dæma þau Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í París.vísir/bjarni Dómaraferill hennar er ekki langur en hann spannar áratug. Uppgangur hennar í dómgæslunni er því mjög hraður, svo mjög að hún hélt að það væri verið að fíflast í sér þegar hún fór að nálgast Ólympíuleikana. „Ég tók landsdómaraprófið bara fyrir tíu árum síðan. Þetta gerðist frekar hratt þannig það kom mér mjög mikið á óvart þegar ég var valin þarna inn,“ sagði Erna. „Þar inni var svo prufumót í fyrrasumar sem var handvalið á. Og ég var svo blaut á bak við eyrun varðandi Ólympíuleika að ég vissi ekki að þetta væri til þannig ég sendi ritara evrópska lyftingasambandsins póst og spurði hvort þetta væri plat. Síðan hef ég verið að dæma, aðallega í Evrópu og aðeins úti í heimi. Síðan þarf sérsambandið að sækja um til alþjóða lyftingasambandsins fyrir Ólympíuleikana og ef maður sækir ekki um gerist ekki neitt. Ef maður bankar ekki opnar enginn. Við prófuðum að sækja um og þetta kom mér gríðarlega á óvart en það er gríðarlega mikill heiður að vera valin.“ Erna vonast til að geta deilt þeirri reynslu og þekkingu sem hún aflar sér við dómgæslu á alþjóðlegum vettvangi. „Þetta bras mitt í dómgæslu erlendis kemur heim með gríðarlega þekkingu sem ég get síðan miðlað áfram og reynt að koma íþróttinni okkar á framfæri,“ sagði Erna sem hlakkar mikið til að komast á stærsta svið íþróttanna, sjálfa Ólympíuleikana. „Þetta er það sem flesta dreymir um, hvort sem þeir eru íþróttamenn eða dómarar. Þetta er ótrúlegt tækifæri.“ Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir var hársbreidd frá því að komast á Ólympíuleikana. Hún er skyld Ernu og það mátti ekki miklu muna að þær frænkur færu saman til Parísar. Erna er handviss um að Eygló Fanndal Sturludóttir komist á Ólympíuleikana 2028.IWF/G. Scala „Við eignumst keppanda á næstu Ólympíuleikum. Því miður vorum við með tærnar á línunni að þessu sinni. Það er gaman að segja frá því að þetta er litla frænka og við vorum alveg búnar að ákveða að vera þarna saman. Það tókst ekki alveg en það munaði sorglega litlu,“ sagði Erna. „Það eru alltaf næstu leikar og við eigum hana og fleira mjög efnilegt íþróttafólk þannig við förum miklu fleiri næst.“ Lyftingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira
Erna er að vonum spennt fyrir Ólympíuleikunum sem hefjast tuttugugastaogsjötta þessa mánaðar. „Þetta leggst bara gríðarlega vel í mig. Það er mikil tilhlökkun og mikill heiður að fá að fara sem dómari á Ólympíuleika,“ sagði Erna í samtali við Vísi á dögunum. En hvað þarf til að komast í fremstu röð í dómgæslunni? „Það þarf bara að mæta og dæma. Þetta er ferli. Þú byrjar á að taka landsdómararéttindi hér á Íslandi og þarft að hafa þau í ákveðið mörg ár. Síðan eru tvö stig af alþjóðadómararéttindum. Í rauninni snýst þetta bara um að koma þér á kortið, mæta á mót og standa þig. Maður veit að það er aðeins fylgst með og svo þeir valdir sem er treyst fyrir verkefnunum,“ sagði Erna. Auk Ernu dæma þau Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í París.vísir/bjarni Dómaraferill hennar er ekki langur en hann spannar áratug. Uppgangur hennar í dómgæslunni er því mjög hraður, svo mjög að hún hélt að það væri verið að fíflast í sér þegar hún fór að nálgast Ólympíuleikana. „Ég tók landsdómaraprófið bara fyrir tíu árum síðan. Þetta gerðist frekar hratt þannig það kom mér mjög mikið á óvart þegar ég var valin þarna inn,“ sagði Erna. „Þar inni var svo prufumót í fyrrasumar sem var handvalið á. Og ég var svo blaut á bak við eyrun varðandi Ólympíuleika að ég vissi ekki að þetta væri til þannig ég sendi ritara evrópska lyftingasambandsins póst og spurði hvort þetta væri plat. Síðan hef ég verið að dæma, aðallega í Evrópu og aðeins úti í heimi. Síðan þarf sérsambandið að sækja um til alþjóða lyftingasambandsins fyrir Ólympíuleikana og ef maður sækir ekki um gerist ekki neitt. Ef maður bankar ekki opnar enginn. Við prófuðum að sækja um og þetta kom mér gríðarlega á óvart en það er gríðarlega mikill heiður að vera valin.“ Erna vonast til að geta deilt þeirri reynslu og þekkingu sem hún aflar sér við dómgæslu á alþjóðlegum vettvangi. „Þetta bras mitt í dómgæslu erlendis kemur heim með gríðarlega þekkingu sem ég get síðan miðlað áfram og reynt að koma íþróttinni okkar á framfæri,“ sagði Erna sem hlakkar mikið til að komast á stærsta svið íþróttanna, sjálfa Ólympíuleikana. „Þetta er það sem flesta dreymir um, hvort sem þeir eru íþróttamenn eða dómarar. Þetta er ótrúlegt tækifæri.“ Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir var hársbreidd frá því að komast á Ólympíuleikana. Hún er skyld Ernu og það mátti ekki miklu muna að þær frænkur færu saman til Parísar. Erna er handviss um að Eygló Fanndal Sturludóttir komist á Ólympíuleikana 2028.IWF/G. Scala „Við eignumst keppanda á næstu Ólympíuleikum. Því miður vorum við með tærnar á línunni að þessu sinni. Það er gaman að segja frá því að þetta er litla frænka og við vorum alveg búnar að ákveða að vera þarna saman. Það tókst ekki alveg en það munaði sorglega litlu,“ sagði Erna. „Það eru alltaf næstu leikar og við eigum hana og fleira mjög efnilegt íþróttafólk þannig við förum miklu fleiri næst.“
Lyftingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira