Fótbolti

„Lang­þráð mark sem kom á frá­bærum tíma“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir var augljóslega létt eftir markið sem hún skoraði. 
Ingibjörg Sigurðardóttir var augljóslega létt eftir markið sem hún skoraði.  Vísir/Anton Brink

Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaðurinn öflugi, valdi aldeilis tímann til þess að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Ingibjörg kom íslenska liðinu á bragðið í sögulegum sigri gegn Þýskalandi. Sigurinn fleytti liðinu í lokaeppni EM sem haldið verður í Sviss árið 2025. 

„Það er gríðarlegur léttir að hafa loksins náð að brjóta ísinn og skora fyrir landsliðið. Ég er búinn að bíða eftir þessu mjög lengi og það skemmir ekki fyrir að markið hafi komið í svona stórum sigri. Ég er mjög sátt,“ sagði Ingibjörg sem skoraði með góðum skalla eftir hornspyrnu Karólínar Leu Vilhjálmsdóttir. 

„Við náðum að halda þeim vel frá markinu og þá sérstaklega í seinni háflleik. Þær voru að komast í ákveðin svæði í fyrri hálfleik en við fórum yfir það í hálfleik og lokuðum á það í seinni. Liðsframmistaðan var gjörsamlega stórkostleg,“ sagði miðvörðurinn sterki. 

„Að spila fyrir framan svona áhorfendur gefur rosalega mikið og liðið bara small saman í þessum leik. Við með gott plan og þjálfarateymið á mikið hrós skilið fyrir undirbúningsvinnu sína. Að þessu sinni náðum við að loka á styrkleika þeirra og herja á veikleika þeirra. Þetta var bara liðssigur,“ sagði Ingibjörg. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×