Skúli í Subway reisir glæsihótel við Jökulsárlón Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. júlí 2024 17:29 Athafnamaðurinn Skúli Gunnar Sigfússon, oft kenndur við Subway, hefur opnað glæsilegt hótel við Jökulsárlón í Suðursveit í Hornafirði. Sigurjón Andrésson Nýtt hótel sem nefnist Hótel Jökulsárlón, eða Glacier Lagoon Hotel á ensku, er risið á Reynivöllum við Jökulsárlón í Suðursveit í Hornafirði. Skúli Gunnar Sigfússon, sem oft er kenndur við Subway, er eigandi. Skúli segir að hugmyndin að þessu hóteli hafi kviknað árið 2015, en þá keypti hann jörðina Reynivelli ásamt frænda sínum. Þetta hafi verið í undirbúningi síðan. „Það komu ýmis vandamál upp, þar á meðal Covid, skipulagsmál og svoleiðis. En það tókst svo að byggja þetta á fjórtán mánuðum, þegar að þessu kom,“ segir Skúli. Hótelið opnaði í fyrsta sinn þann 25. júní, en ekki öll herbergin til að byrja með. „Við gerðum þetta í lotum til að leyfa starfsfólki að aðlagast og svona,“ segir Skúli. Nú sé búið að opna fyrir öll herbergin, en það sé enn verið að byggja heitu pottana og gufuna. „Það verður tilbúið eftir svona tvær vikur.“ Hótelið fellur vel að umhverfinu, sem er ekki af verri endanum.Sigurjón Andrésson Herbergin eru 120, og þar af eru átta svítur. Um er að ræða tvær álmur á tveimur hæðum. Fjölskyldan í þessu saman Skúli rekur hótelið ásamt konu sinni og tveimur dætrum. Hann segir að hingað til hafi þetta gengið mjög vel hjá þeim, alveg áfallalaust. Veitingastaðurinn á hótelinu heitir Gunna á leiti, eftir ömmu Skúla sem bjó á leiti í Suðursveit. Skúli er ættaður úr Suðursveit, þar sem pabbi hans var fæddur og uppalinn. Amma hans hét Guðrún og bjó á bænum leiti, kölluð Gunna á leiti. Þar var Skúli í sveit til margra ára. Veitingastaðurinn heiti Gunna á Leiti, til höfuðs ömmu Skúla. Veitingastaðurinn er opinn öllum.Sigurjón Andrésson Skúli hefur nú átt lögheimili í Suðursveit í fimm ár, og segist vera þar mjög mikið. Hann segir viðtökurnar við hótelinu betri en hann þorði að vona, bókunarstaðan sé mjög góð. „Við höfum náttúrulega ekkert mikinn samanburð en við erum mjög sátt við byrjunina,“ segir Skúli. Fagnar skemmtilegri viðbót í hótelflóru sveitarfélagsins Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Hornafjarðar, segir með ólíkindum hvað hótelið fellur vel inn í umhverfið, og fagnar skemmtilegri viðbót í annars fjölbreytta flóru gististaða og afþreyingar í sveitarfélaginu. „Ferðaþjónustan er önnur meginstoðin undir atvinnulífinu í Hornafirði, og í sveitarfélaginu eru mörg flott hótel og glæsileg ferðaþjónusta,“ segir Sigurjón. Hann segir að á hverri einustu nóttu gisti jafnmargir á hótelum og gististöðum í sveitarfélaginu og allir íbúar sveitarfélagsins. Þá séu ótaldir þeir sem eru í tjöldum, ferðavögnum og keyra í gegnum sveitarfélagið. Maður hefur séð það verra.Sigurjón Andrésson Gamla vél afa Skúla til sýnis. „Gamli gráni frá leiti“Sigurjón Andrésson Glæsileg setustofa.Sigurjón Andrésson Hér getur maður tyllt sér og fengið sér drykk.Sigurjón Andrésson Þessi sófi er tilvalinn til dæmis til að sitja í og bíða meðan makinn er ennþá að gera sig til uppi í herbergi.Sigurjón Andrésson Efri hæðin.Sigurjón Andrésson Ætli maður geti fengið nóg af þessu útsýni?Sigurjón Andrésson Rölt um svæðið.Sigurjón Andrésson Sveitarfélagið Hornafjörður Hótel á Íslandi Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að munað hafi litlu á tilboðum bankanna Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Skúli segir að hugmyndin að þessu hóteli hafi kviknað árið 2015, en þá keypti hann jörðina Reynivelli ásamt frænda sínum. Þetta hafi verið í undirbúningi síðan. „Það komu ýmis vandamál upp, þar á meðal Covid, skipulagsmál og svoleiðis. En það tókst svo að byggja þetta á fjórtán mánuðum, þegar að þessu kom,“ segir Skúli. Hótelið opnaði í fyrsta sinn þann 25. júní, en ekki öll herbergin til að byrja með. „Við gerðum þetta í lotum til að leyfa starfsfólki að aðlagast og svona,“ segir Skúli. Nú sé búið að opna fyrir öll herbergin, en það sé enn verið að byggja heitu pottana og gufuna. „Það verður tilbúið eftir svona tvær vikur.“ Hótelið fellur vel að umhverfinu, sem er ekki af verri endanum.Sigurjón Andrésson Herbergin eru 120, og þar af eru átta svítur. Um er að ræða tvær álmur á tveimur hæðum. Fjölskyldan í þessu saman Skúli rekur hótelið ásamt konu sinni og tveimur dætrum. Hann segir að hingað til hafi þetta gengið mjög vel hjá þeim, alveg áfallalaust. Veitingastaðurinn á hótelinu heitir Gunna á leiti, eftir ömmu Skúla sem bjó á leiti í Suðursveit. Skúli er ættaður úr Suðursveit, þar sem pabbi hans var fæddur og uppalinn. Amma hans hét Guðrún og bjó á bænum leiti, kölluð Gunna á leiti. Þar var Skúli í sveit til margra ára. Veitingastaðurinn heiti Gunna á Leiti, til höfuðs ömmu Skúla. Veitingastaðurinn er opinn öllum.Sigurjón Andrésson Skúli hefur nú átt lögheimili í Suðursveit í fimm ár, og segist vera þar mjög mikið. Hann segir viðtökurnar við hótelinu betri en hann þorði að vona, bókunarstaðan sé mjög góð. „Við höfum náttúrulega ekkert mikinn samanburð en við erum mjög sátt við byrjunina,“ segir Skúli. Fagnar skemmtilegri viðbót í hótelflóru sveitarfélagsins Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Hornafjarðar, segir með ólíkindum hvað hótelið fellur vel inn í umhverfið, og fagnar skemmtilegri viðbót í annars fjölbreytta flóru gististaða og afþreyingar í sveitarfélaginu. „Ferðaþjónustan er önnur meginstoðin undir atvinnulífinu í Hornafirði, og í sveitarfélaginu eru mörg flott hótel og glæsileg ferðaþjónusta,“ segir Sigurjón. Hann segir að á hverri einustu nóttu gisti jafnmargir á hótelum og gististöðum í sveitarfélaginu og allir íbúar sveitarfélagsins. Þá séu ótaldir þeir sem eru í tjöldum, ferðavögnum og keyra í gegnum sveitarfélagið. Maður hefur séð það verra.Sigurjón Andrésson Gamla vél afa Skúla til sýnis. „Gamli gráni frá leiti“Sigurjón Andrésson Glæsileg setustofa.Sigurjón Andrésson Hér getur maður tyllt sér og fengið sér drykk.Sigurjón Andrésson Þessi sófi er tilvalinn til dæmis til að sitja í og bíða meðan makinn er ennþá að gera sig til uppi í herbergi.Sigurjón Andrésson Efri hæðin.Sigurjón Andrésson Ætli maður geti fengið nóg af þessu útsýni?Sigurjón Andrésson Rölt um svæðið.Sigurjón Andrésson
Sveitarfélagið Hornafjörður Hótel á Íslandi Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að munað hafi litlu á tilboðum bankanna Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent