Íslenski boltinn

Njarð­víkingar töpuðu stigum á móti botnliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Njarðvíkingar hafa tapað tíu stigum í síðustu fjórum leikjum sínum og eru að missa Fjölnismenn fram úr sér í baráttunni um toppsætið.
Njarðvíkingar hafa tapað tíu stigum í síðustu fjórum leikjum sínum og eru að missa Fjölnismenn fram úr sér í baráttunni um toppsætið. @njardvikfc

Njarðvík tapaði stigum í fjórða leiknum í röð í Lengjudeild karla í fótbolta í dag eftir markalaust jafntefli á móti sameiginlegu liði Dalvikur og Reynis.

Leikurinn fór fram á Dalvíkurvelli en heimamenn eru á botni deildarinnar með aðeins einn sigur í tólf leikjum og sá sigur kom í fyrsta leik.

Njarðvíkingar náðu ekki að nýta sér það og hafa ekki unnið deildarleik í næstum því heilan mánuð.

Liðin fundu ekki leiðina í markið í dag í rokleik en þrátt fyrir að gestirnir hafi verið meira með boltann þó ógnuðu heimamenn þeim líka.

Njarðvík vann sex af fyrstu átta leikjum sínum í sumar en hefur nú aðeins náð í tvö stig út úr síðustu fjórum leikjum.

Fyrir vikið hafa Fjölnismenn sex stiga forskot á Njarðvík á toppi Lengjudeildarinnar.

Njarðvíkingar eru enn í öðru sætinu, tveimur stigum á undan liðum ÍBV og ÍR.

Dalvík/Reynir er á botninum með átta stig, tveimur stigum á eftir Gróttu en fjórum stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×