Segir „óeðlilegan hagsmunaárekstur“ við mat á sakhæfi áhyggjuefni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. júlí 2024 20:00 Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu. Vísir/Ívar Fannar Það tíðkast að sömu geðlæknar leggi mat á sakhæfi einstaklinga fyrir dómstólum og sem sinna myndu þeim á réttargeðdeild. Þetta skapar óeðlilegan hagsmunaárekstur að mati formanns Afstöðu. Alvarlegt ástand ríki í geðheilbrigðismálum fanga. Umræða um geðheilbrigði fanga er ekki ný af nálinni en formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, segist merkja mikla hnignun á andlegri heilsu fanga sem hafa verið lengi í afplánun og þeirra sem sátu inni á tímum heimsfaraldurs. „Við vöruðum viðþessu á sínum tíma. Þáverandi dómsmálaráðherra gaf ekki mikið fyrir þetta og gaf lítið fyrir okkar skoðanir en nú er bara staðreyndin að koma í ljós. Þetta er mjög alvarlegt ástand og mikiðáhyggjuefni hvað við sjáum marga sem eru að fara mjög alvarlega núna út úr sinni fangavist,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Stjórnvöld séu að einhverju leiti að taka við sér. En í sumum tilfellum sé brugðist við of seint. „Það skortir ekki á vilja hjá fangelsismálayfirvöldum og í raun og veru er heilbrigðisráðherrann í dag með nefndir eða vinnuhópa sem eru að vinna akkúrat íþessum málum. Það má hrósa þeim fyrir hvaðþeir eru að bregðast við núna. En vandamálið er aðþað er bara allt of seint og þar má kenna um þeim sem stjórna fangelsismálum íþví ráðuneyti áður fyrr og á tímum covid þegar var verið að benda áþessa hluti,“ segir Guðmundur. „Óeðlileg“ staða við mat á sakhæfi Nokkur umræða hefur jafnframt skapast að undanförnu um mat á sakhæfi og hvernig því er háttað við meðferð sakamála hér á landi. Við mat á sakhæfi fyrir dómstólum eru geðlæknar stundum kvaddir fyrir dóm til að leggja faglegt mat á sakhæfi einstaklinga sem grunaðir eru um afbrot. Dómstólar hafa þó endanlegt úrskurðarvald viðákvörðun um sakhæfi, þótt mat geðlæknis sé oft haft að leiðarljósi. Það hvort einstaklingur er metinn sakhæfur eða ekki ræður svo því hvort viðkomandi sé vistaður í fangelsi eða öðru úrræði á borð við réttargeðdeild sem hefur það hlutverk að meðhöndla ósakhæfa einstaklinga. „Það er svolítið slæm staða áþví líka en það er kannski því um að kenna, það er smæðin. Við erum svo fá og það eru svo fáir geðlæknar sem taka að sér geðhæfismat. Og þar af leiðandi eru þetta oft sömu einstaklingarnir sem eru aðákveða sakhæfi og hvort þeir eigi síðan að vera hjá sinni stofnun eða einhvers staðar annarsstaðar og það er óeðlilegt að okkar mati og þarf að laga. En það er erfitt,“ segir Guðmundur Ingi. Þetta segir hann að feli „klárlega“í sér ákveðinn hagsmunaárekstur. Þetta skapi aðstæður þar sem geðlæknir er íþeirri stöðu að leggja mat á einstakling fyrir dómi, sem beinlínis getur haft áhrif áákvörðun um sakhæfi og það hvort viðkomandi verði skjólstæðingur sama læknis á réttargeðdeild. Guðmundur segir að Afstaða hafi gert athugasemdir viðþetta áýmsum vettvangi, meðal annars í greinaskrifum, á læknadögum og á fundum og í vinnuhópum á vegum ráðuneyta sem samtökin taka þátt í. Þá segir Guðmundur stöðu andlega veikra fanga sem vistaðir eru íöryggisklefum fangelsa vera sorglega. „Þá eru þeir vistaðir með ekki stól, ekki klukku og ekki gluggatjöld og þetta getur verið hættulegt og er í raun og veru pyndingar og er ekki til þess að lækna fólk, fólk kemur ekki betra úr þessum aðstæðum,“ segir Guðmundur. Fangelsismál Geðheilbrigði Dómstólar Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Bankinn hafi frumkvæði að yfirferð og endurgreiðslu Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Sjá meira
Umræða um geðheilbrigði fanga er ekki ný af nálinni en formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, segist merkja mikla hnignun á andlegri heilsu fanga sem hafa verið lengi í afplánun og þeirra sem sátu inni á tímum heimsfaraldurs. „Við vöruðum viðþessu á sínum tíma. Þáverandi dómsmálaráðherra gaf ekki mikið fyrir þetta og gaf lítið fyrir okkar skoðanir en nú er bara staðreyndin að koma í ljós. Þetta er mjög alvarlegt ástand og mikiðáhyggjuefni hvað við sjáum marga sem eru að fara mjög alvarlega núna út úr sinni fangavist,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Stjórnvöld séu að einhverju leiti að taka við sér. En í sumum tilfellum sé brugðist við of seint. „Það skortir ekki á vilja hjá fangelsismálayfirvöldum og í raun og veru er heilbrigðisráðherrann í dag með nefndir eða vinnuhópa sem eru að vinna akkúrat íþessum málum. Það má hrósa þeim fyrir hvaðþeir eru að bregðast við núna. En vandamálið er aðþað er bara allt of seint og þar má kenna um þeim sem stjórna fangelsismálum íþví ráðuneyti áður fyrr og á tímum covid þegar var verið að benda áþessa hluti,“ segir Guðmundur. „Óeðlileg“ staða við mat á sakhæfi Nokkur umræða hefur jafnframt skapast að undanförnu um mat á sakhæfi og hvernig því er háttað við meðferð sakamála hér á landi. Við mat á sakhæfi fyrir dómstólum eru geðlæknar stundum kvaddir fyrir dóm til að leggja faglegt mat á sakhæfi einstaklinga sem grunaðir eru um afbrot. Dómstólar hafa þó endanlegt úrskurðarvald viðákvörðun um sakhæfi, þótt mat geðlæknis sé oft haft að leiðarljósi. Það hvort einstaklingur er metinn sakhæfur eða ekki ræður svo því hvort viðkomandi sé vistaður í fangelsi eða öðru úrræði á borð við réttargeðdeild sem hefur það hlutverk að meðhöndla ósakhæfa einstaklinga. „Það er svolítið slæm staða áþví líka en það er kannski því um að kenna, það er smæðin. Við erum svo fá og það eru svo fáir geðlæknar sem taka að sér geðhæfismat. Og þar af leiðandi eru þetta oft sömu einstaklingarnir sem eru aðákveða sakhæfi og hvort þeir eigi síðan að vera hjá sinni stofnun eða einhvers staðar annarsstaðar og það er óeðlilegt að okkar mati og þarf að laga. En það er erfitt,“ segir Guðmundur Ingi. Þetta segir hann að feli „klárlega“í sér ákveðinn hagsmunaárekstur. Þetta skapi aðstæður þar sem geðlæknir er íþeirri stöðu að leggja mat á einstakling fyrir dómi, sem beinlínis getur haft áhrif áákvörðun um sakhæfi og það hvort viðkomandi verði skjólstæðingur sama læknis á réttargeðdeild. Guðmundur segir að Afstaða hafi gert athugasemdir viðþetta áýmsum vettvangi, meðal annars í greinaskrifum, á læknadögum og á fundum og í vinnuhópum á vegum ráðuneyta sem samtökin taka þátt í. Þá segir Guðmundur stöðu andlega veikra fanga sem vistaðir eru íöryggisklefum fangelsa vera sorglega. „Þá eru þeir vistaðir með ekki stól, ekki klukku og ekki gluggatjöld og þetta getur verið hættulegt og er í raun og veru pyndingar og er ekki til þess að lækna fólk, fólk kemur ekki betra úr þessum aðstæðum,“ segir Guðmundur.
Fangelsismál Geðheilbrigði Dómstólar Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Bankinn hafi frumkvæði að yfirferð og endurgreiðslu Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Sjá meira