Erlent

Musk styður Trump

Jón Þór Stefánsson skrifar
Elon Musk hefur lýst yfir stuðningi við Donald Trump.
Elon Musk hefur lýst yfir stuðningi við Donald Trump. Getty

Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur farið mikinn á eigin samfélagsmiðli, X, í kjölfar skotárásar sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi. Musk lýsir yfir stuðningi við Trump.

„Ég styð Trump forseta heilshugar og vona að hann ná skjótum bata,“ segir í færslu Musk á X.

„Síðasti frambjóðandi sem var svona harður af sér var Theodore Roosevelt,“ segir í öðru innleggi hans.

Jafnframt gagnrýnir Musk fyrirkomulag öryggismála á kosningafundinum þar sem skotárásin átti sér stað. Hann hefur sagt að yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar ætti að segja af sér, sem og sá sem var yfir öryggismálum á vettvangi.

„Annað hvort var þetta algjört vanhæfi eða gert með ráðum.“

Bloomberg greindi frá því í fyrradag að Musk hefði lagt fram mjög álítlega upphæð til stuðningsmannahóps Trumps


Tengdar fréttir

Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti var fluttur á sjúkrahús í snarhasti eftir að skotum var hleypt af á kosningafundi í Pennsylvaníuríki í kvöld. Þátttakandi á fundinum lét lífið og annar var fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir árásina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×