Kólumbíski þjálfarinn ósáttur við Shakiru tónleika í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 11:31 Nestor Lorenzo, þjálfari Kólumbíu og stærsta tónlistarstjarn þjóðarinnar, Shakira. Getty/Gilbert Flores&EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Nestor Lorenzo, þjálfari Kólumbíu, bættist í hóp þeirra þjálfara sem hafa gagnrýnt skipulag og umgjörð Suðurameríkukeppninnar sem fer fram í Bandaríkjunum og klárast með úrslitaleik seint í kvöld. Lærisveinar Lorenzo mæta þá Argentínu í úrslitaleiknum á Hard Rock Stadium í Miami. Keppnin fer fram í Bandaríkjunum og eins og við þekkjum vel úr Super Bowl og NFL deildinni þá eru Bandaríkjamenn mjög hrifnir að vera með tónleika í hálfleik á úrslitaleikjum. Svo er einnig nú. Colombia coach Lorenzo upset over extended half-time break for Shakira show https://t.co/Ud0oYIFu8g pic.twitter.com/y4dvhqC4Qd— Reuters (@Reuters) July 14, 2024 Lorenzo er þó allt annað en sáttur með það að hálfleikurinn lengist úr hefðbundnum fimmtán mínútum upp í 25 mínútur vegna tónleikanna. Hann er þó ekki að kvarta yfir skemmtikraftinum sem er kólumbíska söngkonan Shakira. „Ég vona að þið njótið tónleikanna því Shakira er frábær,“ sagði Nestor Lorenzo á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn. „Ég skil þetta samt ekki. Ég vildi óska þess að þetta væri bara eins og í öllum hinum leikjunum á mótinu. Þegar við komum út eftir sextán mínútur þá fáum við refsingu en núna eru tónleikar í gangi og þá er allt í lagi að við komum út eftir tuttugu mínútur,“ sagði Lorenzo. „Leikmenn kólna niður en það verður þannig hjá báðum liðum. Ég var bara að frétta það í dag að þetta yrði svona,“ sagði Lorenzo. Knattspyrnusamband Suður-Ameríku hefur verið duglegt að refsa þjálfurum fyrir of langar hálfleiksræður. 😒 Néstor Lorenzo, DT de Colombia 🇨🇴, se mostró desconcertado ante la noticia de que el entretiempo de la FINAL durará más de lo habitual producto del show de mediotiempo de Shakira🗣️ "Ahora resulta que hay un espectáculo y podemos salir al minuto 20 o 25, con la incidencia que… pic.twitter.com/zv7UiWu6lK— Diario Olé (@DiarioOle) July 14, 2024 Lionel Scaloni (Argentína), Ricardo Gareca (Síle), Marcelo Bielsa (Úrúgvæ) og Fernando Batista (Venesúela) fengu allir eins leiks bann fyrir að skila sínum leikmönnum of seint út á völl eftir hálfleik. Auk þess fengu öll sérsamböndin fimmtán þúsund dollara sekt sem eru um tvær milljónir íslenskra króna. Ein önnur breyting er í úrslitaleiknum. Hingað til í keppninni hefur verið farið beint í vítakeppni ef leikirnir í útsláttarkeppninni enda með jafntefli en í úrslitaleiknum verður framlenging eins og við þekkjum úr Evrópukeppninni. Copa América Kólumbía Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjá meira
Lærisveinar Lorenzo mæta þá Argentínu í úrslitaleiknum á Hard Rock Stadium í Miami. Keppnin fer fram í Bandaríkjunum og eins og við þekkjum vel úr Super Bowl og NFL deildinni þá eru Bandaríkjamenn mjög hrifnir að vera með tónleika í hálfleik á úrslitaleikjum. Svo er einnig nú. Colombia coach Lorenzo upset over extended half-time break for Shakira show https://t.co/Ud0oYIFu8g pic.twitter.com/y4dvhqC4Qd— Reuters (@Reuters) July 14, 2024 Lorenzo er þó allt annað en sáttur með það að hálfleikurinn lengist úr hefðbundnum fimmtán mínútum upp í 25 mínútur vegna tónleikanna. Hann er þó ekki að kvarta yfir skemmtikraftinum sem er kólumbíska söngkonan Shakira. „Ég vona að þið njótið tónleikanna því Shakira er frábær,“ sagði Nestor Lorenzo á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn. „Ég skil þetta samt ekki. Ég vildi óska þess að þetta væri bara eins og í öllum hinum leikjunum á mótinu. Þegar við komum út eftir sextán mínútur þá fáum við refsingu en núna eru tónleikar í gangi og þá er allt í lagi að við komum út eftir tuttugu mínútur,“ sagði Lorenzo. „Leikmenn kólna niður en það verður þannig hjá báðum liðum. Ég var bara að frétta það í dag að þetta yrði svona,“ sagði Lorenzo. Knattspyrnusamband Suður-Ameríku hefur verið duglegt að refsa þjálfurum fyrir of langar hálfleiksræður. 😒 Néstor Lorenzo, DT de Colombia 🇨🇴, se mostró desconcertado ante la noticia de que el entretiempo de la FINAL durará más de lo habitual producto del show de mediotiempo de Shakira🗣️ "Ahora resulta que hay un espectáculo y podemos salir al minuto 20 o 25, con la incidencia que… pic.twitter.com/zv7UiWu6lK— Diario Olé (@DiarioOle) July 14, 2024 Lionel Scaloni (Argentína), Ricardo Gareca (Síle), Marcelo Bielsa (Úrúgvæ) og Fernando Batista (Venesúela) fengu allir eins leiks bann fyrir að skila sínum leikmönnum of seint út á völl eftir hálfleik. Auk þess fengu öll sérsamböndin fimmtán þúsund dollara sekt sem eru um tvær milljónir íslenskra króna. Ein önnur breyting er í úrslitaleiknum. Hingað til í keppninni hefur verið farið beint í vítakeppni ef leikirnir í útsláttarkeppninni enda með jafntefli en í úrslitaleiknum verður framlenging eins og við þekkjum úr Evrópukeppninni.
Copa América Kólumbía Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjá meira