Kólumbíski þjálfarinn ósáttur við Shakiru tónleika í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 11:31 Nestor Lorenzo, þjálfari Kólumbíu og stærsta tónlistarstjarn þjóðarinnar, Shakira. Getty/Gilbert Flores&EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Nestor Lorenzo, þjálfari Kólumbíu, bættist í hóp þeirra þjálfara sem hafa gagnrýnt skipulag og umgjörð Suðurameríkukeppninnar sem fer fram í Bandaríkjunum og klárast með úrslitaleik seint í kvöld. Lærisveinar Lorenzo mæta þá Argentínu í úrslitaleiknum á Hard Rock Stadium í Miami. Keppnin fer fram í Bandaríkjunum og eins og við þekkjum vel úr Super Bowl og NFL deildinni þá eru Bandaríkjamenn mjög hrifnir að vera með tónleika í hálfleik á úrslitaleikjum. Svo er einnig nú. Colombia coach Lorenzo upset over extended half-time break for Shakira show https://t.co/Ud0oYIFu8g pic.twitter.com/y4dvhqC4Qd— Reuters (@Reuters) July 14, 2024 Lorenzo er þó allt annað en sáttur með það að hálfleikurinn lengist úr hefðbundnum fimmtán mínútum upp í 25 mínútur vegna tónleikanna. Hann er þó ekki að kvarta yfir skemmtikraftinum sem er kólumbíska söngkonan Shakira. „Ég vona að þið njótið tónleikanna því Shakira er frábær,“ sagði Nestor Lorenzo á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn. „Ég skil þetta samt ekki. Ég vildi óska þess að þetta væri bara eins og í öllum hinum leikjunum á mótinu. Þegar við komum út eftir sextán mínútur þá fáum við refsingu en núna eru tónleikar í gangi og þá er allt í lagi að við komum út eftir tuttugu mínútur,“ sagði Lorenzo. „Leikmenn kólna niður en það verður þannig hjá báðum liðum. Ég var bara að frétta það í dag að þetta yrði svona,“ sagði Lorenzo. Knattspyrnusamband Suður-Ameríku hefur verið duglegt að refsa þjálfurum fyrir of langar hálfleiksræður. 😒 Néstor Lorenzo, DT de Colombia 🇨🇴, se mostró desconcertado ante la noticia de que el entretiempo de la FINAL durará más de lo habitual producto del show de mediotiempo de Shakira🗣️ "Ahora resulta que hay un espectáculo y podemos salir al minuto 20 o 25, con la incidencia que… pic.twitter.com/zv7UiWu6lK— Diario Olé (@DiarioOle) July 14, 2024 Lionel Scaloni (Argentína), Ricardo Gareca (Síle), Marcelo Bielsa (Úrúgvæ) og Fernando Batista (Venesúela) fengu allir eins leiks bann fyrir að skila sínum leikmönnum of seint út á völl eftir hálfleik. Auk þess fengu öll sérsamböndin fimmtán þúsund dollara sekt sem eru um tvær milljónir íslenskra króna. Ein önnur breyting er í úrslitaleiknum. Hingað til í keppninni hefur verið farið beint í vítakeppni ef leikirnir í útsláttarkeppninni enda með jafntefli en í úrslitaleiknum verður framlenging eins og við þekkjum úr Evrópukeppninni. Copa América Kólumbía Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Sjá meira
Lærisveinar Lorenzo mæta þá Argentínu í úrslitaleiknum á Hard Rock Stadium í Miami. Keppnin fer fram í Bandaríkjunum og eins og við þekkjum vel úr Super Bowl og NFL deildinni þá eru Bandaríkjamenn mjög hrifnir að vera með tónleika í hálfleik á úrslitaleikjum. Svo er einnig nú. Colombia coach Lorenzo upset over extended half-time break for Shakira show https://t.co/Ud0oYIFu8g pic.twitter.com/y4dvhqC4Qd— Reuters (@Reuters) July 14, 2024 Lorenzo er þó allt annað en sáttur með það að hálfleikurinn lengist úr hefðbundnum fimmtán mínútum upp í 25 mínútur vegna tónleikanna. Hann er þó ekki að kvarta yfir skemmtikraftinum sem er kólumbíska söngkonan Shakira. „Ég vona að þið njótið tónleikanna því Shakira er frábær,“ sagði Nestor Lorenzo á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn. „Ég skil þetta samt ekki. Ég vildi óska þess að þetta væri bara eins og í öllum hinum leikjunum á mótinu. Þegar við komum út eftir sextán mínútur þá fáum við refsingu en núna eru tónleikar í gangi og þá er allt í lagi að við komum út eftir tuttugu mínútur,“ sagði Lorenzo. „Leikmenn kólna niður en það verður þannig hjá báðum liðum. Ég var bara að frétta það í dag að þetta yrði svona,“ sagði Lorenzo. Knattspyrnusamband Suður-Ameríku hefur verið duglegt að refsa þjálfurum fyrir of langar hálfleiksræður. 😒 Néstor Lorenzo, DT de Colombia 🇨🇴, se mostró desconcertado ante la noticia de que el entretiempo de la FINAL durará más de lo habitual producto del show de mediotiempo de Shakira🗣️ "Ahora resulta que hay un espectáculo y podemos salir al minuto 20 o 25, con la incidencia que… pic.twitter.com/zv7UiWu6lK— Diario Olé (@DiarioOle) July 14, 2024 Lionel Scaloni (Argentína), Ricardo Gareca (Síle), Marcelo Bielsa (Úrúgvæ) og Fernando Batista (Venesúela) fengu allir eins leiks bann fyrir að skila sínum leikmönnum of seint út á völl eftir hálfleik. Auk þess fengu öll sérsamböndin fimmtán þúsund dollara sekt sem eru um tvær milljónir íslenskra króna. Ein önnur breyting er í úrslitaleiknum. Hingað til í keppninni hefur verið farið beint í vítakeppni ef leikirnir í útsláttarkeppninni enda með jafntefli en í úrslitaleiknum verður framlenging eins og við þekkjum úr Evrópukeppninni.
Copa América Kólumbía Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Sjá meira