Innlent

Hjól­reiða­maður með opið bein­brot í Þórs­mörk

Jón Ísak Ragnarsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa
langidalur

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna slasaðrar hjólreiðakonu í Þórsmörk. Konan reyndist með opið ökklabrot. 

Hreggviður Símonarson á bakvakt aðgerðarsviðs hjá Landhelgisgæslunni staðfesti útkallið í samtali við fréttastofu.

Uppfært: Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu kemur fram að björgunarsveitir á Suðurlandi hafi verið kallaðar út á þriðja tímanum í dag vegna ökklabrotinnar konu við göngubrú í Langadal í Þórmörk. 

Björgunarsveitarmenn sem voru staddir í Þórsmörk hafi í fyrstu hlúað að konunni sem reyndist með opið beinbrot. 

Björgunarsveitir frá Rangárþingi fluttu sjúkraflutningamenn í Þórsmörk og var konan undirbúin fyrir flutning með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Aðgerðum lauk skömmu eftir klukkan fjögur. 

Landsbjörg
Landsbjörg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×