Fótbolti

Myndir: Ökklinn á Messi stokkbólginn er hann var tekinn af velli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Lionel Messi þurfti að fara meiddur af velli í úrslitaleik Copa America í nótt.
Lionel Messi þurfti að fara meiddur af velli í úrslitaleik Copa America í nótt. Samsett

Lionel Messi þurfti að fara meiddur af velli eftir rúmlega klukkutíma leik er Argentína tryggði sér sigur á Copa America annað mótið í röð í nótt.

Argentína vann 1-0 sigur gegn Kólumbíu í frestuðum og framlengdum úrslitaleik í nótt þar sem Lautaro Martinez skoraði eina mark leiksins eftir stoðsendingu frá Giovani Lo Celso á 112. mínútu.

Stærsta stjarna argentínska liðsins, og ein stærsta fótboltastjarna heims, Lionel Messi, get þó ekki klárað leikinn. Hann var tekinn af velli á 66. mínútu vegna meiðsla og inn á í hans stað kom Nicolas Gonzalez, leikmaður Fiorentina.

Messi var augljóslega þjáður og tilfinningarnar báru hann ofurliði þegar hann var tekinn af velli. Hann gat þó tekið gleði sína á ný þegar Lautaro Martinez kom argentínska liðinu í forystu í seinni hálfleik framlengingar og tryggði Argentínumönnum um leið titilinn.

Glöggir ljósmyndarar náðu myndum af meiðslum Messi og má sjá þær hér fyrir neðan. Þar má sjá Messi sitja á bekknum í einum sokk, en hægri ökklinn á leikmanninum er stokkbólginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×