Uppfært 12:29
Í yfirlýsingu lögreglunnar segir að Slater gæti hafa látist eftir að hafa hrapað niður brattlendi á svæðinu sem hann fannst. Beðið er niðurstaðna úr krufningu sem getur staðfest þetta.
Þetta hefur Sky eftir lögregluyfirvöldum á Tenerife. Hinn nítján ára gamli Slater var mættur til Tenerife ásamt vinum sínum til að fara á tónlistarhátíðina NRC. Ekkert hefur spurst til hans frá morgni 17. júní, þegar hann hringdi í vin sinn, sagði honum að hann ætlaði að ganga heim á leið af hátíðinni og að síminn hans væri við það að verða rafmagnslaus.