Erlent

Lík Jay Slater fundið

Árni Sæberg skrifar
Leitin að Slater var umfangsmikil og fjölmargir viðbragðsaðilar komu að henni.
Leitin að Slater var umfangsmikil og fjölmargir viðbragðsaðilar komu að henni. Vísir

Spænska lögreglan hefur staðfest að líkið sem fannst af manni á Tenerife fyrr í dag er af Jay Slater. Við fyrstu sýn virðist eins og um slys hafi verið að ræða.

Uppfært 12:29

Í yfirlýsingu lögreglunnar segir að Slater gæti hafa látist eftir að hafa hrapað niður brattlendi á svæðinu sem hann fannst. Beðið er niðurstaðna úr krufningu sem getur staðfest þetta.

Þetta hefur Sky eftir lögregluyfirvöldum á Tenerife. Hinn nítján ára gamli Slater var mættur til Tenerife ásamt vinum sínum til að fara á tónlistarhátíðina NRC. Ekkert hefur spurst til hans frá morgni 17. júní, þegar hann hringdi í vin sinn, sagði honum að hann ætlaði að ganga heim á leið af hátíðinni og að síminn hans væri við það að verða rafmagnslaus.


Tengdar fréttir

Leitin að Slater blásin af

Allsherjarleit að breska táningnum Jay Slater, sem hófst í gær, hefur verið blásin af. Hans hefur verið saknað á spænsku eyjunni Tenerife síðan 17. júní.

Efna til allsherjarleitar að Slater

Allsherjarleit að Bretanum Jay Slater, sem hefur verið týndur á Kanaríeyjunni Tenerife í tæpar tvær vikur, fer fram í dag. Sjálfboðaliðar víða af eyjunni hafa verið kallaðir út til að aðstoða við leitina. 

Óttast að nettröll tefji rann­sókn með sam­særis­kenningum

Fjölskylda Jay Slater, unga breska mannsins sem er týndur á Tenerife, segja áhugann á máli hans á Internetinu valda þeim miklum kvíða. Þegar sé hvarf hans versta martröð allra foreldra. Þau óttast að hávaðinn á Internetinu geti tafið rannsóknina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×