Titringur á bókunarmarkaði: „Í kjörstöðu til að taka yfir þennan markað“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júlí 2024 15:29 Nokkuð hörð samkeppni hefur myndast á borðabókunarmarkaði milli Kjartans Þórissonar framkvæmdastjóra Noona og Ingu Tinnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra Dineout. vísir Markaðstorgin Dineout og Noona hafa staðið í nokkuð harðri samkeppni um hlutdeild á bókunarmarkaði síðustu misseri. Yfirlýsingarnar fljúga fyrirtækjanna á milli og Samkeppniseftirlitið hefur skorist í leikinn. Í síðustu viku komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu með bráðabirgðaákvörðun að fyrirtækið Noona hefði sennilega brotið samkeppnislög með því að reyna að ná til sín nýjum viðskipavinum með vísan til samruna Símans og Noona sem ekki hefur gengið í gegn. Þann 8. júní undirritaði Síminn kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Noona. Samkvæmt fréttatilkynningu stendur til að þróa nýjar lausnir Símans Pay inni í „vistkerfi Noona viðskiptavinum til hagsbóta“. Kjartan Þórisson framkvæmdastjóri Noona heldur áfram að vinna náið með Símanum, eins og segir í tilkynningunni. Viðskiptin voru háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem starfsmenn Noona virðast ekki hafa getað beðið eftir. Samkeppnisaðilinn Dineout kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vegna háttsemi Noona. Í kvörtun Dineout fylgdu tölvupóstar sem starfsmenn Noona höfðu sent meðal annars á viðskiptavini Dineout. „Töluvert stærra reach en Dineout“ Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er einn slíkur póstur birtur í heild sinni. Þar segir starfsmaður Noona viðskiptavininum frá kaupum Símans. „Sem þýðir það að núna erum við í kjörstöðu til að taka yfir þennan markað. Síminn er einn stærsti auglýsandi á landinu og eiga núna í kringum 96% af öllum auglýsingaskiltum á landinu því þeir keyptu fyrirtæki sem heitir Billboard. Þeir hafa heitið því að gera Noona að household nafni og blása í alla lúðra hvað það varðar,“ segir í einum tölvupósti. „Við erum í dag stærsta markaðstorg landsins með 100.000 + notendur ( 78.000 virkir og 9-12.000 sem nota það daglega ) og þar erum við með töluvert stærra reach en Dineout í dag.“ Í öðrum tölvupósti segir starfsmaður að Noona sé þegar búið að fá til sín „þessa stóru staði“ og nefnir tvo veitingastaði en nöfn þeirra hafa verið afmáð í ákvörðuninni. Noona kynnti borðabókunarkerfi sitt til leiks í maí. „Þeir [Síminn] hafa heitið því að blása í alla lúðra og koma Noona inn á flest heimili landsins í gegnum Sjónvarp Símans. Þeir eiga í dag 96% af öllum digital auglýsingaskiltum landsins og ætla að fara all in í marketing samhliða okkar eigin herferð að kynna nýja markaðstorgið okkar. Þið gætuð heldur betur fengið að taka þátt í því og njóta góðs af því marketing stunti hjá okkur.“ Við erum í dag stærsta markaðstorg landsins með 100.000 + notendur ( 78.000 virkir og 9-12.000 sem nota það daglega ) og þar erum við með töluvert stærra reach en Dineout í dag.“ Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að með þessari háttsemi sé sennilegt að fyrirtækið hafi brotið bann við því að markaðssetja samruna áður en hann hefur gengið í gegn. Síminn og Noona skuli því tafarlaust láta af allri markaðssetningu sem felur í sér hvers kyns tilboð um viðskipti við fyrirtækin. Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout segir í samtali við fréttastofu að málið sé alvarlegt en vildi ekki tjá sig frekar að svo stöddu. Fyrirtæki fari á markað til að sigra Kjartan Þórisson framkvæmdastjóri Noona segir fyrirtækið hafa lært af úrskurðinum. „Við erum að fara í gegnum þetta ferli í fyrsta sinn. Hvað þá þessi sölumaður sem vissi ekki að hann væri að gera neitt sem væri á gráu svæði. En um leið og við fáum þetta erindi frá Dineout þá stöðvum við þetta. Á sama tíma verður mikilvæg breyta í endanlegum úrskurði að, það var ekkert samráð milli Noona og Símans um að fara í þessa sameiginlegu markaðssetningu,“ segir Kjartan Þórisson. Kjartan Þórisson.vísir/vilhelm Varðandi markmið Noona að „taka yfir“ markaðinn líkir Kjartan samkeppninni við íþróttalið sem fari í alla leiki til að sigra. „Fyrirtæki fara á markað til að sigra, að sjálsögðu. Mikilvægara er að okkar markmið er að bjóða veitingahúsum og neytendum upp á annan hagstæðan valkost.“ „Þau bera höfuð og herðar yfir alla á þessum markaði. Það má segja að veitingahús séu háð bókunum í gegnum Dineout markaðstorgið enda ekki verið neinn annar valkostur,“ segir Kjartan sem vonar að samkeppnin verði neytendum fyrir bestu. Ofbauð yfirlýsing um blóðmjólkun Noona kynnti innreið sína á bókunarmarkað þann 20. maí. Í fréttatilkynningu Noona eru bókunarfyrirtækin Dineout og Booking.com nefnd sem dæmi um fyrirtæki sem þjónustuveitendur verði fljótt háðir. „Þau geta þannig orðið mjög valdamiklir milliliðir á markaðnum og í sumum tilfellum freistast til að blóðmjólka fyrirtækin. Við hjá Noona erum mjög meðvituð um þessa dýnamík og viljum ýta á móti henni,“ var haft eftir Jóni Hilmari Karlssyni stjórnarformanni Noona. Þeir Jón Hilmar og Kjartan Þórisson sögðust vera að svara ákalli veitingamanna eftir samkeppni. Inga Tinna brást ókvæða við þessum yfirlýsingum. „Ég hef alltaf getað setið á mér en nú er mér gjörsamlega ofboðið,“ sagði Inga Tinna í samtali við Vísi. Hún sagði það villandi að halda því fram opinberlega að fyrirtækið sé að féfletta veitingageirann. „Ég spyr mig hvers konar viðskiptasiðferði er við líði hjá Noona ehf. sem sendir þessa fréttatilkynningu inn og finn mig knúna til þess að leiðrétta þennan fréttaflutning,“ Inga Tinna sagði algjörlega valkvæmt fyrir alla sem nota borðabókunarkerfi Dinout að vera inni á markaðstorginu. Það hafi allir kosið það hingað til vegna þess að um algjöra og jákvæða byltingu sé að ræða. Samkeppnismál Veitingastaðir Tækni Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Í síðustu viku komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu með bráðabirgðaákvörðun að fyrirtækið Noona hefði sennilega brotið samkeppnislög með því að reyna að ná til sín nýjum viðskipavinum með vísan til samruna Símans og Noona sem ekki hefur gengið í gegn. Þann 8. júní undirritaði Síminn kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Noona. Samkvæmt fréttatilkynningu stendur til að þróa nýjar lausnir Símans Pay inni í „vistkerfi Noona viðskiptavinum til hagsbóta“. Kjartan Þórisson framkvæmdastjóri Noona heldur áfram að vinna náið með Símanum, eins og segir í tilkynningunni. Viðskiptin voru háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem starfsmenn Noona virðast ekki hafa getað beðið eftir. Samkeppnisaðilinn Dineout kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vegna háttsemi Noona. Í kvörtun Dineout fylgdu tölvupóstar sem starfsmenn Noona höfðu sent meðal annars á viðskiptavini Dineout. „Töluvert stærra reach en Dineout“ Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er einn slíkur póstur birtur í heild sinni. Þar segir starfsmaður Noona viðskiptavininum frá kaupum Símans. „Sem þýðir það að núna erum við í kjörstöðu til að taka yfir þennan markað. Síminn er einn stærsti auglýsandi á landinu og eiga núna í kringum 96% af öllum auglýsingaskiltum á landinu því þeir keyptu fyrirtæki sem heitir Billboard. Þeir hafa heitið því að gera Noona að household nafni og blása í alla lúðra hvað það varðar,“ segir í einum tölvupósti. „Við erum í dag stærsta markaðstorg landsins með 100.000 + notendur ( 78.000 virkir og 9-12.000 sem nota það daglega ) og þar erum við með töluvert stærra reach en Dineout í dag.“ Í öðrum tölvupósti segir starfsmaður að Noona sé þegar búið að fá til sín „þessa stóru staði“ og nefnir tvo veitingastaði en nöfn þeirra hafa verið afmáð í ákvörðuninni. Noona kynnti borðabókunarkerfi sitt til leiks í maí. „Þeir [Síminn] hafa heitið því að blása í alla lúðra og koma Noona inn á flest heimili landsins í gegnum Sjónvarp Símans. Þeir eiga í dag 96% af öllum digital auglýsingaskiltum landsins og ætla að fara all in í marketing samhliða okkar eigin herferð að kynna nýja markaðstorgið okkar. Þið gætuð heldur betur fengið að taka þátt í því og njóta góðs af því marketing stunti hjá okkur.“ Við erum í dag stærsta markaðstorg landsins með 100.000 + notendur ( 78.000 virkir og 9-12.000 sem nota það daglega ) og þar erum við með töluvert stærra reach en Dineout í dag.“ Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að með þessari háttsemi sé sennilegt að fyrirtækið hafi brotið bann við því að markaðssetja samruna áður en hann hefur gengið í gegn. Síminn og Noona skuli því tafarlaust láta af allri markaðssetningu sem felur í sér hvers kyns tilboð um viðskipti við fyrirtækin. Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout segir í samtali við fréttastofu að málið sé alvarlegt en vildi ekki tjá sig frekar að svo stöddu. Fyrirtæki fari á markað til að sigra Kjartan Þórisson framkvæmdastjóri Noona segir fyrirtækið hafa lært af úrskurðinum. „Við erum að fara í gegnum þetta ferli í fyrsta sinn. Hvað þá þessi sölumaður sem vissi ekki að hann væri að gera neitt sem væri á gráu svæði. En um leið og við fáum þetta erindi frá Dineout þá stöðvum við þetta. Á sama tíma verður mikilvæg breyta í endanlegum úrskurði að, það var ekkert samráð milli Noona og Símans um að fara í þessa sameiginlegu markaðssetningu,“ segir Kjartan Þórisson. Kjartan Þórisson.vísir/vilhelm Varðandi markmið Noona að „taka yfir“ markaðinn líkir Kjartan samkeppninni við íþróttalið sem fari í alla leiki til að sigra. „Fyrirtæki fara á markað til að sigra, að sjálsögðu. Mikilvægara er að okkar markmið er að bjóða veitingahúsum og neytendum upp á annan hagstæðan valkost.“ „Þau bera höfuð og herðar yfir alla á þessum markaði. Það má segja að veitingahús séu háð bókunum í gegnum Dineout markaðstorgið enda ekki verið neinn annar valkostur,“ segir Kjartan sem vonar að samkeppnin verði neytendum fyrir bestu. Ofbauð yfirlýsing um blóðmjólkun Noona kynnti innreið sína á bókunarmarkað þann 20. maí. Í fréttatilkynningu Noona eru bókunarfyrirtækin Dineout og Booking.com nefnd sem dæmi um fyrirtæki sem þjónustuveitendur verði fljótt háðir. „Þau geta þannig orðið mjög valdamiklir milliliðir á markaðnum og í sumum tilfellum freistast til að blóðmjólka fyrirtækin. Við hjá Noona erum mjög meðvituð um þessa dýnamík og viljum ýta á móti henni,“ var haft eftir Jóni Hilmari Karlssyni stjórnarformanni Noona. Þeir Jón Hilmar og Kjartan Þórisson sögðust vera að svara ákalli veitingamanna eftir samkeppni. Inga Tinna brást ókvæða við þessum yfirlýsingum. „Ég hef alltaf getað setið á mér en nú er mér gjörsamlega ofboðið,“ sagði Inga Tinna í samtali við Vísi. Hún sagði það villandi að halda því fram opinberlega að fyrirtækið sé að féfletta veitingageirann. „Ég spyr mig hvers konar viðskiptasiðferði er við líði hjá Noona ehf. sem sendir þessa fréttatilkynningu inn og finn mig knúna til þess að leiðrétta þennan fréttaflutning,“ Inga Tinna sagði algjörlega valkvæmt fyrir alla sem nota borðabókunarkerfi Dinout að vera inni á markaðstorginu. Það hafi allir kosið það hingað til vegna þess að um algjöra og jákvæða byltingu sé að ræða.
Samkeppnismál Veitingastaðir Tækni Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira