Segja Musk hyggjast styrkja Trump um 45 milljónir dala á mánuði Hólmfríður Gísladóttir og Telma Tómasson skrifa 16. júlí 2024 06:32 Trump mætti vígreifur á landsþing Repúblikana sem hófst í gær. Auður Musk er metinn á 252 milljarða dala. AP/epa Auðjöfurinn Elon Musk hyggst leggja kosningabaráttu Donald Trump til 45 milljónir dala á mánuði en hann hefur þegar gefið umtalsverðar upphæðir til framboðsins. Þetta hafa Wall Street Journal og Bloomberg eftir ónefndum heimildarmönnum sem þekkja til en Musk hafði áður sagt að hann hygðist hvorki styðja Trump né Biden. Stærsta fjárframlagið sem heyrst hefur af fyrir þessar forsetakosningar kom frá auðjöfrinum x, sem gaf 50 milljónir dala í kosningasjóð til handa Trump. Musk er sagður munu veita framlaginu í gegnum kosningasjóð sem hefur þegar verið styrktur af vinum og samstarfsmönnum hans, þeirra á meðal Joe Lonsdale. Lonsdale stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið Palantir með Peter Thiel, sem er fjárhagslegur stuðningsmaður J.D. Vance, varaforsetaefnis Trump. Sjóðurinn sem Musk hyggst gefa í, America Pac, mun meðal annars verða notaður til að auka kjörsókn Repúblikana í þeim ríkjum sem munu ráða úrslitum í kosningunum. Trump mætti á landsþing Rebúplikanaflokksins í Milwaukee í gær með sárabindi á eyranu. Honum var ákaft fagnað af þúsundum stuðningsmanna sinna, tveimur dögum eftir banatilræði við hann. Trump kom til fundarins með hnefann á lofti, sem tákn um baráttuanda sinn, og undir hljómaði lagið „God Bless the USA“, amerískt ættjarðarlag eftir kántrísöngvarann Lee Greenwood. Hann gekk hægum skrefum í gegnum mannfjöldann, en margir felldu tár og kyrjuðu „fight, fight, fight“ eða „berjast, berjast, berjast“ líkt og Trump gerði eftir tilræðið. Því næst heilsaði hann háttsettu fólki innan flokksins sem og fjölskyldu sinni, en athygli vakti að eiginkona hans, Melania var ekki viðstödd. Trump tók ekki til máls, en hlustaði á ræður og virtist snortinn yfir viðbrögðum viðstaddra. Með Trump var varaforsetaefni hans, sem tilkynnt var um í gær, James David Vance, 39 ára öldungadeildarþingmaður frá Ohio. Stuttu eftir setningu landsþingsins var Trump formlega útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins, eftir atkvæðagreiðslu með nafnakalli meðal rúmlega 2.500 fulltrúa flokksins. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Þetta hafa Wall Street Journal og Bloomberg eftir ónefndum heimildarmönnum sem þekkja til en Musk hafði áður sagt að hann hygðist hvorki styðja Trump né Biden. Stærsta fjárframlagið sem heyrst hefur af fyrir þessar forsetakosningar kom frá auðjöfrinum x, sem gaf 50 milljónir dala í kosningasjóð til handa Trump. Musk er sagður munu veita framlaginu í gegnum kosningasjóð sem hefur þegar verið styrktur af vinum og samstarfsmönnum hans, þeirra á meðal Joe Lonsdale. Lonsdale stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið Palantir með Peter Thiel, sem er fjárhagslegur stuðningsmaður J.D. Vance, varaforsetaefnis Trump. Sjóðurinn sem Musk hyggst gefa í, America Pac, mun meðal annars verða notaður til að auka kjörsókn Repúblikana í þeim ríkjum sem munu ráða úrslitum í kosningunum. Trump mætti á landsþing Rebúplikanaflokksins í Milwaukee í gær með sárabindi á eyranu. Honum var ákaft fagnað af þúsundum stuðningsmanna sinna, tveimur dögum eftir banatilræði við hann. Trump kom til fundarins með hnefann á lofti, sem tákn um baráttuanda sinn, og undir hljómaði lagið „God Bless the USA“, amerískt ættjarðarlag eftir kántrísöngvarann Lee Greenwood. Hann gekk hægum skrefum í gegnum mannfjöldann, en margir felldu tár og kyrjuðu „fight, fight, fight“ eða „berjast, berjast, berjast“ líkt og Trump gerði eftir tilræðið. Því næst heilsaði hann háttsettu fólki innan flokksins sem og fjölskyldu sinni, en athygli vakti að eiginkona hans, Melania var ekki viðstödd. Trump tók ekki til máls, en hlustaði á ræður og virtist snortinn yfir viðbrögðum viðstaddra. Með Trump var varaforsetaefni hans, sem tilkynnt var um í gær, James David Vance, 39 ára öldungadeildarþingmaður frá Ohio. Stuttu eftir setningu landsþingsins var Trump formlega útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins, eftir atkvæðagreiðslu með nafnakalli meðal rúmlega 2.500 fulltrúa flokksins.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira