Howe, Gerrard og Lampard líklegir til að taka við enska landsliðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júlí 2024 11:01 Eddie Howe, Steven Gerrard og Frank Lampard eru allir á lista enska knattspyrnusambandsins yfir mögulega arftaka Gareth Southgate. Samsett/Getty Eddie Howe, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle, er sagður vera einn af líklegustu valkostunum til að taka við enska karlalandsliðinu. Fyrr í dag bárust fregnir þess efnis að Gareth Southgate, sem hafði stýrt enska liðinu frá árinu 2016, hefði sagt starfi sínu lausu. Southgate kom enska liðinu alla leið í úrslit Evrópumótsins sem lauk síðastliðinn sunnudag, en Englendingar þurftu að sætta sig við silfur eftir tap gegn Spánverjum í úrslitum. Þetta var annað Evrópumótið í röð sem Englendingar fara í úrslit undir stjórn Southgate, en hann hefur einnig stýrt liðinu í undanúrslit HM. Þrátt fyrir gott gengi Englendinga undir hans stjórn hefur liðinu ekki tekist að vinna titil. Þá hefur leikstíll og spilamennska liðsins undir stjórn Southgate ekki heillað alla og því velta margir fyrir sér hver næstu skref verða hjá þjálfaranum. Enski miðillinn The Guardian greinir nú frá því að enska knattspyrnusambandið, FA, hafi sett saman lista yfir mögulega arftaka Southgate. 🚨🚨| Eddie Howe, Graham Potter and Thomas Tuchel will be the leading candidates to become England manager if current boss Gareth Southgate steps down. [@guardian] pic.twitter.com/kGxLoXehpY— CentreGoals. (@centregoals) July 16, 2024 Samkvæmt heimildum The Guardian eru þeir Eddie Howe, þjálfari Newcastle, Graham Potter, fyrrverandi þjálfari Chelsea og Brighton og Thomas Tuchel, fyrrverandi þjálfari Chelsea, PSG og Bayern München, meðal þeirra sem þykja líklegastir til að taka við starfinu. Þremenningarnir eru þó ekki þeir einu sem eru á lista FA yfir mögulega arftaka Southgate því miðillinn nefnir einnig þá Mauricio Pochettino, fyrrverandi þjálfara Chelsea, Tottenham og PSG, Lee Carsley, þjálfara enska U-21 árs landsliðsins og fyrrum miðjumenn enska landsliðsins, Frank Lampard og Steven Gerrard til sögunnar. Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Fleiri fréttir Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Sjá meira
Fyrr í dag bárust fregnir þess efnis að Gareth Southgate, sem hafði stýrt enska liðinu frá árinu 2016, hefði sagt starfi sínu lausu. Southgate kom enska liðinu alla leið í úrslit Evrópumótsins sem lauk síðastliðinn sunnudag, en Englendingar þurftu að sætta sig við silfur eftir tap gegn Spánverjum í úrslitum. Þetta var annað Evrópumótið í röð sem Englendingar fara í úrslit undir stjórn Southgate, en hann hefur einnig stýrt liðinu í undanúrslit HM. Þrátt fyrir gott gengi Englendinga undir hans stjórn hefur liðinu ekki tekist að vinna titil. Þá hefur leikstíll og spilamennska liðsins undir stjórn Southgate ekki heillað alla og því velta margir fyrir sér hver næstu skref verða hjá þjálfaranum. Enski miðillinn The Guardian greinir nú frá því að enska knattspyrnusambandið, FA, hafi sett saman lista yfir mögulega arftaka Southgate. 🚨🚨| Eddie Howe, Graham Potter and Thomas Tuchel will be the leading candidates to become England manager if current boss Gareth Southgate steps down. [@guardian] pic.twitter.com/kGxLoXehpY— CentreGoals. (@centregoals) July 16, 2024 Samkvæmt heimildum The Guardian eru þeir Eddie Howe, þjálfari Newcastle, Graham Potter, fyrrverandi þjálfari Chelsea og Brighton og Thomas Tuchel, fyrrverandi þjálfari Chelsea, PSG og Bayern München, meðal þeirra sem þykja líklegastir til að taka við starfinu. Þremenningarnir eru þó ekki þeir einu sem eru á lista FA yfir mögulega arftaka Southgate því miðillinn nefnir einnig þá Mauricio Pochettino, fyrrverandi þjálfara Chelsea, Tottenham og PSG, Lee Carsley, þjálfara enska U-21 árs landsliðsins og fyrrum miðjumenn enska landsliðsins, Frank Lampard og Steven Gerrard til sögunnar.
Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Fleiri fréttir Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Sjá meira