Lengi lifir í gömlum glæðum Máni Snær Þorláksson skrifar 16. júlí 2024 09:52 Camila Cabello og Shawn Mendes þann 25 september árið 2021. EPA/Peter Foley Bandaríska söngkonan Camila Cabello og kanadíski söngvarinn Shawn Mendes sáust sitja saman á úrslitaleik Copa America í Flórída um helgina. Þau hafa tvisvar byrjað og hætt aftur saman á síðustu árum en það er spurning hvort allt sé þá þrennt er. Þau Cabello og Mendes opinberuðu ástarsamband sitt í fyrsta skipti sumarið 2019 en þau höfðu þekkst í dágóðan tíma fyrir það. Orðrómur um að þau væru byrjuð að rugla saman reitum styrktist til muna eftir að þau gáfu út tónlistarmyndband fyrir lagið Señorita. Þótti einhverjum augljóst að myndbandið gæfi til kynna að þau væru meira en bara vinir. Í ágúst sama ár var orðrómurinn svo endanlega staðfestur og ljóst að þau Cabello og Mendes væru par. Rúmlega tveimur árum síðar var sambandið þó á enda. Cabello og Mendes gáfu út yfirlýsingu í nóvember árið 2021 að þau væru hætt saman. „Við höfum ákveðið að binda enda á rómantíska sambandið okkar en ást okkar á hvoru öðru sem manneskjum er sterkari en nokkru sinni fyrr,“ sagði í upphafi yfirlýsingarinnar sem birt var á Instagram. Þau sögðust hafa verið bestu vinir þegar þau byrjuðu saman og að þau ætli sér að vera það áfram. Tveimur árum eftir sambandsslitin var ljóst að þau héldu að minnsta kosti vinskapnum og raunar gott betur: Eftir að parið sást kyssast á tónlistarhátíðinni Coachella í apríl 2023 fóru fljótt að birtast myndir af þeim saman á ný. Í næsta mánuði sáust þau saman á stefnumótum á New York og Los Angeles. Það entist þó ekki lengur en svo að í júní var greint frá því að þau væru hætt saman á ný. En ljóst er að lengi lifir í gömlum glæðum því eins og fram hefur komið sátu þau saman og horfðu á Argentínu vinna Kólumbíu í úrslitaleik Copa America. Shawn Mendes and Camila Cabello spotted at the Argentina vs. Colombia Copa America game. pic.twitter.com/U8uoNMeGlm— Pop Crave (@PopCrave) July 15, 2024 Það er þó spurning hvort þetta fyrrverandi par sé að byrja saman á ný eða hvort þau séu ennþá bara einstaklega góðir vinir. Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
Þau Cabello og Mendes opinberuðu ástarsamband sitt í fyrsta skipti sumarið 2019 en þau höfðu þekkst í dágóðan tíma fyrir það. Orðrómur um að þau væru byrjuð að rugla saman reitum styrktist til muna eftir að þau gáfu út tónlistarmyndband fyrir lagið Señorita. Þótti einhverjum augljóst að myndbandið gæfi til kynna að þau væru meira en bara vinir. Í ágúst sama ár var orðrómurinn svo endanlega staðfestur og ljóst að þau Cabello og Mendes væru par. Rúmlega tveimur árum síðar var sambandið þó á enda. Cabello og Mendes gáfu út yfirlýsingu í nóvember árið 2021 að þau væru hætt saman. „Við höfum ákveðið að binda enda á rómantíska sambandið okkar en ást okkar á hvoru öðru sem manneskjum er sterkari en nokkru sinni fyrr,“ sagði í upphafi yfirlýsingarinnar sem birt var á Instagram. Þau sögðust hafa verið bestu vinir þegar þau byrjuðu saman og að þau ætli sér að vera það áfram. Tveimur árum eftir sambandsslitin var ljóst að þau héldu að minnsta kosti vinskapnum og raunar gott betur: Eftir að parið sást kyssast á tónlistarhátíðinni Coachella í apríl 2023 fóru fljótt að birtast myndir af þeim saman á ný. Í næsta mánuði sáust þau saman á stefnumótum á New York og Los Angeles. Það entist þó ekki lengur en svo að í júní var greint frá því að þau væru hætt saman á ný. En ljóst er að lengi lifir í gömlum glæðum því eins og fram hefur komið sátu þau saman og horfðu á Argentínu vinna Kólumbíu í úrslitaleik Copa America. Shawn Mendes and Camila Cabello spotted at the Argentina vs. Colombia Copa America game. pic.twitter.com/U8uoNMeGlm— Pop Crave (@PopCrave) July 15, 2024 Það er þó spurning hvort þetta fyrrverandi par sé að byrja saman á ný eða hvort þau séu ennþá bara einstaklega góðir vinir.
Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira