Innlent

Helga Vala hefur litlar á­hyggjur af málinu

Jakob Bjarnar skrifar
Helga Vala segir málið sem slegið var upp í gær verða hálfgerðan storm í vatnsglasi.
Helga Vala segir málið sem slegið var upp í gær verða hálfgerðan storm í vatnsglasi. vísir/vilhelm

Helga Vala Helgadóttir lögmaður Semu Erlu Serdoglu telur sérkennilegt að eyða tíma lögreglu í annað eins og það að rökstyðja betur ákvörðun sína um niðurfellingu máls á hendur skjólstæðingi sínum.

„Það kom ákvörðun ríkissaksóknara í gær þar sem lögreglan er beðin um að rökstyðja betur ákvörðun sína um niðurfellingu og tilkynna hvað hafi verið rannsakað. Það er ekki í þessu neinn þrunginn áfellisdómur yfir lögreglu; Hey! ekki skila niðurfellingu á máli án ess að rökstyðja það.“

Helga Vala segist hafa séð mál sem snúast um niðurfellingu á málum þar sem lögreglan er hreinlega hirt, fyrir liggi allskyns sönnunargögn og allt bendi til að lög hafi verið brotin.

„Þetta er ekkert slíkt. Þetta er bara einföld spurning, við þurfum að vita hvað þið rannsökuð, hver sakarefnin eru og við þurfum að fá það inn í rökstuðninginn.“

Helga Vala segir þetta mál hins vegar byggjast á því að það sé maður úti í bæ sem kærir frjáls félagasamtök fyrir mútubrot og ólöglega fjársöfnun.

„En hann er ekki með neinn gögn sem styðja það,“ segir Helga Vala og helst á henni að skilja að hér sé um að ræða storm í vatnsglasi. „Það er ekkert í þessu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×