Lífið

Eva segir lífið betra með Kára Stefáns

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Eva og Kári nutu lífsins saman í Barcelona.
Eva og Kári nutu lífsins saman í Barcelona. Skjáskot/Eva

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, og Eva Bryn­geirs­dótt­ir, þjálfari og jógakennari, hafa verið stinga saman nefjum undanfarna mánuði. Eva segir í færslu á Instagram að lífið sé betra með Kára. 

Eva og Kári nutu lífsins saman í Barcelona á dögunum þar sem þau fóru meðal annars á listasafnið Moco.

„Moco-safnið var skemmtilegt en steikin var enn betri. Þetta var magnað. Allt er betra með þessum,“ skrifar Eva og deilir skemmtilegri myndafærslu af þeim saman. Þar má meðal annars sjá Kára smella kossi á Evu.

Kári og Eva stunda bæði líkamsrækt af kappi og segir Eva það frábæra leið til að verja tíma saman. Gæðastundir ættu ekki aðeins að snúast um mat og hvíld. 

„Að búa til pláss fyrir heilsueflandi samveru með fjölskyldunni skapar frábær tækifæri fyrir tengslamyndun. Börn læra af því sem þau sjá okkur gera,“ segir Eva í færslu á Instagram. Þar má sjá aftan á Kára sem er líklega nýbúinn í ræktinni með Evu og fjölskyldu.

38 ára aldursmunur er á parinu. Kári er fæddur árið 1949 og Eva 1987.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.