„Covid er alltaf einhvern veginn með okkur“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 16. júlí 2024 19:18 Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar Landspítalans. Vísir Formaður farsóttanefndar Landspítalans segir fjölgun Covid-smita valda manneklu á ýmsum deildum. Heimsóknartími verður takmarkaður og kemur til greina að loka alfarið fyrir heimsóknir. Covid-smitum hefur farið fjölgandi undanfarið en eins og stendur eru 32 í einangrun vegna Covid á Landspítalanum. Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar, segir ástæðu til að rifja upp sóttvarnaráðstafanir. „Ég held að það ættu allir að rifja þetta upp. Þetta er svo einfalt og er svo áhrifaríkt að bara rjúfa smitleiðir með því að þvo sér um hendurnar og gæta sín og vera meðvitaður um að það eru alls konar veirur á sveimi.“ Covid nánast árstíðabundið Hildur segir að Covid sé núna nánast orðið árstíðabundið en smitum hefur fjölgað síðustu þrjú sumur. Veiran hefur greinst á átta deildum en Landspítalinn hefur gripið til aðgerða vegna þessa. „Við gripum til ráðstafanna í dag sem taka gildi klukkan átta í fyrramálið til að herða aðeins á okkar reglubundnu sóttvörnum. Covid hefur farið á ansi mikið flug í samfélaginu núna í sumar og undanfarnar vikur eins og reyndar síðustu sumur og auðvitað með reglubundnum hætti yfir veturinn. Covid er alltaf einhvern veginn með okkur.“ Mega ekki við því að missa nokkurn mann Meðal aðgerða til að sporna gegn fjölgun Covid-smita innan Landspítalans má nefna reglulega handhreinsun, grímuskyldu í öllum samskiptum við sjúklinga en einnig verður heimsóknartími takmarkaður. Þá verður heimilt að loka fyrir allar heimsóknir á deildum þar sem Covid-smit berast á milli fólks. Hildur segir að enginn sjúklingur sé þungt haldinn vegna Covid en að ástandið valdi manneklu á sumum deildum spítalans. „Töluvert mikið af starfsfólki er að veikjast og það er þá frá í nokkra daga því fólk fær hita og beinverki og verður lasið og þarf að liggja þetta úr sér og við megum ekki við því að missa nokkurn mann yfir hábjargræðistímann.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira
Covid-smitum hefur farið fjölgandi undanfarið en eins og stendur eru 32 í einangrun vegna Covid á Landspítalanum. Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar, segir ástæðu til að rifja upp sóttvarnaráðstafanir. „Ég held að það ættu allir að rifja þetta upp. Þetta er svo einfalt og er svo áhrifaríkt að bara rjúfa smitleiðir með því að þvo sér um hendurnar og gæta sín og vera meðvitaður um að það eru alls konar veirur á sveimi.“ Covid nánast árstíðabundið Hildur segir að Covid sé núna nánast orðið árstíðabundið en smitum hefur fjölgað síðustu þrjú sumur. Veiran hefur greinst á átta deildum en Landspítalinn hefur gripið til aðgerða vegna þessa. „Við gripum til ráðstafanna í dag sem taka gildi klukkan átta í fyrramálið til að herða aðeins á okkar reglubundnu sóttvörnum. Covid hefur farið á ansi mikið flug í samfélaginu núna í sumar og undanfarnar vikur eins og reyndar síðustu sumur og auðvitað með reglubundnum hætti yfir veturinn. Covid er alltaf einhvern veginn með okkur.“ Mega ekki við því að missa nokkurn mann Meðal aðgerða til að sporna gegn fjölgun Covid-smita innan Landspítalans má nefna reglulega handhreinsun, grímuskyldu í öllum samskiptum við sjúklinga en einnig verður heimsóknartími takmarkaður. Þá verður heimilt að loka fyrir allar heimsóknir á deildum þar sem Covid-smit berast á milli fólks. Hildur segir að enginn sjúklingur sé þungt haldinn vegna Covid en að ástandið valdi manneklu á sumum deildum spítalans. „Töluvert mikið af starfsfólki er að veikjast og það er þá frá í nokkra daga því fólk fær hita og beinverki og verður lasið og þarf að liggja þetta úr sér og við megum ekki við því að missa nokkurn mann yfir hábjargræðistímann.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira