Körfubolti

Faðir Kobe Bryant er látinn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Feðgarnir Joe og Kobe Bryant á hafnaboltaleik árið 2009. 
Feðgarnir Joe og Kobe Bryant á hafnaboltaleik árið 2009.  AP

Joe Bryant, faðir körfuboltagoðsagnarinnar Kobe Bryan heitins, er látinn 69 að aldri. Líkt og sonur hans lék Bryant í NBA-deildinni á sínum yngri árum. 

Bryant spilaði átta keppnistímabil í NBA-deildinni, með liðunum Philadelphia 76ers, San Diego Clippers og Houston Rockets. Hann lék með 76s árið 1977, þegar liðið komst í úrslit en tapaði gegn Portland Trail Blazers.Þá spilaði hann í evrópskum deildum, lengst af á Ítalíu.  

Í andlátsfrétt The Guardian segir að dánarorsök liggi ekki fyrir en að nýlega hafi hann fengið heilablóðfall. 

Kobe Bryant, sonur hans, sagði föður sinn eiga stóran þátt í eigin velgengni, hann hafi hjálpað honum að verða einn besti NBA-leikmaður sögunnar.

Andlát Kobe Bryant í ársbyrjun 2020 vakti heimsathygli en hann og þrettán ára dóttir hans létust í þyrluslysi í Los Angeles í Bandaríkjunum. Eftir andlát sonarins dró Bryant sig verulega úr sviðsljósinu, samkvæmt umfjöllun Guardian. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×