„Stanslaus barátta við það að vera ekki með menn í einangrun“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. júlí 2024 22:50 Halldór Valur Pálsson er forstöðumaður fangelsanna á Hólmsheiði og Litla Hrauni. Vísir/Sigurjón Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir slæma hegðun fanga færast í aukana. Fangelsin séu vel í stakk búin til að takast á við vandann eins og sakir standa, en haldi aukningin áfram geti skapast vandamál. Undanfarið hefur verið fjallað um mál Mohamads Korani, sem var í gær sakfelldur fyrir tilraun til manndráps, líkamsárás og fjölda valdstjórnarbrota. Þar á meðal eru hótanir í garð lögreglumanna og fangavarða, og að hrækja á fangaverði. Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir starfsmenn fangelsanna vel í stakk búna til að takast á við slík mál. „Á Litla Hrauni erum við með sérstakan öryggisgang fyrir þá sem ekki geta vistast innan um almenna fanga. Við getum einnig vistað menn tímabundið í einangrun,“ segir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður. Í samtali við fréttastofu í síðustu viku sagði fangelsismálastjóri að slæm hegðun fanga hefði færst í aukana. Halldór segir það einnig sína upplifun. Meginmarkmiðið sé að fangar komist farsællega í gegnum afplánun. Þó séu dæmi um fanga sem glími við geðsjúkdóma eða hafi verið í mikill neyslu. Því geti fylgt erfiður hegðunarvandi, sem oftast sé tímabundinn. Fangelsin ráði almennt vel við þau verkefni. Nýtt fangelsi muni breyta miklu „Ef þessum málum fer að fjölga mjög mikið og við sjáum mikla aukningu í einstaklingum með mikla þjónustuþörf, mikla þörf á aðstoð og mikinn hegðunarvanda, þá eigum við kannski erfitt með að sinna þjónustu við hina fangana jafnvel.“ Það sé þó ekki fyrsta úrræði að setja menn í einangrun, þegar þeir glími við slíkan vanda. „Þetta er stanslaus barátta við það að vera ekki með menn í einangrun. Koma þeim í einhvers konar virkni, daglega rútínu og annað,“ segir Halldór. Þar komi að sálfræðingar, félagsráðgjafar, geðheilsuteymi fangelsanna og heilsugæsla. Halldór segir nýtt fangelsi á Litlau Hrauni munu miklu breyta. „Aðstæður munu þá aðstoða okkur við það að takast á við erfiða einstaklinga, og gera í raun afplánun erfiðari einstaklinga auðveldari.“ Enn eru þónokkur ár í að nýtt fangelsi á Litla Hrauni verði tekið í gagnið, og því verði þau fangelsi sem nú standa að duga. „Þau ráða við vandann sem við erum að takast á við í dag, en ef hann eykst mikið þá erum við fljót að lenda í vanda.“ Fangelsismál Mál Mohamad Kourani Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Undanfarið hefur verið fjallað um mál Mohamads Korani, sem var í gær sakfelldur fyrir tilraun til manndráps, líkamsárás og fjölda valdstjórnarbrota. Þar á meðal eru hótanir í garð lögreglumanna og fangavarða, og að hrækja á fangaverði. Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir starfsmenn fangelsanna vel í stakk búna til að takast á við slík mál. „Á Litla Hrauni erum við með sérstakan öryggisgang fyrir þá sem ekki geta vistast innan um almenna fanga. Við getum einnig vistað menn tímabundið í einangrun,“ segir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður. Í samtali við fréttastofu í síðustu viku sagði fangelsismálastjóri að slæm hegðun fanga hefði færst í aukana. Halldór segir það einnig sína upplifun. Meginmarkmiðið sé að fangar komist farsællega í gegnum afplánun. Þó séu dæmi um fanga sem glími við geðsjúkdóma eða hafi verið í mikill neyslu. Því geti fylgt erfiður hegðunarvandi, sem oftast sé tímabundinn. Fangelsin ráði almennt vel við þau verkefni. Nýtt fangelsi muni breyta miklu „Ef þessum málum fer að fjölga mjög mikið og við sjáum mikla aukningu í einstaklingum með mikla þjónustuþörf, mikla þörf á aðstoð og mikinn hegðunarvanda, þá eigum við kannski erfitt með að sinna þjónustu við hina fangana jafnvel.“ Það sé þó ekki fyrsta úrræði að setja menn í einangrun, þegar þeir glími við slíkan vanda. „Þetta er stanslaus barátta við það að vera ekki með menn í einangrun. Koma þeim í einhvers konar virkni, daglega rútínu og annað,“ segir Halldór. Þar komi að sálfræðingar, félagsráðgjafar, geðheilsuteymi fangelsanna og heilsugæsla. Halldór segir nýtt fangelsi á Litlau Hrauni munu miklu breyta. „Aðstæður munu þá aðstoða okkur við það að takast á við erfiða einstaklinga, og gera í raun afplánun erfiðari einstaklinga auðveldari.“ Enn eru þónokkur ár í að nýtt fangelsi á Litla Hrauni verði tekið í gagnið, og því verði þau fangelsi sem nú standa að duga. „Þau ráða við vandann sem við erum að takast á við í dag, en ef hann eykst mikið þá erum við fljót að lenda í vanda.“
Fangelsismál Mál Mohamad Kourani Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira