Eitraði fyrir sjálfri sér og ferðafélögum sínum með blásýru Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2024 10:13 Blásýra fannst í öllum tebollunum sem drukkið var úr. Lögregluyfirvöld á Taílandi Blásýra fannst í tebollum á Grand Hyatt Erawan-hótelinu í Bangkok á Taílandi þar sem sex fundust látnir á þriðjudag. Einn af látnu er grunaður um að hafa eitrað fyrir hópnum. Aðstoðarlögreglustjórinn Noppassin Poonsawat sagði á blaðamannafundi í morgun að fólkið hefði skráð sig inn á hótelið á mismunandi tímum yfir helgina og fengið úthlutað fimm herbergjum. Það átti að skrá sig út á mánudag en gerði það ekki. Um var að ræða fjóra Víetnama; Thi Nguyen Phuong, 46 ára, eiginmann hennar Hong Pham Thanh, 49 ára, Thi Nguyen Phuong Lan, 47 ára, og Dinh Tran Phu, 37 ára, og tvo Bandaríkjamenn; Sherine Chong, 56 ára, og Dang Hung Van, 55 ára. Fólkið er sagt hafa komið saman í einu herbergjanna á mánudag og pantað mat. Chong tók á móti matnum og afþakkaði boð þjóns um að búa til te. Sagði þjónninn Chong hafa verið fámála og stressaða. Skuldir líklega ástæða morðanna Þegar allir voru komnir virðist herberginu hafa verið læst að innan en myndir af vettvangi sýna að maturinn var að stærstum hluta látinn óhreyfður. Hins vegar hafði verið drukkið úr öllum tebollunum, sem reyndust allir hafa innihaldið blásýru. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að Thi Nguyen Phuong og Hong Pham Thanh, sem áttu vegavinnufyrirtæki, lánuðu Chong tugi eða hundruð milljóna til að fjárfesta í sjúkrahúsframkvæmdum í Japan. Þá virðist Dinh Tran Phu, sem var förðunarfræðingur, ráðinn af Chong fyrir ferðina, einnig hafa verið plataður til að fjárfesta í verkefninu. Srettha Thavisin, forsætisráðherra Taílands, heimsótti hótelið í gær og fyrirskipaði rannsókn á atvikinu, sem hann sagði einangrað og ekki ógn við þjóðaröryggi landsins. Þá freistaði hann þess að fullvissa almenning um að öryggi ferðamanna væri tryggt. Taíland Víetnam Bandaríkin Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Aðstoðarlögreglustjórinn Noppassin Poonsawat sagði á blaðamannafundi í morgun að fólkið hefði skráð sig inn á hótelið á mismunandi tímum yfir helgina og fengið úthlutað fimm herbergjum. Það átti að skrá sig út á mánudag en gerði það ekki. Um var að ræða fjóra Víetnama; Thi Nguyen Phuong, 46 ára, eiginmann hennar Hong Pham Thanh, 49 ára, Thi Nguyen Phuong Lan, 47 ára, og Dinh Tran Phu, 37 ára, og tvo Bandaríkjamenn; Sherine Chong, 56 ára, og Dang Hung Van, 55 ára. Fólkið er sagt hafa komið saman í einu herbergjanna á mánudag og pantað mat. Chong tók á móti matnum og afþakkaði boð þjóns um að búa til te. Sagði þjónninn Chong hafa verið fámála og stressaða. Skuldir líklega ástæða morðanna Þegar allir voru komnir virðist herberginu hafa verið læst að innan en myndir af vettvangi sýna að maturinn var að stærstum hluta látinn óhreyfður. Hins vegar hafði verið drukkið úr öllum tebollunum, sem reyndust allir hafa innihaldið blásýru. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að Thi Nguyen Phuong og Hong Pham Thanh, sem áttu vegavinnufyrirtæki, lánuðu Chong tugi eða hundruð milljóna til að fjárfesta í sjúkrahúsframkvæmdum í Japan. Þá virðist Dinh Tran Phu, sem var förðunarfræðingur, ráðinn af Chong fyrir ferðina, einnig hafa verið plataður til að fjárfesta í verkefninu. Srettha Thavisin, forsætisráðherra Taílands, heimsótti hótelið í gær og fyrirskipaði rannsókn á atvikinu, sem hann sagði einangrað og ekki ógn við þjóðaröryggi landsins. Þá freistaði hann þess að fullvissa almenning um að öryggi ferðamanna væri tryggt.
Taíland Víetnam Bandaríkin Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira