Lífið

Ljúffengur sumarréttur með burrata osti

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Rétturinn er tilvalinn sem léttur forréttur eða meðlæti í grillveisluna.
Rétturinn er tilvalinn sem léttur forréttur eða meðlæti í grillveisluna. Berglind Hreiðarsdóttir

Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, útbjó nýverið sumarlega útfærslu af burrata osti með hindberjum á pestóbeði. Rétturinn er fullkominn sem meðlæti í grillveisluna eða léttur forréttur á fallegu sumarkvöldi. 

Hráefni:

1 x súrdeigs baguette

Grænt pestó (140 g)

Piccolo tómatar (180 g)

Hindber (180 g)

2 x Burrata ostur

Balsamik edik

80 g pistasíukjarnar (saxaðir)

Fersk basilika

Ólífuolía

Aðferð:

Skerið baguette brauð í sneiðar, penslið með ólífuolíu og grillið stutta stund á hvorri hlið, eða hitið í ofni.

Skerið tómatana niður, saxið pistasíur og basilíku og leggið til hliðar.

Skiptið pestóinu í tvær grunnar skálar eða diska og smyrjið því aðeins upp á kantana.

Setjið næst tómata og hindber yfir, þá burrata ost sem þið drisslið síðan balsamik ediki, vel af söxuðum pistasíum og smá basilíku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×