Semur við ísraelskt lið stutt frá Gasa: „Besta tilboð sem ég hef fengið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. júlí 2024 09:30 Sveinbjörn Pétursson verður fyrsti íslenski handboltamaðurinn til að spila í Ísrael. vísir / sigurjón Sveinbjörn Pétursson verður fyrsti íslenski handboltamaðurinn til að spila í ísraelsku úrvalsdeildinni. Mikill fjárhagslegur hvati var til staðar fyrir Sveinbjörn sem segist bera virðingu fyrir öllum skoðunum. Sveinbjörn fer til ísraelska liðsins Hapoel Ashdod frá Aue í Þýskalandi, alls lék hann með því félagi í átta ár. Frá 2012-16 og aftur undanfarin fjögur ár eftir að hafa jafnað sig af bakmeiðslum eftir bílslys og hætt við að hætta í handbolta. Nú liggur leiðin til Ísrael. „Það hefur sannarlega gengið á ýmsu. Stefnan eftir síðasta vetur var tekin norður á bóginn, eitthvað á Norðurlöndin, en svo kom eitthvað upp á borðið sem að sneri því við og stefnan er tekin á Ísrael.“ Væn launahækkun Vitað er að í ísraelskum íþróttum er nægt fjármagn til staðar. Hækkarðu mikið í launum við að fara þangað? „Já, þetta er eitt af betri, eða bara besta tilboð sem ég hef fengið. Það er auðvitað ástæðan fyrir því að maður tók þessu tilboði. Það er oftast þannig með menn sem eru í íþróttum, stór hluti af hverri ákvörðun sem maður tekur er að þetta þarf að borga sig fjárhagslega.“ Mun búa fimmtíu kílómetra frá Gasa og svarar ekki gagnrýni Ashdod er stærsta hafnarborg Ísrael, tæpum fimmtíu kílómetrum frá Gasaströndinni þar sem styrjöld geisar. „Áður en ég skrifa undir var ég búinn að vera í sambandi við stráka sem hafa spilað þarna og eru að spila þarna. Þeirra lýsingar á þeim stað sem við erum að fara að búa á eru góðar, jákvæðar og menn eru öruggir. Ég þarf ekki að vita meira en það, þá líður mér vel.“ Óhjákvæmilega hefur Sveinbjörn sætt gagnrýni fyrir ákvörðunina að flytja til og starfa innan Ísraelsríkis. „Ég er ekkert að svara því, ég ber fulla virðingu fyrir fólki sem hefur skoðanir á öllum hlutum sem það vill hafa skoðun á. Það truflar mig ekki,“ sagði Sveinbjörn að lokum. Þýski handboltinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Sveinbjörn fer til ísraelska liðsins Hapoel Ashdod frá Aue í Þýskalandi, alls lék hann með því félagi í átta ár. Frá 2012-16 og aftur undanfarin fjögur ár eftir að hafa jafnað sig af bakmeiðslum eftir bílslys og hætt við að hætta í handbolta. Nú liggur leiðin til Ísrael. „Það hefur sannarlega gengið á ýmsu. Stefnan eftir síðasta vetur var tekin norður á bóginn, eitthvað á Norðurlöndin, en svo kom eitthvað upp á borðið sem að sneri því við og stefnan er tekin á Ísrael.“ Væn launahækkun Vitað er að í ísraelskum íþróttum er nægt fjármagn til staðar. Hækkarðu mikið í launum við að fara þangað? „Já, þetta er eitt af betri, eða bara besta tilboð sem ég hef fengið. Það er auðvitað ástæðan fyrir því að maður tók þessu tilboði. Það er oftast þannig með menn sem eru í íþróttum, stór hluti af hverri ákvörðun sem maður tekur er að þetta þarf að borga sig fjárhagslega.“ Mun búa fimmtíu kílómetra frá Gasa og svarar ekki gagnrýni Ashdod er stærsta hafnarborg Ísrael, tæpum fimmtíu kílómetrum frá Gasaströndinni þar sem styrjöld geisar. „Áður en ég skrifa undir var ég búinn að vera í sambandi við stráka sem hafa spilað þarna og eru að spila þarna. Þeirra lýsingar á þeim stað sem við erum að fara að búa á eru góðar, jákvæðar og menn eru öruggir. Ég þarf ekki að vita meira en það, þá líður mér vel.“ Óhjákvæmilega hefur Sveinbjörn sætt gagnrýni fyrir ákvörðunina að flytja til og starfa innan Ísraelsríkis. „Ég er ekkert að svara því, ég ber fulla virðingu fyrir fólki sem hefur skoðanir á öllum hlutum sem það vill hafa skoðun á. Það truflar mig ekki,“ sagði Sveinbjörn að lokum.
Þýski handboltinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira