Fótbolti

Belgía mun ekki taka á móti Ísrael í Þjóða­deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Belgía tók á móti Ísrael í forkeppni EM 2016.
Belgía tók á móti Ísrael í forkeppni EM 2016. VI Images/Getty Images

Leikur Belgíu og Ísrael í Þjóðadeild karla í knattspyrnu mun ekki fara fram í Belgíu vegna öryggisástæðna. Í síðasta mánuði var staðfest að leikurinn myndi ekki fara fram í Brussel, höfuðborg Belgíu, en nú hefur verið útilokað að leikurinn fari yfir höfuð fram í Belgíu.

Þann 19. júní síðastliðinn var greint frá að Belgía myndi ekki spila við Ísrael á þjóðarleikvanginum í Brussel. Ástæðan er sú að átök hafa verið tíð í Brussel síðan ísraelher réðst inn í Palestínu. Samkvæmt hinu virta læknatímariti Lancet hafa téð átök dregið 186 þúsund manns til dauða í Palestínu.

Þar með var talið að leikurinn sem á að fara fram þann 6. september myndi vera spilaður annarsstaðar í Belgíu en nú hefur verið greint frá að svo verður ekki.

Breska ríkisútvarpið hefur staðfest að belgíska knattspyrnusambandið treysti sér ekki til að spila leikinn innan Belgíu. Sem stendur er óvíst hvar leikurinn fari fram.

Belgía og Ísrael eru í riðli í Þjóðadeildinni ásamt Frakklandi og Ítalíu.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×