Sagði guðlega forsjá hafa bjargað sér og lofaði stuðningsmenn sína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júlí 2024 06:43 Það hefur hvorki sést mikið til Melaniu, eiginkonu Trump, né Ivönku, dóttur hans í kosningabaráttunni. Þær voru þó viðstaddar í gær. AP/Julia Nikhinson Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var fagnað eins og rokkstjörnu þegar hann steig á svið á landsþingi Repúblikanaflokksins í gær. Hann sagði guðlega forsjá hafa bjargað sér frá banatilræði um helgina og lofaði hugrekki stuðningsmanna sinna. Trump sagðist aðeins myndu tjá sig um árásina í þetta eina skipti og lýsti því hvernig hann hefði upplifað að vera öruggur þrátt fyrir „blóð alls staðar“, þar sem hann hefði fundið að guð væri með honum. „Ég á ekki að vera hérna í kvöld,“ sagði hann. „Ég stend hér á þessu sviði fyrir framan ykkur aðeins fyrir náð almáttugs guðs.“ Trump var fagnað eins og hetju á landsþinginu.AP/Evan Vucci Trump sagðist hafa séð sorg í andlitum stuðningsmanna sinna sem hefðu horft á hann fara niður og gert ráð fyrir að hann væri látinn. Hann hefði aldrei upplifað önnur eins viðbrögð þegar hann stóð upp aftur. „Þessi mikli mannfjöldi, tugþúsund manns, stóð kyrr og hreyfði sig ekki,“ sagði hann um hugrekki stuðningsmanna sinna. Margir hefðu raunar svipast um eftir skyttunni í stað þess að leggja á flótta. „Enginn hljóp og með því að ryðjast ekki burtu björguðust mörg líf,“ sagði Trump. Sagðist hann verða þakklátur það sem eftir væri fyrir þá ást sem hópur föðurlandsvina hefði sýnt honum þennan dag. Boðaði fordæmalausar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum Trump hafði gert því skóna að ræða hans á landsþinginu yrði til þess gerð að sætta menn og stuðla að sameiningu meðal landsmanna en þegar á hólminn var komið var hann fljótur að detta í kunnulegt far. Landsþingi Repúblikanaflokksins er nú lokið en landsþing Demókrataflokksins hefst 19. ágúst.AP/Nam Y. Huh Um sundrung í samfélaginu sagði hann tímabært að láta gróa um heilt. „Ég er í framboði til að verða forseti allra Bandaríkjanna, ekki helmings Bandaríkjanna. Af því að það er enginn sigur í því að vinna fyrir helming Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Hann sagði Bandaríkjamenn deila örlögum. „Við rísum saman eða föllum sundruð.“ Það leið þó ekki á löngu þar til hann var farinn að uppnefna andstæðinga sína, kalla Biden versta forseta sögunnar og endurtaka staðhæfingar um kosningasvindl árið 2020. Trump sagði að í raun væri það hann sem ætlaði að bjarga lýðræðinu. Hann fór einnig mikinn gegn ólöglegum innflytjendum og hét því að ráðast í fordæmalausar aðgerðir þar sem þeir yrðu fluttir á brott. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
Trump sagðist aðeins myndu tjá sig um árásina í þetta eina skipti og lýsti því hvernig hann hefði upplifað að vera öruggur þrátt fyrir „blóð alls staðar“, þar sem hann hefði fundið að guð væri með honum. „Ég á ekki að vera hérna í kvöld,“ sagði hann. „Ég stend hér á þessu sviði fyrir framan ykkur aðeins fyrir náð almáttugs guðs.“ Trump var fagnað eins og hetju á landsþinginu.AP/Evan Vucci Trump sagðist hafa séð sorg í andlitum stuðningsmanna sinna sem hefðu horft á hann fara niður og gert ráð fyrir að hann væri látinn. Hann hefði aldrei upplifað önnur eins viðbrögð þegar hann stóð upp aftur. „Þessi mikli mannfjöldi, tugþúsund manns, stóð kyrr og hreyfði sig ekki,“ sagði hann um hugrekki stuðningsmanna sinna. Margir hefðu raunar svipast um eftir skyttunni í stað þess að leggja á flótta. „Enginn hljóp og með því að ryðjast ekki burtu björguðust mörg líf,“ sagði Trump. Sagðist hann verða þakklátur það sem eftir væri fyrir þá ást sem hópur föðurlandsvina hefði sýnt honum þennan dag. Boðaði fordæmalausar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum Trump hafði gert því skóna að ræða hans á landsþinginu yrði til þess gerð að sætta menn og stuðla að sameiningu meðal landsmanna en þegar á hólminn var komið var hann fljótur að detta í kunnulegt far. Landsþingi Repúblikanaflokksins er nú lokið en landsþing Demókrataflokksins hefst 19. ágúst.AP/Nam Y. Huh Um sundrung í samfélaginu sagði hann tímabært að láta gróa um heilt. „Ég er í framboði til að verða forseti allra Bandaríkjanna, ekki helmings Bandaríkjanna. Af því að það er enginn sigur í því að vinna fyrir helming Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Hann sagði Bandaríkjamenn deila örlögum. „Við rísum saman eða föllum sundruð.“ Það leið þó ekki á löngu þar til hann var farinn að uppnefna andstæðinga sína, kalla Biden versta forseta sögunnar og endurtaka staðhæfingar um kosningasvindl árið 2020. Trump sagði að í raun væri það hann sem ætlaði að bjarga lýðræðinu. Hann fór einnig mikinn gegn ólöglegum innflytjendum og hét því að ráðast í fordæmalausar aðgerðir þar sem þeir yrðu fluttir á brott.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“