Sagði guðlega forsjá hafa bjargað sér og lofaði stuðningsmenn sína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júlí 2024 06:43 Það hefur hvorki sést mikið til Melaniu, eiginkonu Trump, né Ivönku, dóttur hans í kosningabaráttunni. Þær voru þó viðstaddar í gær. AP/Julia Nikhinson Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var fagnað eins og rokkstjörnu þegar hann steig á svið á landsþingi Repúblikanaflokksins í gær. Hann sagði guðlega forsjá hafa bjargað sér frá banatilræði um helgina og lofaði hugrekki stuðningsmanna sinna. Trump sagðist aðeins myndu tjá sig um árásina í þetta eina skipti og lýsti því hvernig hann hefði upplifað að vera öruggur þrátt fyrir „blóð alls staðar“, þar sem hann hefði fundið að guð væri með honum. „Ég á ekki að vera hérna í kvöld,“ sagði hann. „Ég stend hér á þessu sviði fyrir framan ykkur aðeins fyrir náð almáttugs guðs.“ Trump var fagnað eins og hetju á landsþinginu.AP/Evan Vucci Trump sagðist hafa séð sorg í andlitum stuðningsmanna sinna sem hefðu horft á hann fara niður og gert ráð fyrir að hann væri látinn. Hann hefði aldrei upplifað önnur eins viðbrögð þegar hann stóð upp aftur. „Þessi mikli mannfjöldi, tugþúsund manns, stóð kyrr og hreyfði sig ekki,“ sagði hann um hugrekki stuðningsmanna sinna. Margir hefðu raunar svipast um eftir skyttunni í stað þess að leggja á flótta. „Enginn hljóp og með því að ryðjast ekki burtu björguðust mörg líf,“ sagði Trump. Sagðist hann verða þakklátur það sem eftir væri fyrir þá ást sem hópur föðurlandsvina hefði sýnt honum þennan dag. Boðaði fordæmalausar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum Trump hafði gert því skóna að ræða hans á landsþinginu yrði til þess gerð að sætta menn og stuðla að sameiningu meðal landsmanna en þegar á hólminn var komið var hann fljótur að detta í kunnulegt far. Landsþingi Repúblikanaflokksins er nú lokið en landsþing Demókrataflokksins hefst 19. ágúst.AP/Nam Y. Huh Um sundrung í samfélaginu sagði hann tímabært að láta gróa um heilt. „Ég er í framboði til að verða forseti allra Bandaríkjanna, ekki helmings Bandaríkjanna. Af því að það er enginn sigur í því að vinna fyrir helming Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Hann sagði Bandaríkjamenn deila örlögum. „Við rísum saman eða föllum sundruð.“ Það leið þó ekki á löngu þar til hann var farinn að uppnefna andstæðinga sína, kalla Biden versta forseta sögunnar og endurtaka staðhæfingar um kosningasvindl árið 2020. Trump sagði að í raun væri það hann sem ætlaði að bjarga lýðræðinu. Hann fór einnig mikinn gegn ólöglegum innflytjendum og hét því að ráðast í fordæmalausar aðgerðir þar sem þeir yrðu fluttir á brott. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Sjá meira
Trump sagðist aðeins myndu tjá sig um árásina í þetta eina skipti og lýsti því hvernig hann hefði upplifað að vera öruggur þrátt fyrir „blóð alls staðar“, þar sem hann hefði fundið að guð væri með honum. „Ég á ekki að vera hérna í kvöld,“ sagði hann. „Ég stend hér á þessu sviði fyrir framan ykkur aðeins fyrir náð almáttugs guðs.“ Trump var fagnað eins og hetju á landsþinginu.AP/Evan Vucci Trump sagðist hafa séð sorg í andlitum stuðningsmanna sinna sem hefðu horft á hann fara niður og gert ráð fyrir að hann væri látinn. Hann hefði aldrei upplifað önnur eins viðbrögð þegar hann stóð upp aftur. „Þessi mikli mannfjöldi, tugþúsund manns, stóð kyrr og hreyfði sig ekki,“ sagði hann um hugrekki stuðningsmanna sinna. Margir hefðu raunar svipast um eftir skyttunni í stað þess að leggja á flótta. „Enginn hljóp og með því að ryðjast ekki burtu björguðust mörg líf,“ sagði Trump. Sagðist hann verða þakklátur það sem eftir væri fyrir þá ást sem hópur föðurlandsvina hefði sýnt honum þennan dag. Boðaði fordæmalausar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum Trump hafði gert því skóna að ræða hans á landsþinginu yrði til þess gerð að sætta menn og stuðla að sameiningu meðal landsmanna en þegar á hólminn var komið var hann fljótur að detta í kunnulegt far. Landsþingi Repúblikanaflokksins er nú lokið en landsþing Demókrataflokksins hefst 19. ágúst.AP/Nam Y. Huh Um sundrung í samfélaginu sagði hann tímabært að láta gróa um heilt. „Ég er í framboði til að verða forseti allra Bandaríkjanna, ekki helmings Bandaríkjanna. Af því að það er enginn sigur í því að vinna fyrir helming Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Hann sagði Bandaríkjamenn deila örlögum. „Við rísum saman eða föllum sundruð.“ Það leið þó ekki á löngu þar til hann var farinn að uppnefna andstæðinga sína, kalla Biden versta forseta sögunnar og endurtaka staðhæfingar um kosningasvindl árið 2020. Trump sagði að í raun væri það hann sem ætlaði að bjarga lýðræðinu. Hann fór einnig mikinn gegn ólöglegum innflytjendum og hét því að ráðast í fordæmalausar aðgerðir þar sem þeir yrðu fluttir á brott.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Sjá meira