Enski boltinn

Manchester City kaupir leik­mann sem var í „þeirra“ eigu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Screenshot 2024-07-19 at 08-34-47 (3) Manchester City (@ManCity) _ X

Manchester City hefur gengið frá kaupunum á brasilíska kantmanninum Sávio.

Sávio er aðeins tvítugur en fór á kostum með spútnikliði Girona á í spænsku deildinni á síðustu leiktíð.

Eigendur City eru í raun að kaupa leikmann af sjálfum sér. Sávio var vissulega á láni hjá Girona en var í eigu franska félagsins Troyes. Eigendur City eiga bæði Girona og Troyes.

City mun borga 25 milljónir evra fyrir leikmanninn en við það gætu bæst fimmtán milljónir evra í bónusgreiðslur.

Sávio lék 37 leiki í spænsku deildinni á síðustu leiktíð og var með 9 mörk og 10 stoðsendingar í þeim.

„Ég er svo ánægður með að komast til Manchester City. Allir vita að þeir eru með besta liðið í heiminum í dag og þetta er því mjög spennandi fyrir mig. Ég er mjög spenntur að fá að vinna með Pep Guardiola einum besta þjálfara sögunnar. Hann mun hjálpa mér að bæta mig enn meira,“ sagði Sávio.

Hann mun spila í treyju númer 26 og með Savinho á bakinu en ekki Sávio. Strákurinn heitir fullu nafni Sávio Moreira de Oliveira en er kallaður bæði Savinho og Sávio. Hann vill augljóslega vera frekar kallaður Savinho þótt að hann sé frekar þekktur undir hinu nafninu.

„Ég upplifði stórkostlegan tíma á Spáni en hlakka til þessara nýju áskorunnar að spila í ensku úrvalsdeildinni og við hlið margra af bestu leikmanna heims,“ sagði Sávio.

Sávio spilað með Brasilíu í Suðurameríkukeppninni í sumar og var með eitt mark í fjórum leikjum. Hann byrjaði þó bara einn leik, einmitt leikinn sem hann skoraði í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×