„Það var enginn sirkus“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2024 12:26 Arnar Grétarsson, þjálfari Vals. Vísir/Diego Það fór vel um Valsmenn í Albaníu eftir mikinn viðbúnað í aðdraganda leiksins við Vllaznia í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Þjálfari liðsins er ánægður með sigurinn. „Ég er hrikalega ánægður með frammistöðuna hjá strákunum. Mér fannst fyrsti hálftíminn af leiknum mjög góður. Við sköpum helling af færum og skorum þessi mörk. Það skóp sigurinn,“ segir Arnar í santali við Vísi um sigur gærkvöldsins. Valur vann leikinn með yfirburðum, 4-0, þar sem þeir slökktu algjörlega vonarneista liðsmanna Vllaznia snemma leiks. Fallegasta mark leiksins var án ef það fjórða þar sem Gylfi Þór Sigurðsson gaf glæsilega sendingu inn fyrir á Tryggva Hrafn Haraldsson sem afgreiddi boltann frábærlega í netið. Arnar hrósar Gylfa í hástert. „Maður sér að Gylfi lítur yfir öxlina áður en hann fær boltann. Þetta er stórkostleg sending, þetta getur hann gert þessi strákur. Hann er frábær í fótbolta. Hlaupið hjá Tryggva var frábær og afgreiðslan líka. Það kláraði leikinn endanlega,“ segir Arnar. Það hafi ekki verið sjálfgefið að klára leikinn svo vel, þrátt fyrir 3-0 stöðu í hálfleik. „Aðstæðurnar voru erfiðar, rosalegur hiti. Við vonuðumst til að það yrði smá gjóla sem var ekki. Þetta var heitasti dagurinn og fór í 39 gráður yfir daginn. Við spiluðum í 31 til 32 gráðum. Það er rosalega erfitt. Ég er mjög ánægður að halda hreinu og skora þessi mörk. Strákarnir eiga heiður skilinn,“ segir Arnar. Allt upp á tíu Eitthvað stress var í Valsmönnum fyrir ferðina út. Eftir mikinn hamagang á Hlíðarenda í síðustu viku var fundað stíft með lögreglu, UEFA og KSÍ. Arnar fagnar því hversu vel UEFA tók á málum. Öryggisgæsla í kringum Valsliðið var aukin og skipt um dómara á leiknum. „Það verður smá hasar þarna í lokin en leikmenn lentu ekki í þessu beint. Það eru stjórnarmenn og aðrir sem lenda í þessu. Við reyndum að útiloka þetta alveg frá byrjun, þetta var auðvitað ákveðið bíó,“ segir Arnar um leikinn í síðustu viku. Vel hafi verið staðið að öllu við komuna til Albaníu. „En móttökurnar hér voru mjög flottar af því það var náttúrulega tekið á þessu, föstum tökum. Það er ekki yfir neinu að kvarta hér, forráðamenn liðsins voru flottir og allt upp á tíu. Það var skipt um dómara á leiknum, og þeir voru flottir. Þetta skiptir allt máli,“ „Þetta var auðvitað smá intimidating að fara út, maður vissi ekki alveg út í hvað maður væri að fara. Við vorum spurðir mikið út í þetta á blaðamannafundi hér úti, Albanarnir gerðu lítið úr þessu þar og við tókum bara undir það,“ „Í raun og veru var allt upp á tíu hér, enginn sirkus og ekkert í gangi. Sem er bara mjög gott. Þetta var tæklað vel af forráðamönnum UEFA, það voru flottir eftirlitsmenn sem fóru yfir allt fyrir leikinn og allt tekið föstum tökum,“ segir Arnar. Valur mætir St. Mirren frá Skotlandi í næstu umferð. Fyrri leikur liðanna fer fram að Hlíðarenda næsta fimmtudag. Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira
„Ég er hrikalega ánægður með frammistöðuna hjá strákunum. Mér fannst fyrsti hálftíminn af leiknum mjög góður. Við sköpum helling af færum og skorum þessi mörk. Það skóp sigurinn,“ segir Arnar í santali við Vísi um sigur gærkvöldsins. Valur vann leikinn með yfirburðum, 4-0, þar sem þeir slökktu algjörlega vonarneista liðsmanna Vllaznia snemma leiks. Fallegasta mark leiksins var án ef það fjórða þar sem Gylfi Þór Sigurðsson gaf glæsilega sendingu inn fyrir á Tryggva Hrafn Haraldsson sem afgreiddi boltann frábærlega í netið. Arnar hrósar Gylfa í hástert. „Maður sér að Gylfi lítur yfir öxlina áður en hann fær boltann. Þetta er stórkostleg sending, þetta getur hann gert þessi strákur. Hann er frábær í fótbolta. Hlaupið hjá Tryggva var frábær og afgreiðslan líka. Það kláraði leikinn endanlega,“ segir Arnar. Það hafi ekki verið sjálfgefið að klára leikinn svo vel, þrátt fyrir 3-0 stöðu í hálfleik. „Aðstæðurnar voru erfiðar, rosalegur hiti. Við vonuðumst til að það yrði smá gjóla sem var ekki. Þetta var heitasti dagurinn og fór í 39 gráður yfir daginn. Við spiluðum í 31 til 32 gráðum. Það er rosalega erfitt. Ég er mjög ánægður að halda hreinu og skora þessi mörk. Strákarnir eiga heiður skilinn,“ segir Arnar. Allt upp á tíu Eitthvað stress var í Valsmönnum fyrir ferðina út. Eftir mikinn hamagang á Hlíðarenda í síðustu viku var fundað stíft með lögreglu, UEFA og KSÍ. Arnar fagnar því hversu vel UEFA tók á málum. Öryggisgæsla í kringum Valsliðið var aukin og skipt um dómara á leiknum. „Það verður smá hasar þarna í lokin en leikmenn lentu ekki í þessu beint. Það eru stjórnarmenn og aðrir sem lenda í þessu. Við reyndum að útiloka þetta alveg frá byrjun, þetta var auðvitað ákveðið bíó,“ segir Arnar um leikinn í síðustu viku. Vel hafi verið staðið að öllu við komuna til Albaníu. „En móttökurnar hér voru mjög flottar af því það var náttúrulega tekið á þessu, föstum tökum. Það er ekki yfir neinu að kvarta hér, forráðamenn liðsins voru flottir og allt upp á tíu. Það var skipt um dómara á leiknum, og þeir voru flottir. Þetta skiptir allt máli,“ „Þetta var auðvitað smá intimidating að fara út, maður vissi ekki alveg út í hvað maður væri að fara. Við vorum spurðir mikið út í þetta á blaðamannafundi hér úti, Albanarnir gerðu lítið úr þessu þar og við tókum bara undir það,“ „Í raun og veru var allt upp á tíu hér, enginn sirkus og ekkert í gangi. Sem er bara mjög gott. Þetta var tæklað vel af forráðamönnum UEFA, það voru flottir eftirlitsmenn sem fóru yfir allt fyrir leikinn og allt tekið föstum tökum,“ segir Arnar. Valur mætir St. Mirren frá Skotlandi í næstu umferð. Fyrri leikur liðanna fer fram að Hlíðarenda næsta fimmtudag.
Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira