Uppgjörið: Valur - Keflavík 2-1 | Unnu níunda leikinn í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2024 18:10 Valur vann vægast sagt dramatískan sigur og hefur nú unnið níu leiki í röð. Vísir/Anton Brink Íslandsmeistarar Vals hafa nú unnið níu leiki í röð í deild og bikar en heppnin var svo sannarlega með þeim þegar liðið lagði Keflavík í Bestu deild kvenna í dag. Eftir að liggja til baka og leyfa Valskonum að hafa boltann - án þess þó að skapa sér neitt að viti - framan af leik þá komust gestirnir yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Fyrst átti Melanie Claire Rendeiro frábæran sprett sem endaði með góðu skoti sem Fanney Inga Birkisdóttir varði í horn. Hornspyrnan sjálf var slök en Keflavík vann boltann aftur og þaðan rataði hann til Anitu Lind Daníelsdóttur sem fór yfir á vinstir fótinn og átti skot sem fór af Haley Whitaker og í boga yfir Fanney Ingu í marki Vals. Það tók heimakonur ekki langan tíma að jafna metin. Fyrst átti Anna Rakel Pétursdóttir fyrirgjöf sem Katie Cousins skallaði í stöngina. Upp úr því fékk Valur hornspyrnu sem Fanndís Friðriksdóttir tók, spyrnan var góð og Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir skóflaði boltanum yfir línuna. Staðan orðin 1-1 og ekki hálftími liðinn. Ragnheiður Þórunn skoraði með skalla og jafnaði metin.Vísir/Hulda Margrét Þó Valur hafi sótt án afláts það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var staðan enn 1-1 þegar Arnar Ingi Ingvarsson flautaði til loka fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik var það sama upp á teningnum, gestirnir fóru varla fram yfir miðju og vörðust með kjafti og klóm. Valsliðinu gekk illa að skapa sér færi en undir lokin átti Ragnheiður Þórunn skalla í stöng áður en þeim tókst að tryggja sér sigurinn. Markið sem tryggði Valskonum níunda sigurinn í röð var líklega klaufalegasta mark sumarsins. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir átti þá fyrirgjöf vinstra megin úr teignum, boltinn fór meðfram jörðinni og Anita Bergrán Eyjólfsdóttir ákvað að renna sér í hann með þeim afleiðingum að hún tæklaði boltann í eigið net. Markið kom í blálokin og tryggði Val 2-1 sigur. Stigin þrjú þýða að Valur og Breiðablik eru jöfn með 36 stig á toppi deildarinnar að loknum 13 umferðum. Keflavík er sem fyrr í 9. sæti með níu stig, einu frá öruggu sæti. Stjörnur og skúrkar Ragnheiður Þórunn er fædd árið 2007 og er í raun alltof góð fyrir Bestu deildina. Hún gekk aðeins í raðir Vals á síðasta ári en það hlýtur að vera tímaspursmál hvenær hún fer í atvinnumennsku, svo góð er hún. Þá var Fanndís mögnuð í liði Vals og ekki henni að kenna að samherjar hennar nýttu engar af gullsendingum hennar. Eins galið og það er að kalla ungan leikmann eins og Anitu Bergrán skúrk leiksins þá því miður er hún það eftir þetta sjálfsmark. Atvik leiksins Sjálfsmark Anitu Bergrán er það eina sem kemur til greina hér. Dómarinn Arnar Ingi Ingvarsson dæmdi leikinn af mikilli yfirvegun. Stemning og umgjörð Það er aldrei hægt að setja út á umgjörðina hjá Valsliðinu enda mikið lagt í að gera upplifun fólks sem besta. Þá var gaman að sjá Glódísi Perlu Viggósdóttir, landsliðsfyrirliða, í stúkunni. „Meistaraheppni hjá þeim“ Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Diego „Já, ég sagði stelpunum að þær spiluðu virkilega vel í dag. Það er mjög erfitt að kyngja marki sem þessu í blálokin. Allt hrós á lið Vals.“ „Við fórum eftir plani, skoruðum úr frábærri skyndisókn og vörðumst virkilega vel. Vissum að þær myndu sækja og vissum að þær væru með sterka leikmenn.“ „Við erum með mjög ungt lið, bæði byrjunarliðið og bekkurinn. Það gerir það enn erfiðara að kyngja því að fá á sig mark í blálokin.“ „Þetta var líka óheppni að okkar hálfu. Meistaraheppni hjá þeim en að sjálfsögðu vissum við að þær myndu skapa færi en lið mitt lagði allt í leikinn,“ sagði Glenn áður en hann játti því að það væri margt jákvætt hægt að taka úr leik dagsins. Besta deild kvenna Valur Keflavík ÍF Tengdar fréttir Pétur sló á létta strengi: „Það er ekkert frí hjá okkur“ Pétur Pétursson sló á létta strengi eftir nauman 2-1 sigur Íslandsmeistara Vals á Keflavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Sigurmarkið kom í uppbótartíma en það reyndist sjálfsmark. 20. júlí 2024 18:46 Sátt með sigurinn gegn sínu gamla félagi: „Alltaf gaman að spila á móti þeim“ Natasha Anasi-Erlingsson spilaði í dag sinn fyrsta leik í treyju Íslandsmeistara Vals sem var að sjálfsögðu gegn hennar fyrrum félagi Keflavík. Á endanum hafði Valur betur með herkjum og er nú jafnt Breiðabliki á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta þegar 13. umferðum er lokið. 20. júlí 2024 19:16
Íslandsmeistarar Vals hafa nú unnið níu leiki í röð í deild og bikar en heppnin var svo sannarlega með þeim þegar liðið lagði Keflavík í Bestu deild kvenna í dag. Eftir að liggja til baka og leyfa Valskonum að hafa boltann - án þess þó að skapa sér neitt að viti - framan af leik þá komust gestirnir yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Fyrst átti Melanie Claire Rendeiro frábæran sprett sem endaði með góðu skoti sem Fanney Inga Birkisdóttir varði í horn. Hornspyrnan sjálf var slök en Keflavík vann boltann aftur og þaðan rataði hann til Anitu Lind Daníelsdóttur sem fór yfir á vinstir fótinn og átti skot sem fór af Haley Whitaker og í boga yfir Fanney Ingu í marki Vals. Það tók heimakonur ekki langan tíma að jafna metin. Fyrst átti Anna Rakel Pétursdóttir fyrirgjöf sem Katie Cousins skallaði í stöngina. Upp úr því fékk Valur hornspyrnu sem Fanndís Friðriksdóttir tók, spyrnan var góð og Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir skóflaði boltanum yfir línuna. Staðan orðin 1-1 og ekki hálftími liðinn. Ragnheiður Þórunn skoraði með skalla og jafnaði metin.Vísir/Hulda Margrét Þó Valur hafi sótt án afláts það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var staðan enn 1-1 þegar Arnar Ingi Ingvarsson flautaði til loka fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik var það sama upp á teningnum, gestirnir fóru varla fram yfir miðju og vörðust með kjafti og klóm. Valsliðinu gekk illa að skapa sér færi en undir lokin átti Ragnheiður Þórunn skalla í stöng áður en þeim tókst að tryggja sér sigurinn. Markið sem tryggði Valskonum níunda sigurinn í röð var líklega klaufalegasta mark sumarsins. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir átti þá fyrirgjöf vinstra megin úr teignum, boltinn fór meðfram jörðinni og Anita Bergrán Eyjólfsdóttir ákvað að renna sér í hann með þeim afleiðingum að hún tæklaði boltann í eigið net. Markið kom í blálokin og tryggði Val 2-1 sigur. Stigin þrjú þýða að Valur og Breiðablik eru jöfn með 36 stig á toppi deildarinnar að loknum 13 umferðum. Keflavík er sem fyrr í 9. sæti með níu stig, einu frá öruggu sæti. Stjörnur og skúrkar Ragnheiður Þórunn er fædd árið 2007 og er í raun alltof góð fyrir Bestu deildina. Hún gekk aðeins í raðir Vals á síðasta ári en það hlýtur að vera tímaspursmál hvenær hún fer í atvinnumennsku, svo góð er hún. Þá var Fanndís mögnuð í liði Vals og ekki henni að kenna að samherjar hennar nýttu engar af gullsendingum hennar. Eins galið og það er að kalla ungan leikmann eins og Anitu Bergrán skúrk leiksins þá því miður er hún það eftir þetta sjálfsmark. Atvik leiksins Sjálfsmark Anitu Bergrán er það eina sem kemur til greina hér. Dómarinn Arnar Ingi Ingvarsson dæmdi leikinn af mikilli yfirvegun. Stemning og umgjörð Það er aldrei hægt að setja út á umgjörðina hjá Valsliðinu enda mikið lagt í að gera upplifun fólks sem besta. Þá var gaman að sjá Glódísi Perlu Viggósdóttir, landsliðsfyrirliða, í stúkunni. „Meistaraheppni hjá þeim“ Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Diego „Já, ég sagði stelpunum að þær spiluðu virkilega vel í dag. Það er mjög erfitt að kyngja marki sem þessu í blálokin. Allt hrós á lið Vals.“ „Við fórum eftir plani, skoruðum úr frábærri skyndisókn og vörðumst virkilega vel. Vissum að þær myndu sækja og vissum að þær væru með sterka leikmenn.“ „Við erum með mjög ungt lið, bæði byrjunarliðið og bekkurinn. Það gerir það enn erfiðara að kyngja því að fá á sig mark í blálokin.“ „Þetta var líka óheppni að okkar hálfu. Meistaraheppni hjá þeim en að sjálfsögðu vissum við að þær myndu skapa færi en lið mitt lagði allt í leikinn,“ sagði Glenn áður en hann játti því að það væri margt jákvætt hægt að taka úr leik dagsins.
Besta deild kvenna Valur Keflavík ÍF Tengdar fréttir Pétur sló á létta strengi: „Það er ekkert frí hjá okkur“ Pétur Pétursson sló á létta strengi eftir nauman 2-1 sigur Íslandsmeistara Vals á Keflavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Sigurmarkið kom í uppbótartíma en það reyndist sjálfsmark. 20. júlí 2024 18:46 Sátt með sigurinn gegn sínu gamla félagi: „Alltaf gaman að spila á móti þeim“ Natasha Anasi-Erlingsson spilaði í dag sinn fyrsta leik í treyju Íslandsmeistara Vals sem var að sjálfsögðu gegn hennar fyrrum félagi Keflavík. Á endanum hafði Valur betur með herkjum og er nú jafnt Breiðabliki á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta þegar 13. umferðum er lokið. 20. júlí 2024 19:16
Pétur sló á létta strengi: „Það er ekkert frí hjá okkur“ Pétur Pétursson sló á létta strengi eftir nauman 2-1 sigur Íslandsmeistara Vals á Keflavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Sigurmarkið kom í uppbótartíma en það reyndist sjálfsmark. 20. júlí 2024 18:46
Sátt með sigurinn gegn sínu gamla félagi: „Alltaf gaman að spila á móti þeim“ Natasha Anasi-Erlingsson spilaði í dag sinn fyrsta leik í treyju Íslandsmeistara Vals sem var að sjálfsögðu gegn hennar fyrrum félagi Keflavík. Á endanum hafði Valur betur með herkjum og er nú jafnt Breiðabliki á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta þegar 13. umferðum er lokið. 20. júlí 2024 19:16
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti