Fyrrverandi þingkona skotin til bana Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júlí 2024 12:34 Iryna var einnig prófessor í málvísindadeild Lvív-háskóla. Getty/Anastasiia Smolienko Fyrrverandi þingkona á úkraínska þinginu var skotinn til bana á götum Lvív-borgar í gær. Lögregla leitar að banamanninum en hann er enn ófundinn. Írína Farion var úkraínskur þingmaður sem barðist ötullega fyrir úkraínskri tungu og stöðu hennar í úkraínsku samfélagi. Hún sat á þingi fyrir hönd þjóðernishyggjuflokkinn Svoboda. Hún lést sextíu ára að aldri. Málsamfélagið í Úkraínu er um margt sérstakt þar sem stór hluti Úkraínumanna hafa rússnesku að móðurmáli eða bæði úkraínsku og rússnesku nokkurn veginn jöfnum höndum. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann fylgist vel með leitinni og fordæmir árásina. Írína var málvísindakona og hlaut sæti á þingi árið 2012. Hún hafði einnig setið í héraðsþingi Lvív. Hún vakti mikla athygli fyrir baráttu sína fyrir úkraínskri tungu og að úthúða embættismönnum sem notuðu rússnesku við að framkvæma embættisverk. Árið 2018 þegar stríð hófst við rússneska aðskilnaðarsinna í Donbas-héraði lét hún til dæmis þau ummæli falla að það ætti að „kýla hvern einasta rússneskumælandi mann í kjálkann.“ Andriy Sadovyi borgarstjóri Lvív greindi frá því á Telegram að Farion hafi látist af sárum sínum á sjúkrahúsi í gærkvöldi. Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið Farion klukkan hálf átta að staðartíma í gærkvöldi. „Ég hef oft sagt að það sé enginn öruggur staður í Úkraínu lengur. En að vera svo ósvífinn að fremja svo kaldrifjað morð. Það þarf að finna morðingjann,“ sagði í færslu borgarstjórans. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Andlát Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Sjá meira
Írína Farion var úkraínskur þingmaður sem barðist ötullega fyrir úkraínskri tungu og stöðu hennar í úkraínsku samfélagi. Hún sat á þingi fyrir hönd þjóðernishyggjuflokkinn Svoboda. Hún lést sextíu ára að aldri. Málsamfélagið í Úkraínu er um margt sérstakt þar sem stór hluti Úkraínumanna hafa rússnesku að móðurmáli eða bæði úkraínsku og rússnesku nokkurn veginn jöfnum höndum. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann fylgist vel með leitinni og fordæmir árásina. Írína var málvísindakona og hlaut sæti á þingi árið 2012. Hún hafði einnig setið í héraðsþingi Lvív. Hún vakti mikla athygli fyrir baráttu sína fyrir úkraínskri tungu og að úthúða embættismönnum sem notuðu rússnesku við að framkvæma embættisverk. Árið 2018 þegar stríð hófst við rússneska aðskilnaðarsinna í Donbas-héraði lét hún til dæmis þau ummæli falla að það ætti að „kýla hvern einasta rússneskumælandi mann í kjálkann.“ Andriy Sadovyi borgarstjóri Lvív greindi frá því á Telegram að Farion hafi látist af sárum sínum á sjúkrahúsi í gærkvöldi. Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið Farion klukkan hálf átta að staðartíma í gærkvöldi. „Ég hef oft sagt að það sé enginn öruggur staður í Úkraínu lengur. En að vera svo ósvífinn að fremja svo kaldrifjað morð. Það þarf að finna morðingjann,“ sagði í færslu borgarstjórans.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Andlát Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Sjá meira