Land rís enn með aukinni skjálftavirkni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2024 09:17 Búist er við gosi á næstu vikum. vísir/vilhelm Land rís enn á Reykjanesskaga og aukin skjálftavirkni hefur mælst undanfarna viku. Þetta staðfestir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Greint var frá kenningu Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings, um möguleg goslok í Sundhnúksgígaröðinni, í gær. Þá kenningu byggði Haraldur á línuriti sem byggir á GPS hnitum, þar sem það virðist hægja á landrisi þann 12. júlí. Þessa skýringarmynd birti Haraldur með pistli sínum og vakti sérstaka athygli á því hvernig línan hægri megin virðist hafa hætt að stefna upp á við þann 12. júlí.vulkan.blog.is Meiri virkni Jóhanna Malen hafnar hins vegar þessari kenningu. „Hann byggði þetta á GPS punktum þar sem nokkrir punktar virðast línulegri en verið hefur. Staðan er samt sem áður sú að það er enn landris, þó að það gæti verið að hægja á því. Sem þýðir að það er enn kvika að safnast fyrir,“ segi Jóhanna Malen Þá sé einnig örlítil aukning í skjálftavirkni. Síðustu 24 klukkustundir hafa um fjórtán skjálftar riðið yfir á Reykjanesskaganum. Vikuna undan voru þeir um það bil fimm á dag. „Það er svipað og verið hefur í undanförnum atburðum. Eldgos hættir smám saman og síðan byggist upp aukið landris og skjálftavirkni, viku frá viku, þangað til við fáum næsta atburð.“ Það sé því að byggjast upp spenna á svæðinu. „Með meiri spennu verður erfiðara fyrir kvikuna að lyfta landinu, þannig að það getur hægst á landrisi. Eftir því sem kvikuhólfið verður stærra, því dreifðara verður landrisið. Þar af leiðandi er breytingin minni á hverri GPS stöð fyrir sig. Það getur litið út eins og landris sé að minnka en í raun og veru er það jafnt,“ segir Jóhanna Malen ennfremur. Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætluðu í síðustu viku að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá bendi greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. 16. júlí 2024 15:38 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Þetta staðfestir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Greint var frá kenningu Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings, um möguleg goslok í Sundhnúksgígaröðinni, í gær. Þá kenningu byggði Haraldur á línuriti sem byggir á GPS hnitum, þar sem það virðist hægja á landrisi þann 12. júlí. Þessa skýringarmynd birti Haraldur með pistli sínum og vakti sérstaka athygli á því hvernig línan hægri megin virðist hafa hætt að stefna upp á við þann 12. júlí.vulkan.blog.is Meiri virkni Jóhanna Malen hafnar hins vegar þessari kenningu. „Hann byggði þetta á GPS punktum þar sem nokkrir punktar virðast línulegri en verið hefur. Staðan er samt sem áður sú að það er enn landris, þó að það gæti verið að hægja á því. Sem þýðir að það er enn kvika að safnast fyrir,“ segi Jóhanna Malen Þá sé einnig örlítil aukning í skjálftavirkni. Síðustu 24 klukkustundir hafa um fjórtán skjálftar riðið yfir á Reykjanesskaganum. Vikuna undan voru þeir um það bil fimm á dag. „Það er svipað og verið hefur í undanförnum atburðum. Eldgos hættir smám saman og síðan byggist upp aukið landris og skjálftavirkni, viku frá viku, þangað til við fáum næsta atburð.“ Það sé því að byggjast upp spenna á svæðinu. „Með meiri spennu verður erfiðara fyrir kvikuna að lyfta landinu, þannig að það getur hægst á landrisi. Eftir því sem kvikuhólfið verður stærra, því dreifðara verður landrisið. Þar af leiðandi er breytingin minni á hverri GPS stöð fyrir sig. Það getur litið út eins og landris sé að minnka en í raun og veru er það jafnt,“ segir Jóhanna Malen ennfremur. Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætluðu í síðustu viku að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá bendi greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. 16. júlí 2024 15:38 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. 16. júlí 2024 15:38