Óhemju öflugur Trump hafi sigurinn í hendi sér Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2024 12:20 Donald Trump gengur hér inn á svið stuðningsmannafundar síns í gær. AP/Evan Vucci Eins og sakir standa á Joe Biden ekki möguleika á að sigra Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum, að mati stjórnmálafræðings. Trump hélt sinn fyrsta kosningafund frá banatilræðinu við hann í gær, og þakkaði guðlegri forsjá fyrir að vera á lífi. Í gær var rétt vika síðan byssumaður reyndi að ráða Trump af dögum á stuðningsmannafundi í Pennsylvaníu. Hann hélt sinn fyrsta stuðningsmannafund frá tilræðinu í gær. Forsetinn fyrrverandi ræddi töluvert um tilræðið við stuðningsmenn sína í Michigan. „Þvílíkur dagur sem þetta var. Eins og ég sagði fyrr í vikunni, þá stend ég aðeins hér fyrir náð Guðs almáttugs. Ég ætti ekki að vera hérna, ég ætti ekki að vera hérna,“ sagði Trump á fundinum í Grand Rapids í Michigan í gær. Hagfelldara handrit varla til Stjórnmálafræðingur segir vatnaskil hafa orðið í forsetakapphlaupinu á síðustu tveimur vikum. „Fyrst auðvitað með afleitri frammistöðu Joes Biden í kappræðunum, og svo auðvitað í kjölfar tilræðisins við Donald Trump. Hann hefur komið út úr því alveg óhemju öflugur. Það hefði varla verið hægt að skrifa þetta handrit hagfelldara honum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eiríkur Bergmann segir Biden í gríðarlega erfiðri stöðu. Vísir/Vilhelm Eins og sakir standa hafi Trump sigurinn algerlega í hendi sér. „Til þess að hann verði ekki næsti forseti Bandaríkjanna þá þarf hann eiginlega að klúðra málunum sjálfur.“ Þó séu enn þrír og hálfur mánuður til kosninga, og því geti margt breyst. Hægt að skipta fram í ágúst Á sama tíma og repúblikanar fylkja sér bak við Trump sé allt í hönk hjá Demókrötum, en Joe Biden forseti er undir síauknum þrýstingi um að hætta við framboð sitt og hleypa öðrum Demókrata í slaginn gegn Trump. Hvenær væri orðið of seint fyrir Biden að stíga til hliðar og hleypa einhverjum öðrum að? „Auðvitað gengur klukkan ansi hratt á hann og Demókrataflokkinn í þeim efnum, þannig að því fyrr því betra fyrir þá,“ segir Eiríkur. Landsfundur Demókrataflokksins hefst 19. ágúst næstkomandi, en þá verður frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í nóvember staðfestur formlega. „Hins vegar skilst mér að það sé nú hægt að gera þetta alveg fram að landsfundinum, og það sé lokadagsetningin til þess að skipta um frambjóðanda. Til þess að það sé nú sæmilegur bragur að því, þá þarf að vera drjúgur aðdragandi.“ Þrýstingur framámanna í flokki forsetans muni ekki reynast sérlega dýrkeyptur, þó Biden endi á að fara fram. „Eins og staðan er núna, þá á hann bara einfaldlega ekki séns.“ Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21. júlí 2024 10:41 Horfir nýjum augum á frambjóðendur eftir eigið framboð Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að framboð sitt til forseta hafi breytt sýn hans á alla frambjóðendur. Hann telji sig skilja betur það sem þeir gangi í gegnum. 20. júlí 2024 15:29 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Í gær var rétt vika síðan byssumaður reyndi að ráða Trump af dögum á stuðningsmannafundi í Pennsylvaníu. Hann hélt sinn fyrsta stuðningsmannafund frá tilræðinu í gær. Forsetinn fyrrverandi ræddi töluvert um tilræðið við stuðningsmenn sína í Michigan. „Þvílíkur dagur sem þetta var. Eins og ég sagði fyrr í vikunni, þá stend ég aðeins hér fyrir náð Guðs almáttugs. Ég ætti ekki að vera hérna, ég ætti ekki að vera hérna,“ sagði Trump á fundinum í Grand Rapids í Michigan í gær. Hagfelldara handrit varla til Stjórnmálafræðingur segir vatnaskil hafa orðið í forsetakapphlaupinu á síðustu tveimur vikum. „Fyrst auðvitað með afleitri frammistöðu Joes Biden í kappræðunum, og svo auðvitað í kjölfar tilræðisins við Donald Trump. Hann hefur komið út úr því alveg óhemju öflugur. Það hefði varla verið hægt að skrifa þetta handrit hagfelldara honum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eiríkur Bergmann segir Biden í gríðarlega erfiðri stöðu. Vísir/Vilhelm Eins og sakir standa hafi Trump sigurinn algerlega í hendi sér. „Til þess að hann verði ekki næsti forseti Bandaríkjanna þá þarf hann eiginlega að klúðra málunum sjálfur.“ Þó séu enn þrír og hálfur mánuður til kosninga, og því geti margt breyst. Hægt að skipta fram í ágúst Á sama tíma og repúblikanar fylkja sér bak við Trump sé allt í hönk hjá Demókrötum, en Joe Biden forseti er undir síauknum þrýstingi um að hætta við framboð sitt og hleypa öðrum Demókrata í slaginn gegn Trump. Hvenær væri orðið of seint fyrir Biden að stíga til hliðar og hleypa einhverjum öðrum að? „Auðvitað gengur klukkan ansi hratt á hann og Demókrataflokkinn í þeim efnum, þannig að því fyrr því betra fyrir þá,“ segir Eiríkur. Landsfundur Demókrataflokksins hefst 19. ágúst næstkomandi, en þá verður frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í nóvember staðfestur formlega. „Hins vegar skilst mér að það sé nú hægt að gera þetta alveg fram að landsfundinum, og það sé lokadagsetningin til þess að skipta um frambjóðanda. Til þess að það sé nú sæmilegur bragur að því, þá þarf að vera drjúgur aðdragandi.“ Þrýstingur framámanna í flokki forsetans muni ekki reynast sérlega dýrkeyptur, þó Biden endi á að fara fram. „Eins og staðan er núna, þá á hann bara einfaldlega ekki séns.“
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21. júlí 2024 10:41 Horfir nýjum augum á frambjóðendur eftir eigið framboð Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að framboð sitt til forseta hafi breytt sýn hans á alla frambjóðendur. Hann telji sig skilja betur það sem þeir gangi í gegnum. 20. júlí 2024 15:29 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21. júlí 2024 10:41
Horfir nýjum augum á frambjóðendur eftir eigið framboð Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að framboð sitt til forseta hafi breytt sýn hans á alla frambjóðendur. Hann telji sig skilja betur það sem þeir gangi í gegnum. 20. júlí 2024 15:29