Útlit fyrir bíólausa Akureyri Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2024 14:43 Húsið var byggt árið 1929. fasteignasalan byggð Bíóhús Sambíóanna við Strandgötu á Akureyri hefur verið sett á sölu. Það er því möguleiki á að bærinn verði bíólaus. Framkvæmdastjórinn hefur hins vegar trú á því að inn komi nýir eigendur sem haldi bíórekstrinum gangandi. Eignin, sem er nánar tiltekið á Strandgötu 4 í miðbæ Akureyrar, var sett á sölu í byrjun júlí. Húsið var byggt árið 1929 og í því eru tveir bíósalir sem taka tæplega 300 manns í sæti, að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. Bíóhúsið er falt fyrir 290 milljónir. Framkvæmdastjóri Sam-félagsins, sem rekur Sambíóin er Björn Ásberg Árnason. Í samtali við fréttastofu gefur hann nokkrar ástæður fyrir sölunni. Hlutirnir hafi horft til betri vegar í bíórekstri eftir heimsfaraldur, en þá hafi verkföll hjá handritshöfundum hafi haft áhrif á myndaúrval. Sjoppan.fasteignasalan byggð „En núna finnum við fyrir því að myndaúrvalið er að koma í eðlilegra rennsli, og þá langar okkur að horfa meira inn á við, huga að umsvifum og einbeita okkur að Reykjavík,“ segir Björn Ásberg. Reksturinn hafi almennt gengið vel. „En við erum að fjarstýra því úr bænum engu að síður,“ segir Björn sem telur aðra geta farið enn betur með bíóið. „Vonandi verður bara áfram bíó“. Einhverjar þreifingar og óformlegar viðræður hafi átt sér stað við áhugasama kaupendur. „Við settum þetta á sölu í júlí þegar allir eru úti og suður þannig við bjuggumst ekki við miklum viðbrögðum fyrr en beint eftir versló,“ segir Björn. Salirnir tveir rúma 300 manns í sæti.fasteignasalan byggð Fyrir rúmum tveimur árum voru bíóhúsin tvö á Akureyri, annars vegar Sambíóhúsið og hins vegar Borgarbíó. Sögu borgarbíós lauk í mars 2022 en það var þá eitt elsta bíó landsins, stofnað af góðtemplurum á Akureyri árið 1956. Bíó og sjónvarp Fasteignamarkaður Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Eignin, sem er nánar tiltekið á Strandgötu 4 í miðbæ Akureyrar, var sett á sölu í byrjun júlí. Húsið var byggt árið 1929 og í því eru tveir bíósalir sem taka tæplega 300 manns í sæti, að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. Bíóhúsið er falt fyrir 290 milljónir. Framkvæmdastjóri Sam-félagsins, sem rekur Sambíóin er Björn Ásberg Árnason. Í samtali við fréttastofu gefur hann nokkrar ástæður fyrir sölunni. Hlutirnir hafi horft til betri vegar í bíórekstri eftir heimsfaraldur, en þá hafi verkföll hjá handritshöfundum hafi haft áhrif á myndaúrval. Sjoppan.fasteignasalan byggð „En núna finnum við fyrir því að myndaúrvalið er að koma í eðlilegra rennsli, og þá langar okkur að horfa meira inn á við, huga að umsvifum og einbeita okkur að Reykjavík,“ segir Björn Ásberg. Reksturinn hafi almennt gengið vel. „En við erum að fjarstýra því úr bænum engu að síður,“ segir Björn sem telur aðra geta farið enn betur með bíóið. „Vonandi verður bara áfram bíó“. Einhverjar þreifingar og óformlegar viðræður hafi átt sér stað við áhugasama kaupendur. „Við settum þetta á sölu í júlí þegar allir eru úti og suður þannig við bjuggumst ekki við miklum viðbrögðum fyrr en beint eftir versló,“ segir Björn. Salirnir tveir rúma 300 manns í sæti.fasteignasalan byggð Fyrir rúmum tveimur árum voru bíóhúsin tvö á Akureyri, annars vegar Sambíóhúsið og hins vegar Borgarbíó. Sögu borgarbíós lauk í mars 2022 en það var þá eitt elsta bíó landsins, stofnað af góðtemplurum á Akureyri árið 1956.
Bíó og sjónvarp Fasteignamarkaður Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira