Schauffele sigldi sigrinum heim Siggeir Ævarsson skrifar 21. júlí 2024 19:15 Xander Schauffele lyftir bikarnum eftir sigurinn í dag Vísir/EPA-EFE/ROBERT PERRY Hinn bandaríski Xander Schauffele stóð uppi sem sigurvegari á opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk í dag en leikið var við töluvert krefjandi aðstæður í Skotlandi um helgina. Schauffele lauk keppni á níu höggum undir pari, tveimur höggum á undan Justin Rose og Billy Horschel. Þrátt fyrir að staðan hafi verið nokkuð jöfn meðal efstu manna var sigur Schauffele ekki í mikilli hættu en hann lék frábærlega í gær í úrhellis rigningu og hífandi roki. Schauffele, sem er 37 ára, hafði fyrir árið í ár aldrei unnið stórmót en er nú búinn að vinna tvö á sama árinu sem hefur ekki gerst síðan 2018 þegar Brooks Koepka gerði það. Téður Koepka endaði í 43. sæti á mótinu. The winning putt. pic.twitter.com/NG7n73Ukgm— The Open (@TheOpen) July 21, 2024 Heimamenn vonuðust eflaust margir til að Justin Rose myndi ná að knýja fram sigur í dag en síðasti Englendingurinn til að vinna mótið var Nick Faldo árið 1992. Þó hafa tveir þegnar bresku krúnunnar unnið mótið í millitíðinni, báðir frá N-Írlandi. Darren Clarke árið 2011 og Rory McIlroy árið 2014. Þrír af síðustu fjórum sigurvegurum mótsins hafa allir komið frá Bandaríkjunum. Golf Opna breska Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Schauffele lauk keppni á níu höggum undir pari, tveimur höggum á undan Justin Rose og Billy Horschel. Þrátt fyrir að staðan hafi verið nokkuð jöfn meðal efstu manna var sigur Schauffele ekki í mikilli hættu en hann lék frábærlega í gær í úrhellis rigningu og hífandi roki. Schauffele, sem er 37 ára, hafði fyrir árið í ár aldrei unnið stórmót en er nú búinn að vinna tvö á sama árinu sem hefur ekki gerst síðan 2018 þegar Brooks Koepka gerði það. Téður Koepka endaði í 43. sæti á mótinu. The winning putt. pic.twitter.com/NG7n73Ukgm— The Open (@TheOpen) July 21, 2024 Heimamenn vonuðust eflaust margir til að Justin Rose myndi ná að knýja fram sigur í dag en síðasti Englendingurinn til að vinna mótið var Nick Faldo árið 1992. Þó hafa tveir þegnar bresku krúnunnar unnið mótið í millitíðinni, báðir frá N-Írlandi. Darren Clarke árið 2011 og Rory McIlroy árið 2014. Þrír af síðustu fjórum sigurvegurum mótsins hafa allir komið frá Bandaríkjunum.
Golf Opna breska Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira