Lífið

Nathaniel Clyne á Hax og Auto

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Clyne var í gír um helgina.
Clyne var í gír um helgina. getty

Enski knattspyrnumaðurinn Nathaniel Clyne er staddur hér á landi í fríi og tók djammsnúning í höfuðborginni um helgina.

Samkvæmt heimildum fréttastofu var Clyne mættur á skemmtistaðinn Hax á Hverfisgötu á föstudag, í góðum gír. Hægri bakvörðurinn var enn þyrstur í djamm degi síðar og var mættur á skemmtistaðinn Auto á Lækjargötu aðfaranótt sunnudags.

Ekki liggur fyrir hvert förinni verður heitið á landinu í framhaldinu, en Clyne hefur ekki leyft fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að fylgjast með Íslandsförinni.

Ungir drengir göntuðust í Clyne á Auto og birtu myndband á TikTok þar sem orðunum „AWB clears you“ er veifað í átt til hans á síma. „Aron Wan Bissaka (hægri bakvörður Manchester United) er betri en þú,“ voru skilaboðin.

@einso7 Clyne bro… #premierleague #fyp #nightclub #itscominghome @Crystal Palace ♬ original sound - 2XE

Clyne, sem er 33 ára, spilar með uppeldisfélaginu Crystal Palace í ensku úrsvalsdeildinni og á einhverja 240 leiki fyrir suður-Lundúnaklúbbinn. Á árunum 2012-2019 spilaði hann fyrir Southampton, Liverpool og Bournmouth áður en hann sneri aftur heim til Palace. Þá á hann fjórtán landsleiki fyrir England. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.