Íslensk borðtennisfjölskylda í fréttirnar á EM unglinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 12:30 Íslenska unglingalandsliðið sem keppti á EM unglinga í Malmö. @bordtennissambandislands Íslenska unglingalandsliðið keppti á dögunum á EM unglinga í Malmö í Svíþjóð og íslensk fjölskylda vakti þar sérstaka athygli. Heimasíða evrópska borðtennissambandsins fjallaði nefnilega sérstaklega um íslensku keppendurna og þá staðreynd að íslensk borðtennisfjölskylda væri að gera góða hluti á EM unglinga. „Fjölskylda frá Ísland með fjórum bræðrum og einni systur er að gára vatnið á EM unglinga í Malmö. Öll systkinin hafa keppt og unnið leiki fyrir íslenska landsliðið á Evrópumóti unglinga,“ segir í fréttinni á vef sambandsins, ettu.org Guðbjörg Vala yngst Í fréttinni er síðan farið yfir íslensku systkinin. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir er sú yngsta í hópnum en hún er fædd 2010. Hún var að keppa í fyrsta sinn á EM. „Ég var svolítið stressuð en það var mjög gaman að keppa. Þetta var góð reynsla,“ sagði Guðbjörg Vala við ettu.org. Eirikur Logi Gunnarsson er fimm árum eldri og keppti í eldri flokki. Þetta var í annað skiptið sem hann keppir á EM. „Þetta var mjög erfitt mót en líka mjög skemmtilegt. Ég naut þess að keppa hér,“ sagði Eirikur Logi. Allir eltu mig Elsti bróðirinn er Pétur Gunnarsson en hann er fæddur árið 1995 og var því ekki keppandi á mótinu heldur þjálfari. Pétur keppti sjálfur á EM unglinga fyrir fimmtán árum en hann er núna aðstoðarþjálfari hjá íslenska liðinu. „Það hefur verið rosalega gaman að þjálfa lið sem í eru bróðir minn og systir. Ég var sá sem byrjaði að spila borðtennis á sínum tíma og hin eltu mig öll. Ég var leiðarstjarnan sem allir eltu,“ sagði Pétur léttur. Hinir tvær bræðurnir, Skúli og Gestur, voru líka mættir til Malmö til að styðja íslenska liðið. „Fjórir bræður og ein systir úr sömu fjölskyldu, öll að keppa og vinna leiki á EM unglinga. Þetta gæti verið met í sögu EM unglinga,“ segir í fréttinni sem má sjá hér. View this post on Instagram A post shared by Borðtennissamband Íslands (@bordtennissambandislands) Borðtennis Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Heimasíða evrópska borðtennissambandsins fjallaði nefnilega sérstaklega um íslensku keppendurna og þá staðreynd að íslensk borðtennisfjölskylda væri að gera góða hluti á EM unglinga. „Fjölskylda frá Ísland með fjórum bræðrum og einni systur er að gára vatnið á EM unglinga í Malmö. Öll systkinin hafa keppt og unnið leiki fyrir íslenska landsliðið á Evrópumóti unglinga,“ segir í fréttinni á vef sambandsins, ettu.org Guðbjörg Vala yngst Í fréttinni er síðan farið yfir íslensku systkinin. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir er sú yngsta í hópnum en hún er fædd 2010. Hún var að keppa í fyrsta sinn á EM. „Ég var svolítið stressuð en það var mjög gaman að keppa. Þetta var góð reynsla,“ sagði Guðbjörg Vala við ettu.org. Eirikur Logi Gunnarsson er fimm árum eldri og keppti í eldri flokki. Þetta var í annað skiptið sem hann keppir á EM. „Þetta var mjög erfitt mót en líka mjög skemmtilegt. Ég naut þess að keppa hér,“ sagði Eirikur Logi. Allir eltu mig Elsti bróðirinn er Pétur Gunnarsson en hann er fæddur árið 1995 og var því ekki keppandi á mótinu heldur þjálfari. Pétur keppti sjálfur á EM unglinga fyrir fimmtán árum en hann er núna aðstoðarþjálfari hjá íslenska liðinu. „Það hefur verið rosalega gaman að þjálfa lið sem í eru bróðir minn og systir. Ég var sá sem byrjaði að spila borðtennis á sínum tíma og hin eltu mig öll. Ég var leiðarstjarnan sem allir eltu,“ sagði Pétur léttur. Hinir tvær bræðurnir, Skúli og Gestur, voru líka mættir til Malmö til að styðja íslenska liðið. „Fjórir bræður og ein systir úr sömu fjölskyldu, öll að keppa og vinna leiki á EM unglinga. Þetta gæti verið met í sögu EM unglinga,“ segir í fréttinni sem má sjá hér. View this post on Instagram A post shared by Borðtennissamband Íslands (@bordtennissambandislands)
Borðtennis Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira